Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði AIK í þriðja deildarleiknum í röð þegar liðið vann 2-0 sigur á Helsingborg í dag.
Þetta var þriðji sigur AIK í röð. Liðið er í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 34 stig, einu stigi á eftir toppliði Malmö.
Anton Salétros og Chinedu Obasi skoruðu mörk sænsku meistaranna í leiknum.
Kolbeinn var tekinn af velli á 68. mínútu. Hann skoraði tvö mörk í síðasta deildarleik AIK.
Daníel Hafsteinsson, sem er nýgenginn í raðir Helsingborg, var ekki í leikmannahópi liðsins í dag.
Kolbeinn í byrjunarliði í þriðja deildarleiknum í röð

Tengdar fréttir

Kolbeinn í liði umferðarinnar í Svíþjóð
Kolbeinn Sigþórsson er búinn að reima á sig markaskóna á nýjan leik.

Fyrstu mörk Kolbeins í rúm þrjú ár: Sérstök tilfinning að skora eftir þennan tíma
Kolbeinn Sigþórsson er kominn á bragðið með sænska úrvalsdeildarliðinu AIK en hann gerði tvö mörk í 3-0 sigri á Elfsborg um helgina.

Helsingborg tilkynnti komu Daníels
Daníel Hafsteinsson er formlega orðinn leikmaður sænska liðsins Helsingborg eftir að hafa skrifað undir þriggja og hálfs árs samning hjá félaginu í dag.

Daníel Hafsteinsson fer til Helsingborg
Daníel Hafsteinsson er á leið til sænska félagsins Helsingborgs en KA hefur náð samkomulagið við sænska félagið um kaup á miðjumanninum.

Kolbeinn skoraði tvö mörk í sigri AIK: Fyrstu deildarmörkin síðan í janúar 2016
Langþráð mörk fyrir Kolbein Sigþórsson.

Kolbeinn og félagar sneru dæminu sér í vil og eru komnir áfram
AIK vann 3-1 sigur á Ararat-Armenia og tryggði sér sæti í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu.