Býður fimm milljóna króna verðlaunafé fyrir Lucci Benedikt Bóas skrifar 10. júlí 2019 10:30 Daniel Sturridge og Lucci. Mynd/Instagram/danielsturridge Daniel Sturridge, fyrrverandi leikmaður Liverpool, er tilbúinn að gera hvað sem er til að fá hundinn sinn, Lucci, aftur. Brotist var inn í sumarhús Sturridge í Los Angeles þar sem kappinn er í fríi og ýmsu stolið, þar á meðal hinum krúttlega Lucci sem er af Pomeranian-kyni.Soccer star Daniel Sturridge pleads for return of his beloved dog Lucci, who apparently was stolen from his home in the Hollywood Hills. https://t.co/AmT0aNdqTypic.twitter.com/KOkzEXvjFo — ABC News (@ABC) July 10, 2019Sturridge birti myndband af sjálfum sér í húsinu þar sem sést brotin glerhurð og er augljóst að framherjinn er í miklu uppnámi. „Ég borga hvað sem er fyrir að fá hann aftur. Hver gerir svona? Brýst inn í hús og stelur hundi. Mér er fúlasta alvara. Ég geri hvað sem er til að fá hundinn minn aftur,“ segir hann meðal annars. Lucci er að sjálfsögðu með sinn eigin Insta gram-reikning sem nokkur þúsund manns fylgja, enda einn krúttlegasti hundur í eigu knattspyrnumanns. Þar sjást þeir félagar á ferð og flugi um allan heim og einnig þar sem hann brosir í myndavélina. Sturridge birti svo annað myndband þar sem hann lofar 30 þúsund pundum, um fimm milljónum króna, í verðlaunafé fyrir hundinn. Hann segist í kjölfarið ætla að selja sumarhúsið sitt.Find Lucci! "Like I said before, I will pay anything. It's not about the money, I just want my dog." Daniel Sturridge makes emotional plea for missing dog: https://t.co/o0xjxi5BZZpic.twitter.com/xazAFAvsdt — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 9, 2019Lögreglunni í Los Angeles barst tilkynningin um hálf tvö um nóttina en Sturridge og félagar hans höfðu farið út um kvöldið að skemmta sér. Þegar hann kom til baka var allt á tjá og tundri í sumarhúsinu hans, töskur horfnar af efri hæðinni og hundurinn sömuleiðis. Lögreglan segir að þrír menn séu grunaðir um innbrotið en samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs í gær sjást mennirnir á vappi fyrir utan húsið hans Sturridge á sama tíma og innbrotið átti sér stað. Þjófarnir snertu ekki á úrasafni Sturridge sem er metið á yfir 300 þúsund pund.Daniel Sturridge er nú fyrrverandi leikmaður Liverpool.Getty/Andrew Powell Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður Sjá meira
Daniel Sturridge, fyrrverandi leikmaður Liverpool, er tilbúinn að gera hvað sem er til að fá hundinn sinn, Lucci, aftur. Brotist var inn í sumarhús Sturridge í Los Angeles þar sem kappinn er í fríi og ýmsu stolið, þar á meðal hinum krúttlega Lucci sem er af Pomeranian-kyni.Soccer star Daniel Sturridge pleads for return of his beloved dog Lucci, who apparently was stolen from his home in the Hollywood Hills. https://t.co/AmT0aNdqTypic.twitter.com/KOkzEXvjFo — ABC News (@ABC) July 10, 2019Sturridge birti myndband af sjálfum sér í húsinu þar sem sést brotin glerhurð og er augljóst að framherjinn er í miklu uppnámi. „Ég borga hvað sem er fyrir að fá hann aftur. Hver gerir svona? Brýst inn í hús og stelur hundi. Mér er fúlasta alvara. Ég geri hvað sem er til að fá hundinn minn aftur,“ segir hann meðal annars. Lucci er að sjálfsögðu með sinn eigin Insta gram-reikning sem nokkur þúsund manns fylgja, enda einn krúttlegasti hundur í eigu knattspyrnumanns. Þar sjást þeir félagar á ferð og flugi um allan heim og einnig þar sem hann brosir í myndavélina. Sturridge birti svo annað myndband þar sem hann lofar 30 þúsund pundum, um fimm milljónum króna, í verðlaunafé fyrir hundinn. Hann segist í kjölfarið ætla að selja sumarhúsið sitt.Find Lucci! "Like I said before, I will pay anything. It's not about the money, I just want my dog." Daniel Sturridge makes emotional plea for missing dog: https://t.co/o0xjxi5BZZpic.twitter.com/xazAFAvsdt — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 9, 2019Lögreglunni í Los Angeles barst tilkynningin um hálf tvö um nóttina en Sturridge og félagar hans höfðu farið út um kvöldið að skemmta sér. Þegar hann kom til baka var allt á tjá og tundri í sumarhúsinu hans, töskur horfnar af efri hæðinni og hundurinn sömuleiðis. Lögreglan segir að þrír menn séu grunaðir um innbrotið en samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs í gær sjást mennirnir á vappi fyrir utan húsið hans Sturridge á sama tíma og innbrotið átti sér stað. Þjófarnir snertu ekki á úrasafni Sturridge sem er metið á yfir 300 þúsund pund.Daniel Sturridge er nú fyrrverandi leikmaður Liverpool.Getty/Andrew Powell
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður Sjá meira