Hellti sér yfir „hamfaraborgarstjórann“ eftir morðhrinuna í London Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júní 2019 23:15 Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki hrifinn af Sadiq Khan, borgarstjóra London. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti líkti Shadiq Khan borgarstjóra London við hamfarir í færslu á Twitter í ljósi þriggja morða sem framin voru í borginni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsetinn hellir sér yfir borgarstjórann en þeir hafa lengi eldað grátt silfur saman.Sjá einnig: Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni „LONDON þarf nýjan borgarstjóra eins fljótt og auðið er. Khan er stórslys – mun aðeins versna!“ skrifaði Trump á Twitter í kvöld. Forsetinn vísaði þar í fréttaflutning af árásunum í London en tveir unglingar, einn átján ára og annar nítján ára, voru myrtir með nokkurra mínútna milli bili í borginni í gær. Þriðji maðurinn var svo stunginn til bana síðdegis í dag.LONDON needs a new mayor ASAP. Khan is a disaster - will only get worse! https://t.co/n7qKI3BbD2— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 15, 2019 Þá vakti athygli að Trump birti með færslu sinni hlekk á færslu hinnar umdeildu fjölmiðlakonu Katie Hopkins. Hopkins þessi er þekkt fyrir andúð sína á innflytjendum og var til að mynda vikið úr starfi hjá breskri útvarpsstöð árið 2017 fyrir að hvetja til helfarar í Bretlandi í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í Manchester sama ár. Í frétt Sky-fréttastofunnar er haft eftir talsmanni Khan að borgarstjóranum þyki málflutningur Trumps ekki svara verður. Khan kjósi heldur að einbeita sér að uppbyggingu samfélagsins í London. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hellir sér yfir borgarstjórann. Forsetinn kallaði Khan „ískaldan aula“ á Twitter við upphaf opinberrar heimsóknar sinnar til Bretlands í byrjun júní. Trump sendi tístin frá sér þegar flugvél hans var við það að lenda á Stansted-flugvelli. Þá líkti Khan forsetanum við fasista 20. aldar í grein sem birtist í tímaritinu Observer í tilefni af áðurnefndri heimsókn Trumps til Bretlands. Bandaríkin Bretland Donald Trump England Tengdar fréttir Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. 4. júní 2019 07:15 Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni Trump tísti tvisvar um Sadiq Khan, borgarstjóra London, rétt áður en forsetaflugvélin lenti á Bretlandi í morgun. 3. júní 2019 08:59 Borgarstjóri London líkir Trump við fasista 20. aldarinnar Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, segir í grein sinni sem birtist í tímaritinu Observer í dag að orðræða Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sé sú sama og fasistar 20. aldarinnar notuðu á þeim tíma. Grein borgarstjórans er rituð í tilefni af opinberri heimsókn Trump til Bretlands sem hefst á mánudag. 1. júní 2019 23:05 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti líkti Shadiq Khan borgarstjóra London við hamfarir í færslu á Twitter í ljósi þriggja morða sem framin voru í borginni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsetinn hellir sér yfir borgarstjórann en þeir hafa lengi eldað grátt silfur saman.Sjá einnig: Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni „LONDON þarf nýjan borgarstjóra eins fljótt og auðið er. Khan er stórslys – mun aðeins versna!“ skrifaði Trump á Twitter í kvöld. Forsetinn vísaði þar í fréttaflutning af árásunum í London en tveir unglingar, einn átján ára og annar nítján ára, voru myrtir með nokkurra mínútna milli bili í borginni í gær. Þriðji maðurinn var svo stunginn til bana síðdegis í dag.LONDON needs a new mayor ASAP. Khan is a disaster - will only get worse! https://t.co/n7qKI3BbD2— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 15, 2019 Þá vakti athygli að Trump birti með færslu sinni hlekk á færslu hinnar umdeildu fjölmiðlakonu Katie Hopkins. Hopkins þessi er þekkt fyrir andúð sína á innflytjendum og var til að mynda vikið úr starfi hjá breskri útvarpsstöð árið 2017 fyrir að hvetja til helfarar í Bretlandi í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í Manchester sama ár. Í frétt Sky-fréttastofunnar er haft eftir talsmanni Khan að borgarstjóranum þyki málflutningur Trumps ekki svara verður. Khan kjósi heldur að einbeita sér að uppbyggingu samfélagsins í London. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hellir sér yfir borgarstjórann. Forsetinn kallaði Khan „ískaldan aula“ á Twitter við upphaf opinberrar heimsóknar sinnar til Bretlands í byrjun júní. Trump sendi tístin frá sér þegar flugvél hans var við það að lenda á Stansted-flugvelli. Þá líkti Khan forsetanum við fasista 20. aldar í grein sem birtist í tímaritinu Observer í tilefni af áðurnefndri heimsókn Trumps til Bretlands.
Bandaríkin Bretland Donald Trump England Tengdar fréttir Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. 4. júní 2019 07:15 Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni Trump tísti tvisvar um Sadiq Khan, borgarstjóra London, rétt áður en forsetaflugvélin lenti á Bretlandi í morgun. 3. júní 2019 08:59 Borgarstjóri London líkir Trump við fasista 20. aldarinnar Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, segir í grein sinni sem birtist í tímaritinu Observer í dag að orðræða Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sé sú sama og fasistar 20. aldarinnar notuðu á þeim tíma. Grein borgarstjórans er rituð í tilefni af opinberri heimsókn Trump til Bretlands sem hefst á mánudag. 1. júní 2019 23:05 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. 4. júní 2019 07:15
Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni Trump tísti tvisvar um Sadiq Khan, borgarstjóra London, rétt áður en forsetaflugvélin lenti á Bretlandi í morgun. 3. júní 2019 08:59
Borgarstjóri London líkir Trump við fasista 20. aldarinnar Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, segir í grein sinni sem birtist í tímaritinu Observer í dag að orðræða Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sé sú sama og fasistar 20. aldarinnar notuðu á þeim tíma. Grein borgarstjórans er rituð í tilefni af opinberri heimsókn Trump til Bretlands sem hefst á mánudag. 1. júní 2019 23:05