Nágranninn sem hringdi á lögregluna stígur fram og segir sína hlið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2019 09:01 Johnson verður líklega næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. Vísir/EPA Maðurinn sem hringdi í lögregluna vegna rifrildis Boris Johnson og Carrie Symsonds, sambýliskonu hans, hefur stigið fram í viðtali við Guardian til þess að segja sína hlið á málinu. Hann hefur mátt þola áreiti vegna málsins en hann segist aðeins hafa hringt á lögregluna vegna þess að hann óttaðist um velferð nágranna sinna.Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins, snemma morguns á föstudaginn. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. Nágranninn sagðist hafa heyrt öskur og læti og hafði breska blaðið Guardian eftir honum að Symonds hefði á einum tímapunki sagt Johnson að fara af sér og að hann ætti að fara úr íbúðinnni. Málið hefur vakið talsverða athygli í Bretlandi, ekki síst fyrir þær sakir að miklar líkur eru á því að Johnson verði næsti forsætisráðherra Bretlands, beri hann sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Lögregla sem svaraði útkallinu mætti á heimili Johnson og Symonds en yfirgaf vettvang eftir að hafa rætt við Symonds og Johnson.Í fyrstu frétt Guardian af málinu segir að nágranninn hafi tekið upp rifrildi Johnson og Symonds, samkvæmt blaðinu má meðal annars heyra í Symonds öskra „farðu úr fjandans fartölvunni minni“. Þá segist nágranninn hafa heyrt diska brotna og talsverð öskur. Nágrannninn hefur nú stigið fram og segir hann nauðsynlegt að hann fái að skýra sína hlið af málinu, þar sem hann hafi mátt þola talsverða gagnrýni og áreiti fyrir að hafa hringt í lögregluna.Guardian birtir yfirlýsingu nágrannanns sem heitir Tom Penn. Hann segir að hann hafi aðeins hringt á lögregluna þar sem það hafi verið síðasta úrræði hans en hann hafi haft talsverðar áhyggjur af velferð nágranna sinna tveggja vegna rifrildis þeirra. „Eftir að hávært öskur og bank, og þögn í kjölfarið, hljóp ég upp og ég og konan mín sammældumst um það að ég myndi athuga hvað væri í gangi. Ég bankaði þrisvar hjá þeim en fékk ekkert svar. Ég fór aftur heim og við ákváðum að hringja í lögregluna,“ segir Penn. Hann segir að lögregla hafi brugðist skjótt við og að í ljós hafi komið að allt væri með felldu. „Það eina sem ég hugsaði um var velferð nágranna minna. Ég vona að að allir myndu gera það sama og ég gerði,“ skrifar Penn. Þá segist hana hafa látið Guardian í té upplýsingar um málið það sem það hafi að hans mati varðað almannahagsmuni, enda Johnson að sækjast eftir því að verða forsætisráðherra. Hann segir pólítískar skoðanir sínar hafa ekkert með málið að gera, hann hafi kosið með því að Bretland væri áfram meðlimur í ESB, en það væri hans eina þátttaka í stjórnmálum. Johnson hefur ekki enn tjáð sig um málið en hann neitaði að svara spurningum um það á opnum fundi í Birmingham í gær. Bretland England Tengdar fréttir Johnson og Hunt einir eftir í baráttunni um leiðtogasætið Johnson og Hunt munu nú berjast um hylli allra 160 þúsund meðlima Íhaldsflokksins. 20. júní 2019 18:09 Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. 22. júní 2019 08:29 Baulað á fundarstjóra sem spurði Boris út í atvikið á heimili hans Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins, var ragur við að svara spurningum um meintar erjur á heimili hans, þegar hann sat fyrir svörum á opnum fundi flokksins í Birmingham í dag. 22. júní 2019 23:12 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Maðurinn sem hringdi í lögregluna vegna rifrildis Boris Johnson og Carrie Symsonds, sambýliskonu hans, hefur stigið fram í viðtali við Guardian til þess að segja sína hlið á málinu. Hann hefur mátt þola áreiti vegna málsins en hann segist aðeins hafa hringt á lögregluna vegna þess að hann óttaðist um velferð nágranna sinna.Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins, snemma morguns á föstudaginn. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. Nágranninn sagðist hafa heyrt öskur og læti og hafði breska blaðið Guardian eftir honum að Symonds hefði á einum tímapunki sagt Johnson að fara af sér og að hann ætti að fara úr íbúðinnni. Málið hefur vakið talsverða athygli í Bretlandi, ekki síst fyrir þær sakir að miklar líkur eru á því að Johnson verði næsti forsætisráðherra Bretlands, beri hann sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Lögregla sem svaraði útkallinu mætti á heimili Johnson og Symonds en yfirgaf vettvang eftir að hafa rætt við Symonds og Johnson.Í fyrstu frétt Guardian af málinu segir að nágranninn hafi tekið upp rifrildi Johnson og Symonds, samkvæmt blaðinu má meðal annars heyra í Symonds öskra „farðu úr fjandans fartölvunni minni“. Þá segist nágranninn hafa heyrt diska brotna og talsverð öskur. Nágrannninn hefur nú stigið fram og segir hann nauðsynlegt að hann fái að skýra sína hlið af málinu, þar sem hann hafi mátt þola talsverða gagnrýni og áreiti fyrir að hafa hringt í lögregluna.Guardian birtir yfirlýsingu nágrannanns sem heitir Tom Penn. Hann segir að hann hafi aðeins hringt á lögregluna þar sem það hafi verið síðasta úrræði hans en hann hafi haft talsverðar áhyggjur af velferð nágranna sinna tveggja vegna rifrildis þeirra. „Eftir að hávært öskur og bank, og þögn í kjölfarið, hljóp ég upp og ég og konan mín sammældumst um það að ég myndi athuga hvað væri í gangi. Ég bankaði þrisvar hjá þeim en fékk ekkert svar. Ég fór aftur heim og við ákváðum að hringja í lögregluna,“ segir Penn. Hann segir að lögregla hafi brugðist skjótt við og að í ljós hafi komið að allt væri með felldu. „Það eina sem ég hugsaði um var velferð nágranna minna. Ég vona að að allir myndu gera það sama og ég gerði,“ skrifar Penn. Þá segist hana hafa látið Guardian í té upplýsingar um málið það sem það hafi að hans mati varðað almannahagsmuni, enda Johnson að sækjast eftir því að verða forsætisráðherra. Hann segir pólítískar skoðanir sínar hafa ekkert með málið að gera, hann hafi kosið með því að Bretland væri áfram meðlimur í ESB, en það væri hans eina þátttaka í stjórnmálum. Johnson hefur ekki enn tjáð sig um málið en hann neitaði að svara spurningum um það á opnum fundi í Birmingham í gær.
Bretland England Tengdar fréttir Johnson og Hunt einir eftir í baráttunni um leiðtogasætið Johnson og Hunt munu nú berjast um hylli allra 160 þúsund meðlima Íhaldsflokksins. 20. júní 2019 18:09 Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. 22. júní 2019 08:29 Baulað á fundarstjóra sem spurði Boris út í atvikið á heimili hans Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins, var ragur við að svara spurningum um meintar erjur á heimili hans, þegar hann sat fyrir svörum á opnum fundi flokksins í Birmingham í dag. 22. júní 2019 23:12 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Johnson og Hunt einir eftir í baráttunni um leiðtogasætið Johnson og Hunt munu nú berjast um hylli allra 160 þúsund meðlima Íhaldsflokksins. 20. júní 2019 18:09
Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. 22. júní 2019 08:29
Baulað á fundarstjóra sem spurði Boris út í atvikið á heimili hans Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins, var ragur við að svara spurningum um meintar erjur á heimili hans, þegar hann sat fyrir svörum á opnum fundi flokksins í Birmingham í dag. 22. júní 2019 23:12