Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Andri Eysteinsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 9. júní 2019 12:45 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. VÍSIR/VILHELM Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. „Þessi fjármálaáætlun er byggð á mjög bjartsýnum forsendum, það er mikið áhyggjuefni. Við sjáum að þjóðhagsspá, gerir ráð fyrir því að gengi krónunnar haldist óbreytt næstu fimm árin. Í hvaða heimi er það að fara að gerast? Aldrei. Verðbólgan á ekki að aukast mikið, atvinnuleysi á örlítið að aukast. Hagvöxturinn á að taka tiltölulega fljótt við sér. Við erum að fara að upplifa meiri niðursveiflu en áætlunin byggir á. Hún er fullkomlega óraunsæ og óskhyggja,“ sagði Ágúst Ólafur sem var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag ásamt formanni fjárlaganefndar, Willum Þór Þórssyni.Ágúst hafði gagnrýnt þær breytingar á fjármálaáætlun sem fyrst var lögð fram fyrir tveimur mánuðum síðan og þá einna helst þær lækkanir til málefnaflokka sem koma fram milli áætlana. Formaður fjárlaganefndar, Willum Þór Þórsson, sagði þó málflutning Ágústs Ólafs vera bæði raka- og ábyrgðarlausan.Willum sagði Ágúst með orðum sínum gera lítið úr spá hagstofunnar. „Ágúst Ólafur er bara að lýsa yfir hér að spá Hagstofunnar sé óraunsæ og gerir bara lítið úr henni. Það er sú spá sem við byggjum á og það er óþarfi að skjóta sendiboðann,“ sagði Willum. Willum sem gegnt hefur stöðu formanns Fjárlaganefndar frá 2017 sagði að ríkisstjórnin herti nú róðurinn í öllum málaflokkum. „Ég tek undir athugasemdir fjármálaráðs um að við höfum verið að binda okkur við stefnu og því má lítið út af bregða. Við erum að reka okkur á það í niðursveiflu, það er ekkert mál í uppsveiflu, þá er hægt að auka útgjöld hingað og þangað en núna reynir á. Við herðum enn róðurinn í umbótaverkefnum í endurmati útgjalda á öllum málefnasviðum í öllum málefnaflokkum og þar mun reyna á ríkisstjórn og ráðherra yfir sínum málefnasviðum,“ sagði Willum og bætti við. „Það er mjög mikilvægt að fjárlaganefnd og þingið fylgi því fast á eftir því við verðum að fara vel með peningana sem okkur er falin ábyrgð á,“ sagði Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. Alþingi Efnahagsmál Sprengisandur Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. „Þessi fjármálaáætlun er byggð á mjög bjartsýnum forsendum, það er mikið áhyggjuefni. Við sjáum að þjóðhagsspá, gerir ráð fyrir því að gengi krónunnar haldist óbreytt næstu fimm árin. Í hvaða heimi er það að fara að gerast? Aldrei. Verðbólgan á ekki að aukast mikið, atvinnuleysi á örlítið að aukast. Hagvöxturinn á að taka tiltölulega fljótt við sér. Við erum að fara að upplifa meiri niðursveiflu en áætlunin byggir á. Hún er fullkomlega óraunsæ og óskhyggja,“ sagði Ágúst Ólafur sem var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag ásamt formanni fjárlaganefndar, Willum Þór Þórssyni.Ágúst hafði gagnrýnt þær breytingar á fjármálaáætlun sem fyrst var lögð fram fyrir tveimur mánuðum síðan og þá einna helst þær lækkanir til málefnaflokka sem koma fram milli áætlana. Formaður fjárlaganefndar, Willum Þór Þórsson, sagði þó málflutning Ágústs Ólafs vera bæði raka- og ábyrgðarlausan.Willum sagði Ágúst með orðum sínum gera lítið úr spá hagstofunnar. „Ágúst Ólafur er bara að lýsa yfir hér að spá Hagstofunnar sé óraunsæ og gerir bara lítið úr henni. Það er sú spá sem við byggjum á og það er óþarfi að skjóta sendiboðann,“ sagði Willum. Willum sem gegnt hefur stöðu formanns Fjárlaganefndar frá 2017 sagði að ríkisstjórnin herti nú róðurinn í öllum málaflokkum. „Ég tek undir athugasemdir fjármálaráðs um að við höfum verið að binda okkur við stefnu og því má lítið út af bregða. Við erum að reka okkur á það í niðursveiflu, það er ekkert mál í uppsveiflu, þá er hægt að auka útgjöld hingað og þangað en núna reynir á. Við herðum enn róðurinn í umbótaverkefnum í endurmati útgjalda á öllum málefnasviðum í öllum málefnaflokkum og þar mun reyna á ríkisstjórn og ráðherra yfir sínum málefnasviðum,“ sagði Willum og bætti við. „Það er mjög mikilvægt að fjárlaganefnd og þingið fylgi því fast á eftir því við verðum að fara vel með peningana sem okkur er falin ábyrgð á,“ sagði Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar.
Alþingi Efnahagsmál Sprengisandur Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira