Fótbolti

Kolbeinn: Þakklátur fyrir stuðning þjálfaranna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kolbeinn á Laugardalsvelli í morgun.
Kolbeinn á Laugardalsvelli í morgun.
Kolbeinn Sigþórsson er mættur aftur til móts við landsliðið en hann er valinn þó svo hann sé ekki að spila mikið fyrir sitt lið, AIK.

„Standið er bara gott. Ég hef verið með AIK í 2-3 mánuði og hefur gengið þokkalega vel fyrir utan bakslagið fyrir þremur vikum síðan er ég tognaði aftan í læri. Ég hef náð mér af þeim meiðslum,“ sagði Kolbeinn í Laugardalnum í morgun en hann spilaði 20 mínútur fyrir AIK um síðustu helgi.

„Ég komst vel undan því og ekkert sem ég fann fyrir.“

Valið á Kolbeini í landsliðið er nokkuð umdeilt og margir ósammála því að það eigi að velja mann sem lítið spilar. Þjálfarinn sagðist vera að taka áhættu með því að velja Kolbein en var hann hissa á því að vera valinn?

„Já og nei. Þjálfararnir hafa sýnt mér mikinn stuðning og vilja fá mig í hópinn. Vonandi get ég sýnt að ég hafi gæði til þess að hjálpa liðinu. Ég er þakklátur fyrir þennan stuðning sem ég hef fengið,“ segir Kolbeinn en hvað myndi hann treysta sér í að spila mikið gegn Albaníu um næstu helgi?

„Ég myndi kannski treysta mér í hálfleik eins og staðan er núna. Ég átti að byrja leik hjá AIK fyrir þrem vikum síðan en svo meiddist ég. Ég verð að fara rétta leið í þessu og þetta er raunhæft eins og staðan er.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×