Sannfærði mannræningjann um að sleppa sér Sylvía Hall skrifar 26. júlí 2019 21:50 Frá Graz í Austurríki. Vísir/Getty Austurríski þríþrautarkappinn Nathalie Birli segist hafa sannfært mannræningja sinn um að sleppa sér úr haldi aðeins nokkrum klukkustundum eftir að henni var rænt. Móðir hennar segir atburðarásina líkjast „vondri bíómynd“. Birli segir manninn hafa rænt sér á þriðjudag þegar hún hjólaði nærri borginni Graz. Maðurinn hafi keyrt á hana með sendiferðabíl sínum, slegið hana í höfuðið með spýtu og bundið hana aftan í skottinu á bílnum. Hann hafi síðar farið með hana heim til sín þar sem hann afklæddi hana og hótaði að drekkja henni. Atvikið átti sér stað klukkan 17 að staðartíma en Birli segist hafa misst meðvitund við áreksturinn. Hún handleggsbrotnaði þegar maðurinn keyrði á hana og hún muni einungis eftir því að hafa vaknað nakin og bundin við stól í ókunnugu húsi.Hrósaði honum fyrir falleg brönugrös Maðurinn sagðist í upphafi ætla að sleppa henni næsta dag. Því næst batt hann fyrir augu hennar og neyddi hana til þess að drekka áfengi áður en hann fór með hana í baðkar og sagðist vilja drekkja henni. Þegar Birli vakti máls á fallegum brönugrösum á heimili mannsins varð hann skyndilega rólegri og fór að segja henni frá erfiðum atvikum í lífi sínu. Hann sagðist hafa misst föður sinn, móðir hans væri alkóhólisti og að fyrrverandi kærustur hans hefðu svikið hann. „Ég stakk upp á því við hann að við myndum segja að þetta hefði verið slys,“ sagði Birli eftir að henni var bjargað. Hún hafi séð tækifæri til þess að sleppa þegar maðurinn róaðist. Hann skutlaði henni því næst heim til sín þar sem maki hennar var með rúmlega þriggja mánaða gamlan son þeirra. Hann hringdi í lögreglu sem handtók manninn stuttu seinna á heimili hans eftir að hafa staðsett hjól Birli á heimilinu. Austurríki Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira
Austurríski þríþrautarkappinn Nathalie Birli segist hafa sannfært mannræningja sinn um að sleppa sér úr haldi aðeins nokkrum klukkustundum eftir að henni var rænt. Móðir hennar segir atburðarásina líkjast „vondri bíómynd“. Birli segir manninn hafa rænt sér á þriðjudag þegar hún hjólaði nærri borginni Graz. Maðurinn hafi keyrt á hana með sendiferðabíl sínum, slegið hana í höfuðið með spýtu og bundið hana aftan í skottinu á bílnum. Hann hafi síðar farið með hana heim til sín þar sem hann afklæddi hana og hótaði að drekkja henni. Atvikið átti sér stað klukkan 17 að staðartíma en Birli segist hafa misst meðvitund við áreksturinn. Hún handleggsbrotnaði þegar maðurinn keyrði á hana og hún muni einungis eftir því að hafa vaknað nakin og bundin við stól í ókunnugu húsi.Hrósaði honum fyrir falleg brönugrös Maðurinn sagðist í upphafi ætla að sleppa henni næsta dag. Því næst batt hann fyrir augu hennar og neyddi hana til þess að drekka áfengi áður en hann fór með hana í baðkar og sagðist vilja drekkja henni. Þegar Birli vakti máls á fallegum brönugrösum á heimili mannsins varð hann skyndilega rólegri og fór að segja henni frá erfiðum atvikum í lífi sínu. Hann sagðist hafa misst föður sinn, móðir hans væri alkóhólisti og að fyrrverandi kærustur hans hefðu svikið hann. „Ég stakk upp á því við hann að við myndum segja að þetta hefði verið slys,“ sagði Birli eftir að henni var bjargað. Hún hafi séð tækifæri til þess að sleppa þegar maðurinn róaðist. Hann skutlaði henni því næst heim til sín þar sem maki hennar var með rúmlega þriggja mánaða gamlan son þeirra. Hann hringdi í lögreglu sem handtók manninn stuttu seinna á heimili hans eftir að hafa staðsett hjól Birli á heimilinu.
Austurríki Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira