Björn Leví bíður svars við fjölda fyrirspurna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. júní 2019 06:45 Fjöldi þingmanna bíður enn svara við fyrirspurnum nú þegar þingi fer að ljúka. Fréttablaðið/Anton Brink Á annað hundrað fyrirspurnum alþingismanna til ráðherra er enn ósvarað nú þegar þingið er á lokametrunum. Fyrirspurnum sem beint er til ráðherra með beiðni um skriflegt svar ber að svara innan tíu virkra daga. Margar fyrirspurnanna sem enn er ósvarað eru frá fyrstu vikum ársins og nokkrar frá því fyrir áramót. Fyrirspurnir sem ekki hefur verið svarað falla niður við þinglok og þingmenn þurfa að leggja þær aftur fram í upphafi nýs þings vilji þeir enn fá svör við spurningum sínum. Fyrirspurnaþunginn er mjög mismikill eftir ráðuneytum. Fjármála- og efnahagsráðherra á flestum fyrirspurnum enn ósvarað, alls 29. Sú elsta er frá því í september á síðasta ári frá Óla Birni Kárasyni um breytingar á sköttum og gjöldum. Tuttugu fyrirspurnir bíða menntamálaráðherra. Tvær eru frá því í fyrra. Sú eldri einnig frá Óla Birni Kárasyni um ríkisútvarpið og þjónustusamninga. Hún var lögð fram í september. Hjá dómsmálaráðherra bíða 19 fyrirspurnir svara. Þær elstu frá því í mars. Meðal þeirra er fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar um kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs og fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur um kostnað vegna skipunar dómara við Landsrétt. Fjórtán fyrirspurnir liggja ósvaraðar hjá heilbrigðisráðherra. Þar eru hins vegar ekki eins gamlar syndir og víða annars staðar. Elstu fyrirspurnirnar eru dagsettar í apríl. Elstu fyrirspurnirnar sem bíða á borði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eru frá því í mars á þessu ári. Þær eru frá Ingu Sæland og varða allar fiskeldi; um rekstrarleyfi, sjókvíaeldi og laxalús. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Píratar Stjórnsýsla Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos á höfuðborgarsvæðinu með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Sjá meira
Á annað hundrað fyrirspurnum alþingismanna til ráðherra er enn ósvarað nú þegar þingið er á lokametrunum. Fyrirspurnum sem beint er til ráðherra með beiðni um skriflegt svar ber að svara innan tíu virkra daga. Margar fyrirspurnanna sem enn er ósvarað eru frá fyrstu vikum ársins og nokkrar frá því fyrir áramót. Fyrirspurnir sem ekki hefur verið svarað falla niður við þinglok og þingmenn þurfa að leggja þær aftur fram í upphafi nýs þings vilji þeir enn fá svör við spurningum sínum. Fyrirspurnaþunginn er mjög mismikill eftir ráðuneytum. Fjármála- og efnahagsráðherra á flestum fyrirspurnum enn ósvarað, alls 29. Sú elsta er frá því í september á síðasta ári frá Óla Birni Kárasyni um breytingar á sköttum og gjöldum. Tuttugu fyrirspurnir bíða menntamálaráðherra. Tvær eru frá því í fyrra. Sú eldri einnig frá Óla Birni Kárasyni um ríkisútvarpið og þjónustusamninga. Hún var lögð fram í september. Hjá dómsmálaráðherra bíða 19 fyrirspurnir svara. Þær elstu frá því í mars. Meðal þeirra er fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar um kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs og fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur um kostnað vegna skipunar dómara við Landsrétt. Fjórtán fyrirspurnir liggja ósvaraðar hjá heilbrigðisráðherra. Þar eru hins vegar ekki eins gamlar syndir og víða annars staðar. Elstu fyrirspurnirnar eru dagsettar í apríl. Elstu fyrirspurnirnar sem bíða á borði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eru frá því í mars á þessu ári. Þær eru frá Ingu Sæland og varða allar fiskeldi; um rekstrarleyfi, sjókvíaeldi og laxalús.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Píratar Stjórnsýsla Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos á höfuðborgarsvæðinu með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Sjá meira