Leita leiða til að halda kjarnorkusamningnum við Íran í gildi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2019 22:25 Fulltrúar ríkjanna funda í Vínarborg í dag. AP/Ronald Zak Diplómatar frá Íran og fimm öðrum stórveldum vörðu deginum í dag í að reyna að bjarga kjarnorkusamningi sem hefur verið í hættu vegna spennu á milli Vesturveldanna og Tehran. Spenna hefur farið vaxandi eftir að Bandaríkin drógu sig úr samningnum og lögðu viðskiptaþvinganir á Íran. Fulltrúar Íran, Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Kína, Rússlands og Evrópusambandsins funduðu í Vínarborg til að ræða kjarnorkusamninginn frá árinu 2015 sem hamlar kjarnorkuáætlun Íran. „Andrúmsloftið var uppbyggjandi og umræðurnar voru góðar,“ sagði Seyed Abbas Araghchi, fulltrúi utanríkisráðherra Íran, við fréttamenn eftir fundinn.Fundur utanríkisráðherra á döfinni „Ég get ekki sagt að við höfum leyst allt“ en allir aðilar eru enn „ákveðnir í að bjarga samningnum,“ bætti hann við. Fu Cong, aðalfulltrúi kínversku sendinefndarinnar sagði að þótt það hafi verið nokkur spennuþrungin augnablik á meðan á fundinum stóð hafi „andrúmsloftið í heild sinni verið mjög gott. Vinalegt. Og það var mjög fagmannlegt.“ Báðir sögðu þeir að það væri almennur skilningur að skipuleggja ætti fund utanríkisráðherra þjóðanna fljótlega en einnig að svoleiðis fundur þyrfti að vera vel undirbúinn. Dagsetning hefur ekki verið ákveðin. Yfirvöld Íran eru að beita hina málsaðila þrýstingi til að skrifa undir samninginn í von um að vega upp á móti viðskiptaþvingunum sem Donald Trump setti á ríkið eftir að hann dró Bandaríkin úr samningnum. Nýlega fór Íran fram úr leyfilegu magni úrans birgða miðað við samninginn og sögðu ráðamenn þar að hægt væri að snúa þróuninni við ef hinir málsaðilar veittu fjárhagslega hvatningu. Sérfræðingar hafa varað við því að aukning auðgaðs úrans og magn þess muni minnka þann tíma sem talinn er að Íran þurfi til að auðga nógu mikið úran til að búa til kjarnorkusprengju. Talið er að það gæti tekið tæpt ár. Íran hefur neitað því að vilja búa til kjarnavopn en samningurinn kemur í veg fyrir það. Hingað til hafa hvorki tilkynningar Íran um að það hafi framleitt meira magn auðgaðs úrans sem leyft er í samningnum né tilkynning um að auðgun úrans sem er meira en 3,67% hreint efni upp í 4,5%, verið taldar brot á samningnum sem muni leiða til útgöngu Evrópulandanna. Bæði samningsbrotin voru staðfest af eftirlitsdeild Sameinuðu þjóðanna, International Atomic Energy Agency. Á fundinum sagði Fu að Evrópumennirnir hafi hvatt Íran til að snúa aftur til samningsins heils hugar en Íranar hvöttu Evrópusambandið, Frakkland, Bretland og Þýskaland til að standa við sinn hluta samningsins.Vöruskiptakerfi á milli Evrópu og Íran Fu sagði að allir við samningaborðið hafi gagnrýnt framgöngu Bandaríkjanna harðlega og hafi alhliða viðskiptabönn þeirra ekki fallið vel í kramið, sérstaklega þau sem snerust að ríkjum sem versluðu við Íran. Þá sýndu allir stuðning við að Kína reyndi að halda áfram eðlilegri olíuverslun við Íran. Til viðbótar við verslun við Kína eru yfirvöld í Tehran spennt fyrir því að vöruskiptakerfi verði komið á af evrópskum samningsaðilum sem myndi leyfa álfunni að stunda viðskipti í gegn um vöruskipti við Tehran án þess að brjóta á viðskiptabönnum Bandaríkjanna. Araghchi sagði að evrópska kerfið væri enn ekki nothæft enn en það væri stutt í það. Íran hefur beitt harkalegum aðgerðum gegn olíuflutningaskipum á Persaflóa, þar á meðal hernumið breskt flutningaskip og skotið niður bandarískan dróna. Bandaríkin hafa aukið hernaðarviðveru sína á svæðinu og hafa áhyggjur yfir mögulegum átökum vaxið. Herskip breska sjóhersins kom á Persaflóa í dag til þess að fylgja skipum sem sigla undir breskum fána og eiga leið um Hormússund. Breska varnarmálaráðuneytið sagði að HMS Duncan muni slást í för með freigátunni HMS Montrose á Persaflóa til að verja siglingafrelsi þar til fundin verður diplómatísk lausn til að tryggja örugga umferð um sundið á ný. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði ríkið einhliða úr samningnum á síðasta ári og sagði það vera vegna þess að hann vildi betri samning. Í takt við samninginn þurftu þeir sem undirrituðu hann að létta á viðskiptabönnum Íran í staðin fyrir að kjarnorkuáætlun Íran yrði haldið í skefjum en nýjustu viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna hafa sýnt það hve vanhæf Evrópulöndin, auk Kína og Rússlands, eru í að standa við sinn hluta samningsins. Bandaríkin Bretland Evrópusambandið Íran Kína Rússland Þýskaland Tengdar fréttir Bretar vilja setja saman evrópskan leiðangur til að verja siglingaleiðir Deila Breta og Írana vegna olíuskipsins Stena Impero, sem Íranar hertóku á föstudag er enn í hnút. 22. júlí 2019 18:58 Upptökur af því þegar Íranir hertóku olíuflutningaskip birtar Mynd- og hljóðupptökur hafa komið fram frá því að íranski byltingarvörðurinn hertók flutningaskip sem siglir undir bresku flaggi á föstudag. 21. júlí 2019 08:01 Breska skipið komið til hafnar í Íran Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær. 20. júlí 2019 08:22 Theresa May hélt neyðaröryggisfund vegna aðgerða Íran Á fundinum í dag var það meðal annars rætt hvernig eigi að tryggja öryggi olíu- og flutningaskipa sem fara í gegnum Hórmussund, en sundið er mikilvægt fyrir flutning olíubirgða til og frá landshlutanum. 22. júlí 2019 15:19 Íran sakar sautján um njósnir fyrir Bandaríkin og dæmir suma til dauða Greint var frá því að sumir þeirra hafi verið dæmdir til dauða, á meðan annarra bíði langir fangelsisdómar. Ekki liggur fyrir hvenær einstaklingarnir voru handteknir. 22. júlí 2019 11:15 Íranir hertóku tvö bresk olíuskip Utanríkisráðherra Bretlands hefur lýst yfir miklum áhyggjum eftir að Íranir hertóku tvö bresk olíuskip í Hormússundi í dag. 19. júlí 2019 21:22 Bandarískar hersveitir sendar í fyrsta sinn til Sádi-Arabíu í 16 ár Höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins tilkynntu í dag að verið væri að senda bandarískar hersveitir til Sádi-Arabíu til að verja hagsmuni Bandaríkjanna frá líklegri ógn. 20. júlí 2019 11:12 Íranir hertóku breskt olíuskip Íranir lögðu í dag hald á breskt olíuskip í Persaflóa. 19. júlí 2019 19:12 Bretar vilja að Evrópa verndi skip á Persaflóa vegna Írans Utanríkisráðherra Breta vill evrópskt samstarf, án leiðsagnar Bandaríkjanna, um vernd skipa á Persaflóa vegna aðgerða Íransstjórnar. Íranar kyrrsettu breskt skip fyrir helgi. Segjast hafa handsamað sautján njósnara frá bandarísku leyniþjónustunni en Bandaríkjaforseti segir það ósatt. 23. júlí 2019 07:30 Vita ekki hvaða leiða skal leita Búast má við að breska ríkisstjórnin tilkynni í dag næstu skref varðandi yfirtöku breska herskipsins Stena Imperio, sem Íranir hertóku á föstudag. 22. júlí 2019 06:00 Íranir neita því að hafa misst dróna Aðstoðarutanríkisráðherra Írans vefengir fullyrðingar Bandaríkjaforseta um að bandarískt herskip hafi skopið niður íranskan dróna. 19. júlí 2019 08:27 Utanríkisráðherra Bretlands hvetur Íran til að láta af "ólöglegri“ hertöku Hunt segir að aðgerðir Írana veki upp alvarlegar spurningar um öryggi breskra og alþjóðlegra flutningaskipa sem sigli í gegnum Hormússund. 20. júlí 2019 17:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Diplómatar frá Íran og fimm öðrum stórveldum vörðu deginum í dag í að reyna að bjarga kjarnorkusamningi sem hefur verið í hættu vegna spennu á milli Vesturveldanna og Tehran. Spenna hefur farið vaxandi eftir að Bandaríkin drógu sig úr samningnum og lögðu viðskiptaþvinganir á Íran. Fulltrúar Íran, Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Kína, Rússlands og Evrópusambandsins funduðu í Vínarborg til að ræða kjarnorkusamninginn frá árinu 2015 sem hamlar kjarnorkuáætlun Íran. „Andrúmsloftið var uppbyggjandi og umræðurnar voru góðar,“ sagði Seyed Abbas Araghchi, fulltrúi utanríkisráðherra Íran, við fréttamenn eftir fundinn.Fundur utanríkisráðherra á döfinni „Ég get ekki sagt að við höfum leyst allt“ en allir aðilar eru enn „ákveðnir í að bjarga samningnum,“ bætti hann við. Fu Cong, aðalfulltrúi kínversku sendinefndarinnar sagði að þótt það hafi verið nokkur spennuþrungin augnablik á meðan á fundinum stóð hafi „andrúmsloftið í heild sinni verið mjög gott. Vinalegt. Og það var mjög fagmannlegt.“ Báðir sögðu þeir að það væri almennur skilningur að skipuleggja ætti fund utanríkisráðherra þjóðanna fljótlega en einnig að svoleiðis fundur þyrfti að vera vel undirbúinn. Dagsetning hefur ekki verið ákveðin. Yfirvöld Íran eru að beita hina málsaðila þrýstingi til að skrifa undir samninginn í von um að vega upp á móti viðskiptaþvingunum sem Donald Trump setti á ríkið eftir að hann dró Bandaríkin úr samningnum. Nýlega fór Íran fram úr leyfilegu magni úrans birgða miðað við samninginn og sögðu ráðamenn þar að hægt væri að snúa þróuninni við ef hinir málsaðilar veittu fjárhagslega hvatningu. Sérfræðingar hafa varað við því að aukning auðgaðs úrans og magn þess muni minnka þann tíma sem talinn er að Íran þurfi til að auðga nógu mikið úran til að búa til kjarnorkusprengju. Talið er að það gæti tekið tæpt ár. Íran hefur neitað því að vilja búa til kjarnavopn en samningurinn kemur í veg fyrir það. Hingað til hafa hvorki tilkynningar Íran um að það hafi framleitt meira magn auðgaðs úrans sem leyft er í samningnum né tilkynning um að auðgun úrans sem er meira en 3,67% hreint efni upp í 4,5%, verið taldar brot á samningnum sem muni leiða til útgöngu Evrópulandanna. Bæði samningsbrotin voru staðfest af eftirlitsdeild Sameinuðu þjóðanna, International Atomic Energy Agency. Á fundinum sagði Fu að Evrópumennirnir hafi hvatt Íran til að snúa aftur til samningsins heils hugar en Íranar hvöttu Evrópusambandið, Frakkland, Bretland og Þýskaland til að standa við sinn hluta samningsins.Vöruskiptakerfi á milli Evrópu og Íran Fu sagði að allir við samningaborðið hafi gagnrýnt framgöngu Bandaríkjanna harðlega og hafi alhliða viðskiptabönn þeirra ekki fallið vel í kramið, sérstaklega þau sem snerust að ríkjum sem versluðu við Íran. Þá sýndu allir stuðning við að Kína reyndi að halda áfram eðlilegri olíuverslun við Íran. Til viðbótar við verslun við Kína eru yfirvöld í Tehran spennt fyrir því að vöruskiptakerfi verði komið á af evrópskum samningsaðilum sem myndi leyfa álfunni að stunda viðskipti í gegn um vöruskipti við Tehran án þess að brjóta á viðskiptabönnum Bandaríkjanna. Araghchi sagði að evrópska kerfið væri enn ekki nothæft enn en það væri stutt í það. Íran hefur beitt harkalegum aðgerðum gegn olíuflutningaskipum á Persaflóa, þar á meðal hernumið breskt flutningaskip og skotið niður bandarískan dróna. Bandaríkin hafa aukið hernaðarviðveru sína á svæðinu og hafa áhyggjur yfir mögulegum átökum vaxið. Herskip breska sjóhersins kom á Persaflóa í dag til þess að fylgja skipum sem sigla undir breskum fána og eiga leið um Hormússund. Breska varnarmálaráðuneytið sagði að HMS Duncan muni slást í för með freigátunni HMS Montrose á Persaflóa til að verja siglingafrelsi þar til fundin verður diplómatísk lausn til að tryggja örugga umferð um sundið á ný. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði ríkið einhliða úr samningnum á síðasta ári og sagði það vera vegna þess að hann vildi betri samning. Í takt við samninginn þurftu þeir sem undirrituðu hann að létta á viðskiptabönnum Íran í staðin fyrir að kjarnorkuáætlun Íran yrði haldið í skefjum en nýjustu viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna hafa sýnt það hve vanhæf Evrópulöndin, auk Kína og Rússlands, eru í að standa við sinn hluta samningsins.
Bandaríkin Bretland Evrópusambandið Íran Kína Rússland Þýskaland Tengdar fréttir Bretar vilja setja saman evrópskan leiðangur til að verja siglingaleiðir Deila Breta og Írana vegna olíuskipsins Stena Impero, sem Íranar hertóku á föstudag er enn í hnút. 22. júlí 2019 18:58 Upptökur af því þegar Íranir hertóku olíuflutningaskip birtar Mynd- og hljóðupptökur hafa komið fram frá því að íranski byltingarvörðurinn hertók flutningaskip sem siglir undir bresku flaggi á föstudag. 21. júlí 2019 08:01 Breska skipið komið til hafnar í Íran Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær. 20. júlí 2019 08:22 Theresa May hélt neyðaröryggisfund vegna aðgerða Íran Á fundinum í dag var það meðal annars rætt hvernig eigi að tryggja öryggi olíu- og flutningaskipa sem fara í gegnum Hórmussund, en sundið er mikilvægt fyrir flutning olíubirgða til og frá landshlutanum. 22. júlí 2019 15:19 Íran sakar sautján um njósnir fyrir Bandaríkin og dæmir suma til dauða Greint var frá því að sumir þeirra hafi verið dæmdir til dauða, á meðan annarra bíði langir fangelsisdómar. Ekki liggur fyrir hvenær einstaklingarnir voru handteknir. 22. júlí 2019 11:15 Íranir hertóku tvö bresk olíuskip Utanríkisráðherra Bretlands hefur lýst yfir miklum áhyggjum eftir að Íranir hertóku tvö bresk olíuskip í Hormússundi í dag. 19. júlí 2019 21:22 Bandarískar hersveitir sendar í fyrsta sinn til Sádi-Arabíu í 16 ár Höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins tilkynntu í dag að verið væri að senda bandarískar hersveitir til Sádi-Arabíu til að verja hagsmuni Bandaríkjanna frá líklegri ógn. 20. júlí 2019 11:12 Íranir hertóku breskt olíuskip Íranir lögðu í dag hald á breskt olíuskip í Persaflóa. 19. júlí 2019 19:12 Bretar vilja að Evrópa verndi skip á Persaflóa vegna Írans Utanríkisráðherra Breta vill evrópskt samstarf, án leiðsagnar Bandaríkjanna, um vernd skipa á Persaflóa vegna aðgerða Íransstjórnar. Íranar kyrrsettu breskt skip fyrir helgi. Segjast hafa handsamað sautján njósnara frá bandarísku leyniþjónustunni en Bandaríkjaforseti segir það ósatt. 23. júlí 2019 07:30 Vita ekki hvaða leiða skal leita Búast má við að breska ríkisstjórnin tilkynni í dag næstu skref varðandi yfirtöku breska herskipsins Stena Imperio, sem Íranir hertóku á föstudag. 22. júlí 2019 06:00 Íranir neita því að hafa misst dróna Aðstoðarutanríkisráðherra Írans vefengir fullyrðingar Bandaríkjaforseta um að bandarískt herskip hafi skopið niður íranskan dróna. 19. júlí 2019 08:27 Utanríkisráðherra Bretlands hvetur Íran til að láta af "ólöglegri“ hertöku Hunt segir að aðgerðir Írana veki upp alvarlegar spurningar um öryggi breskra og alþjóðlegra flutningaskipa sem sigli í gegnum Hormússund. 20. júlí 2019 17:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Bretar vilja setja saman evrópskan leiðangur til að verja siglingaleiðir Deila Breta og Írana vegna olíuskipsins Stena Impero, sem Íranar hertóku á föstudag er enn í hnút. 22. júlí 2019 18:58
Upptökur af því þegar Íranir hertóku olíuflutningaskip birtar Mynd- og hljóðupptökur hafa komið fram frá því að íranski byltingarvörðurinn hertók flutningaskip sem siglir undir bresku flaggi á föstudag. 21. júlí 2019 08:01
Breska skipið komið til hafnar í Íran Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær. 20. júlí 2019 08:22
Theresa May hélt neyðaröryggisfund vegna aðgerða Íran Á fundinum í dag var það meðal annars rætt hvernig eigi að tryggja öryggi olíu- og flutningaskipa sem fara í gegnum Hórmussund, en sundið er mikilvægt fyrir flutning olíubirgða til og frá landshlutanum. 22. júlí 2019 15:19
Íran sakar sautján um njósnir fyrir Bandaríkin og dæmir suma til dauða Greint var frá því að sumir þeirra hafi verið dæmdir til dauða, á meðan annarra bíði langir fangelsisdómar. Ekki liggur fyrir hvenær einstaklingarnir voru handteknir. 22. júlí 2019 11:15
Íranir hertóku tvö bresk olíuskip Utanríkisráðherra Bretlands hefur lýst yfir miklum áhyggjum eftir að Íranir hertóku tvö bresk olíuskip í Hormússundi í dag. 19. júlí 2019 21:22
Bandarískar hersveitir sendar í fyrsta sinn til Sádi-Arabíu í 16 ár Höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins tilkynntu í dag að verið væri að senda bandarískar hersveitir til Sádi-Arabíu til að verja hagsmuni Bandaríkjanna frá líklegri ógn. 20. júlí 2019 11:12
Íranir hertóku breskt olíuskip Íranir lögðu í dag hald á breskt olíuskip í Persaflóa. 19. júlí 2019 19:12
Bretar vilja að Evrópa verndi skip á Persaflóa vegna Írans Utanríkisráðherra Breta vill evrópskt samstarf, án leiðsagnar Bandaríkjanna, um vernd skipa á Persaflóa vegna aðgerða Íransstjórnar. Íranar kyrrsettu breskt skip fyrir helgi. Segjast hafa handsamað sautján njósnara frá bandarísku leyniþjónustunni en Bandaríkjaforseti segir það ósatt. 23. júlí 2019 07:30
Vita ekki hvaða leiða skal leita Búast má við að breska ríkisstjórnin tilkynni í dag næstu skref varðandi yfirtöku breska herskipsins Stena Imperio, sem Íranir hertóku á föstudag. 22. júlí 2019 06:00
Íranir neita því að hafa misst dróna Aðstoðarutanríkisráðherra Írans vefengir fullyrðingar Bandaríkjaforseta um að bandarískt herskip hafi skopið niður íranskan dróna. 19. júlí 2019 08:27
Utanríkisráðherra Bretlands hvetur Íran til að láta af "ólöglegri“ hertöku Hunt segir að aðgerðir Írana veki upp alvarlegar spurningar um öryggi breskra og alþjóðlegra flutningaskipa sem sigli í gegnum Hormússund. 20. júlí 2019 17:30