Hlébarði drap tveggja ára dreng í Suður-Afríku Birgir Olgeirsson skrifar 6. júní 2019 12:57 Hlébarðanum tókst að komast inn fyrir afgirt svæði þar sem hann náði til drengsins sem var sonur starfsmanns þjóðgarðsins. Vísir/Getty Hlébarði drap tveggja ára dreng í Kruger-þjóðgarðinum í Suður-Afríku í gær. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að hlébarðanum hafi tekist að komast inn fyrir afgirt svæði þar sem hann náði til drengsins sem var sonur starfsmanns þjóðgarðsins. Fjölskylda drengsins hraðaði honum á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn. Forsvarsmenn þjóðgarðsins sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðu árásir hlébarða sjaldgæfar en þjóðgarðsverðir felldu hlébarðann til að afstýra frekari hættu. Ike Phaahla, talsmaður þjóðgarðsins, sagði að aðdragandi dauða drengsins væri ekki á hreinu. Hann sagði að dýrin væru venjulega hrædd við mannfólk og færu alla jafna ekki nálægt þeim. „Í þjóðgörðum eiga rándýr það til að nálgast ferðamenn og starfsmenn sem gerir það að verkum að tegundir á borð við hlébarða venjast nærveru mannfólks og verða þar með ekki lengur hrædd,“ sagði Phaahla. Þeir sem heimsækja þjóðgarðinn þurfa að fylgja ströngum reglum til að halda fjarlægð frá dýrunum. Þar á meðal þarf að tryggja að öllum hliðum sé læst eftir að farið er í gegnum þau og ferðast ávallt í hópum. Phaahla segir að hlébarði þurfi að vera mjög hugrakkur til að ráðast á fullorðna manneskju en gæti hugsað sér gott til glóðarinnar þegar hann sér lítið barn. Sá sem er yfir öllum þjóðgörðum Suður-Afríku, Fundisile Mketeni, sagði hug sinn hjá fjölskyldu barnsins. „Þetta er áhættan sem við lifum við á hverjum degi á sama tíma og við reynum að viðhalda tegundum öllum til hagsbóta,“ sagði Mketeni. Dýr Suður-Afríka Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Sjá meira
Hlébarði drap tveggja ára dreng í Kruger-þjóðgarðinum í Suður-Afríku í gær. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að hlébarðanum hafi tekist að komast inn fyrir afgirt svæði þar sem hann náði til drengsins sem var sonur starfsmanns þjóðgarðsins. Fjölskylda drengsins hraðaði honum á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn. Forsvarsmenn þjóðgarðsins sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðu árásir hlébarða sjaldgæfar en þjóðgarðsverðir felldu hlébarðann til að afstýra frekari hættu. Ike Phaahla, talsmaður þjóðgarðsins, sagði að aðdragandi dauða drengsins væri ekki á hreinu. Hann sagði að dýrin væru venjulega hrædd við mannfólk og færu alla jafna ekki nálægt þeim. „Í þjóðgörðum eiga rándýr það til að nálgast ferðamenn og starfsmenn sem gerir það að verkum að tegundir á borð við hlébarða venjast nærveru mannfólks og verða þar með ekki lengur hrædd,“ sagði Phaahla. Þeir sem heimsækja þjóðgarðinn þurfa að fylgja ströngum reglum til að halda fjarlægð frá dýrunum. Þar á meðal þarf að tryggja að öllum hliðum sé læst eftir að farið er í gegnum þau og ferðast ávallt í hópum. Phaahla segir að hlébarði þurfi að vera mjög hugrakkur til að ráðast á fullorðna manneskju en gæti hugsað sér gott til glóðarinnar þegar hann sér lítið barn. Sá sem er yfir öllum þjóðgörðum Suður-Afríku, Fundisile Mketeni, sagði hug sinn hjá fjölskyldu barnsins. „Þetta er áhættan sem við lifum við á hverjum degi á sama tíma og við reynum að viðhalda tegundum öllum til hagsbóta,“ sagði Mketeni.
Dýr Suður-Afríka Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Sjá meira