Segja öfga hægri hópa dreifa hatri til milljóna Evrópu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. maí 2019 08:00 Jordan Bardella, frambjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar í Evrópuþingskosningunum, og Marine Le Pen, leiðtogi flokksins, sem er einn þekktasti hægri öfga flokkur í Evrópu. vísir/getty Aktívistasamtökin Avaaz segja öfga hægri hópa hafa dreift falsfréttum og hatursorðræðu til milljóna Evrópubúa á Facebook í aðdraganda Evrópuþingskosninganna sem hefjast næstkomandi fimmtudag. Facebook hefur lokað fyrir slíkar síður á samfélagsmiðlinum í aðdraganda kosninganna en að sögn Avaaz voru síðurnar með um sex milljónir fylgjenda. Þá er Facebook að skoða hundruð annarra síðna á miðlinum sem eru með allt að 26 milljónir fylgjenda. Í umfjöllun um málið á vef Guardian segir að Avaaz hafi tilkynnt meira en 500 hópa eða síður til Facebook sem settar hafa verið upp víðs vegar um Evrópu, meðal annars í Frakklandi, Ítalíu, Bretlandi, Spáni, Þýskalandi og Póllandi.Mun vinsælli en opinberar síður flokkanna Flestar síðurnar dreifa falsfréttum eða nota nafnlausa notendur til þess að dreifa því sem deilt hefur verið á síðunum en slíkt gengur gegn reglum Facebook að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Síður sem þessar eru mun vinsælli og ná til stærri hóps en opinberar síður öfga hægri flokka og frambjóðenda þeirra en að sögn Avaaz hafa síðurnar sem teknar hafa verið niður verið skoðað 500 milljón sinnum. „Facebook-notendur hafa mikið verið að skoða þessar síður. Það skiptir ekki máli hvað þú ert með marga fylgjendur ef þú nærð ekki til neinna. Síðurnar hafa verið skoðaðar 500 milljón sinnum sem er hærri tala en kjósendur á kjörskrá í Evrópuþingskosningunum,“ segir Christoph Scott hjá Avaaz.Áróður fyrir hvítri þjóðernishyggju og afneitun á helförinni Á meðal þess sem hóparnir hafa dreift á Facebook í aðdraganda kosninganna er áróður á frönskum síðum fyrir hvítri þjóðernishyggju og afneitun á helförinni á þýskum síðum. Scott segir að Facebook hafi brugðist vel við þegar þeim var bent á síðurnar af Avaaz en segir að fyrirtækið þurfi að gera betur í því að uppræta síðurnar sjálft. „Þeir ættu að gera þetta sjálfir. Við erum um 30 sem erum að vinna í þessu en Facebook er með yfir 30 þúsund starfsmenn í öryggisteymi sínu,“ segir Scott. Evrópusambandið Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Aktívistasamtökin Avaaz segja öfga hægri hópa hafa dreift falsfréttum og hatursorðræðu til milljóna Evrópubúa á Facebook í aðdraganda Evrópuþingskosninganna sem hefjast næstkomandi fimmtudag. Facebook hefur lokað fyrir slíkar síður á samfélagsmiðlinum í aðdraganda kosninganna en að sögn Avaaz voru síðurnar með um sex milljónir fylgjenda. Þá er Facebook að skoða hundruð annarra síðna á miðlinum sem eru með allt að 26 milljónir fylgjenda. Í umfjöllun um málið á vef Guardian segir að Avaaz hafi tilkynnt meira en 500 hópa eða síður til Facebook sem settar hafa verið upp víðs vegar um Evrópu, meðal annars í Frakklandi, Ítalíu, Bretlandi, Spáni, Þýskalandi og Póllandi.Mun vinsælli en opinberar síður flokkanna Flestar síðurnar dreifa falsfréttum eða nota nafnlausa notendur til þess að dreifa því sem deilt hefur verið á síðunum en slíkt gengur gegn reglum Facebook að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Síður sem þessar eru mun vinsælli og ná til stærri hóps en opinberar síður öfga hægri flokka og frambjóðenda þeirra en að sögn Avaaz hafa síðurnar sem teknar hafa verið niður verið skoðað 500 milljón sinnum. „Facebook-notendur hafa mikið verið að skoða þessar síður. Það skiptir ekki máli hvað þú ert með marga fylgjendur ef þú nærð ekki til neinna. Síðurnar hafa verið skoðaðar 500 milljón sinnum sem er hærri tala en kjósendur á kjörskrá í Evrópuþingskosningunum,“ segir Christoph Scott hjá Avaaz.Áróður fyrir hvítri þjóðernishyggju og afneitun á helförinni Á meðal þess sem hóparnir hafa dreift á Facebook í aðdraganda kosninganna er áróður á frönskum síðum fyrir hvítri þjóðernishyggju og afneitun á helförinni á þýskum síðum. Scott segir að Facebook hafi brugðist vel við þegar þeim var bent á síðurnar af Avaaz en segir að fyrirtækið þurfi að gera betur í því að uppræta síðurnar sjálft. „Þeir ættu að gera þetta sjálfir. Við erum um 30 sem erum að vinna í þessu en Facebook er með yfir 30 þúsund starfsmenn í öryggisteymi sínu,“ segir Scott.
Evrópusambandið Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira