Stjórnarandstaðan neitar því að hafa stolið fjárlögum Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2019 07:42 Simon Bridges, leiðtogi nýsjálenska Þjóðarflokksins, neitar því að flokkurinn hafi komið nálægt árásum á tölvukerfi stjórnvalda. Vísir/Getty Stærsti stjórnarandstöðuflokkur Nýja-Sjálands hafnar því að hann hafi staðið fyrir innbroti í tölvukerfi ríkisstjórnarinnar og stolið þaðan gögnum sem tengjast fjárlögum. Flokkurinn lak upplýsingum um fjárlögin áður en þau verða birt og segist hafa komist yfir þær á löglegan hátt. Fjármálaráðuneytið segist hafa kært tölvuinnbrotið til lögreglunnar. Innbrotið hafi verið skipulagt og að yfirlögðu ráði. Um tvö þúsund árásir hafi verið gerðar á tölvukerfið á 48 klukkustundum. Ráðuneytið hefur ekki bendlað neinn við árásina. Þjóðarflokkurinn, helsti stjórnarandstöðuflokkur landsins, birti upplýsingar um fjárlög ríkisstjórnarinnar í gær en til stendur að þau verði birt opinberlega á morgun. Flokkurinn sagði „ekkert innihald“ í fjárlögunum. Simon Bridges, leiðtogi Þjóðarflokksins, sakaði Jacindu Ardern, forsætisráðherra, um „nornaveiðar“ til að draga athyglina frá vandræðagangi hennar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Það hefur ekki verið neitt tölvuinnbrot í neinum skilningi þess orðs. Þjóðarflokkurinn hefur hegðað sér á algerlega viðeigandi hátt alla leið. Það hefur ekkert ólöglegt gerst eða neitt sem nálgast það einu sinni,“ sagði Bridges. Ardern segir á móti að enginn hafi bendlað Þjóðarflokkinn við innbrotið. Ríkisstjórn hennar segir að sumt af því sem Þjóðarflokkurinn birti um fjárlögin sé ekki á rökum reist. Fjárlögunum hefur verið lýst sem „velferðarfjárlögum“ með áherslu á geðheilsu, fátækt barna og heimilisofbeldi umfram hagvöxt. Nýja-Sjáland Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Stærsti stjórnarandstöðuflokkur Nýja-Sjálands hafnar því að hann hafi staðið fyrir innbroti í tölvukerfi ríkisstjórnarinnar og stolið þaðan gögnum sem tengjast fjárlögum. Flokkurinn lak upplýsingum um fjárlögin áður en þau verða birt og segist hafa komist yfir þær á löglegan hátt. Fjármálaráðuneytið segist hafa kært tölvuinnbrotið til lögreglunnar. Innbrotið hafi verið skipulagt og að yfirlögðu ráði. Um tvö þúsund árásir hafi verið gerðar á tölvukerfið á 48 klukkustundum. Ráðuneytið hefur ekki bendlað neinn við árásina. Þjóðarflokkurinn, helsti stjórnarandstöðuflokkur landsins, birti upplýsingar um fjárlög ríkisstjórnarinnar í gær en til stendur að þau verði birt opinberlega á morgun. Flokkurinn sagði „ekkert innihald“ í fjárlögunum. Simon Bridges, leiðtogi Þjóðarflokksins, sakaði Jacindu Ardern, forsætisráðherra, um „nornaveiðar“ til að draga athyglina frá vandræðagangi hennar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Það hefur ekki verið neitt tölvuinnbrot í neinum skilningi þess orðs. Þjóðarflokkurinn hefur hegðað sér á algerlega viðeigandi hátt alla leið. Það hefur ekkert ólöglegt gerst eða neitt sem nálgast það einu sinni,“ sagði Bridges. Ardern segir á móti að enginn hafi bendlað Þjóðarflokkinn við innbrotið. Ríkisstjórn hennar segir að sumt af því sem Þjóðarflokkurinn birti um fjárlögin sé ekki á rökum reist. Fjárlögunum hefur verið lýst sem „velferðarfjárlögum“ með áherslu á geðheilsu, fátækt barna og heimilisofbeldi umfram hagvöxt.
Nýja-Sjáland Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira