Aðdáandi Hitlers bað dómara um miskunn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2019 19:23 Styttan af Robert E Lee ásamt plaggötum sem krefjast þess að garðurinn Lee Park verði endurnefndur Heyer Park til minningar um konuna sem dó þegar keyrt var inn í þvögu mótmælenda. getty/Samuel Corum Maður sem ók bíl sínum inn í hóp mótmælenda, sem mótmæltu fjöldafundi hvítra þjóðernissinna, í Charlottesville í Virginíu fyrir tveimur árum og drap einn einstakling ásamt því að særa fleiri, hefur beðið dómara að sýna sér miskunn og gefa sér styttri fangelsisvist en lífstíðardóm. Lögmenn mannsins, sem heitir James Alex Fields yngri, sögðu í dómsskjali á föstudag að ákærði ætti ekki að verja restinni af lífi sínu í fangelsi vegna aldurs, erfiðrar æsku og andlegra veikinda. Fields er 22 ára gamall og hefur lýst því yfir að hann telji hvíta kynstofninn gædda yfirburðum yfir öðrum kynþáttum. Fields játaði sekt sína, en hann var ákærður fyrir hatursglæpi, í mars og á að dæma hann þann 28. júní næstkomandi. „Ekkert magn refsinga sem James þarf að sæta mun bæta upp fyrir þann skaða sem hann olli tugum saklausra einstaklinga. En þessi dómur ætti að komast að því að málagjöld hafa sín takmörk,“ skrifaði lögmaður hans. Saksóknarar svöruðu þessu og sögðu að yfirlýsti gyðingahatarinn og aðdáandi Adolfs Hitler hafi ekki sýnt neina iðrun síðan hann keyrði inn í þvöguna þann 12. ágúst 2017, sem varð aðgerðasinnanum Heather Heyer að bana og særði fleiri. Saksóknarar segja að Fields eigi lífstíðardóm skilið og bættu við að það myndi koma í veg fyrir að fleiri myndu fremja „innanríkis hryðjuverk lík þessum.“ Mál Fields hefur valdið spennu í málefnum kynþáttamismununar í Bandaríkjunum. Hann játaði sök sína í mars og játaði einnig að hann hafi af ásettu ráði keyrt bílinn inn í hóp mótmælenda.Mynd af Hitler á náttborðinu Komist var að samkomulagi um það að ekki yrði sóst eftir dauðarefsingu ef hann játaði glæpi sína. Ákæruliðirnir sem hann játaði sök í kalla eftir lífstíðarfangelsi í viðmiðunarreglum alríkisins. Fields var sakfelldur í desember í Virginíu fyrir morð og fleiri ákæruliði. Nú er verið að taka fyrir dómsmál á alríkisstigi og á dómurinn í því máli að falla síðar í vikunni. Fjöldafundurinn 2017 dró hvíta þjóðernissinna til Charlottesville og var þar mótmælt fyrirhugaðri fjarlægingu á styttu af Robert E Lee, herforingja í Suðurríkjasambandinu. Hundruð mótmælenda mætti á mótmælin gegn hvítu þjóðernissinnunum. Í dómsskjalinu sem fram kom á föstudag lagði lögmaður Fields áherslu á erfiða barnæsku hans og geðræn vandamál en mörg smáatriði voru fjarlægð úr skjölunum. Fields var alinn upp af einstæðri móður sem var lömuð fyrir neðan mitti og varð fyrir áfalli þegar hann komst að því að afi hans, sem var gyðingur, hafði myrt ömmu hans áður en hann tók sitt eigið líf, skrifaði lögmaðurinn. Saksóknararnir lögðu áherslu á áralanga sögu hans af skjalfestum kynþáttafordómum og framkomu sem einkenndist af gyðingahatri, sem þeir segja meðal annars sjást í því að hann geymdi mynd af Hitler á náttborði sínu. Þeir sögðu einnig að upptaka úr fangelsissíma varpi ljósi á það að hann hafi talað um móður Heyer af mikilli andúð og hafi hann látið svoleiðis ummæli falla allt þar til í síðasta mánuði. Saksóknarar segja einnig að þótt Fields hafi átt við geðræn vandamál að stríða afsaki það ekki framkomu hans á nokkurn hátt og eigi það ekki að hafa áhrif á dóm hans. „Dæmi um geðræn vandamál ákærða trompa ekki iðrunarleysi hans né fyrri dæmi um kynþáttafordóma,“ skrifuðu þeir. Bandaríkin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Maður sem ók bíl sínum inn í hóp mótmælenda, sem mótmæltu fjöldafundi hvítra þjóðernissinna, í Charlottesville í Virginíu fyrir tveimur árum og drap einn einstakling ásamt því að særa fleiri, hefur beðið dómara að sýna sér miskunn og gefa sér styttri fangelsisvist en lífstíðardóm. Lögmenn mannsins, sem heitir James Alex Fields yngri, sögðu í dómsskjali á föstudag að ákærði ætti ekki að verja restinni af lífi sínu í fangelsi vegna aldurs, erfiðrar æsku og andlegra veikinda. Fields er 22 ára gamall og hefur lýst því yfir að hann telji hvíta kynstofninn gædda yfirburðum yfir öðrum kynþáttum. Fields játaði sekt sína, en hann var ákærður fyrir hatursglæpi, í mars og á að dæma hann þann 28. júní næstkomandi. „Ekkert magn refsinga sem James þarf að sæta mun bæta upp fyrir þann skaða sem hann olli tugum saklausra einstaklinga. En þessi dómur ætti að komast að því að málagjöld hafa sín takmörk,“ skrifaði lögmaður hans. Saksóknarar svöruðu þessu og sögðu að yfirlýsti gyðingahatarinn og aðdáandi Adolfs Hitler hafi ekki sýnt neina iðrun síðan hann keyrði inn í þvöguna þann 12. ágúst 2017, sem varð aðgerðasinnanum Heather Heyer að bana og særði fleiri. Saksóknarar segja að Fields eigi lífstíðardóm skilið og bættu við að það myndi koma í veg fyrir að fleiri myndu fremja „innanríkis hryðjuverk lík þessum.“ Mál Fields hefur valdið spennu í málefnum kynþáttamismununar í Bandaríkjunum. Hann játaði sök sína í mars og játaði einnig að hann hafi af ásettu ráði keyrt bílinn inn í hóp mótmælenda.Mynd af Hitler á náttborðinu Komist var að samkomulagi um það að ekki yrði sóst eftir dauðarefsingu ef hann játaði glæpi sína. Ákæruliðirnir sem hann játaði sök í kalla eftir lífstíðarfangelsi í viðmiðunarreglum alríkisins. Fields var sakfelldur í desember í Virginíu fyrir morð og fleiri ákæruliði. Nú er verið að taka fyrir dómsmál á alríkisstigi og á dómurinn í því máli að falla síðar í vikunni. Fjöldafundurinn 2017 dró hvíta þjóðernissinna til Charlottesville og var þar mótmælt fyrirhugaðri fjarlægingu á styttu af Robert E Lee, herforingja í Suðurríkjasambandinu. Hundruð mótmælenda mætti á mótmælin gegn hvítu þjóðernissinnunum. Í dómsskjalinu sem fram kom á föstudag lagði lögmaður Fields áherslu á erfiða barnæsku hans og geðræn vandamál en mörg smáatriði voru fjarlægð úr skjölunum. Fields var alinn upp af einstæðri móður sem var lömuð fyrir neðan mitti og varð fyrir áfalli þegar hann komst að því að afi hans, sem var gyðingur, hafði myrt ömmu hans áður en hann tók sitt eigið líf, skrifaði lögmaðurinn. Saksóknararnir lögðu áherslu á áralanga sögu hans af skjalfestum kynþáttafordómum og framkomu sem einkenndist af gyðingahatri, sem þeir segja meðal annars sjást í því að hann geymdi mynd af Hitler á náttborði sínu. Þeir sögðu einnig að upptaka úr fangelsissíma varpi ljósi á það að hann hafi talað um móður Heyer af mikilli andúð og hafi hann látið svoleiðis ummæli falla allt þar til í síðasta mánuði. Saksóknarar segja einnig að þótt Fields hafi átt við geðræn vandamál að stríða afsaki það ekki framkomu hans á nokkurn hátt og eigi það ekki að hafa áhrif á dóm hans. „Dæmi um geðræn vandamál ákærða trompa ekki iðrunarleysi hans né fyrri dæmi um kynþáttafordóma,“ skrifuðu þeir.
Bandaríkin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira