Sameining eða þjóðarmorð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. ágúst 2019 06:00 "Kasmír brennur,“ sagði á þessum borða í pakistönsku borginni Íslamabad í gær. Nordicphotos/AFP Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, nýtti ræðu sína á þjóðhátíðardegi landsins í gær einkum til þess að útskýra ákvörðun sína um að svipta indverska hluta Kasmír sjálfstjórn. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd. Einkum af Pakistönum sem gera, líkt og Indverjar, tilkall til alls Kasmírhéraðs. „Í dag getur hver einasti Indverji stoltur sagt að í Indlandi sé ein þjóð, ein stjórnarskrá,“ sagði Modi og bætti við: „Hið gamla fyrirkomulag í Jammu, Kasmír og Ladakh stuðlaði að spillingu, frændhygli og óréttlæti í garð kvenna, barna, dalíta og ættbálkasamfélaga.“ Þá ræddi Modi einnig um hryðjuverk á svæðinu og sagði Indland áfram ætla að berjast af hörku gegn hverjum þeim sem breiddi út hryðjuverkastarfsemi. Vert er að minnast þess að fyrr á árinu voru hryðjuverkasamtökin JeM sögð hafa gert árás á Pulwama í indverska hluta Kasmír. Indverjar sögðu Pakistana hafa brugðist með því að uppræta ekki starfsemi JeM í pakistanska hluta Kasmír og spennan á milli kjarnorkuveldanna tveggja jókst gríðarlega. Indverjar sögðust hafa gert loftárás á bækistöðvar JeM og hermenn ríkjanna tveggja skutu hverjir að öðrum. Ekki kom þó til stríðs, hvað þá kjarnorkustríðs.Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands.„Hryðjuverkastarfsemi felur í sér stríð gegn mannkyninu. Þess vegna mun Indland afhjúpa hverja þá sem styðja, skýla eða breiða út hryðjuverkastarfsemi,“ sagði Modi. Þótt hann hafi ekki nefnt Pakistan á nafn má leiða líkur að því að grannríkið hafi verið Indverjanum ofarlega í huga. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, lét einnig í sér heyra í gær. Hann gagnrýndi harðlega útgöngubannið sem hefur verið í gildi í nær tvær vikur í indverska Kasmír. „Í tólf daga hefur verið útgöngubann í hinum hernumda indverska hluta Kasmír. Fjöldi hermanna til viðbótar við þá miklu viðveru sem var þar þegar, algjört samskiptabann og fordæmi um þjóðernishreinsanir Modi á múslimum í Gujarat,“ tísti Khan. „Mun heimsbyggðin horfa þegjandi á annað Srebrenica-þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir á múslimum í indverska Kasmír? Ég vil vara alþjóðasamfélagið við þessu. Þetta myndi hafa alvarlegar afleiðingar í múslimaheiminum og leiða af sér róttæknivæðingu og ofbeldi.“Hvað er málið með Kasmír? Það er löng saga. Pakistanar og Indverjar gera hvorir tveggja tilkall til svæðisins alls. Héraðið þykir mikilvægt vegna orku og menningar og er það einnig hernaðarlega mikilvægt sökum staðsetningar. En samkvæmt greiningu The Diplomat er mikilvægi Kasmír helst fólgið í því að úr jöklum svæðisins rennur ferskt vatn, lífsnauðsynlegt fyrir íbúa á þurrum svæðum í Pakistan og á Indlandi. Hvað gerðist í Kasmír? Tugir þúsunda indverskra hermanna voru fluttir til indverska hluta Kasmír í upphafi mánaðar. Skólum var lokað, ferðamönnum gert að yfirgefa svæðið og skorið var á bæði síma- og netsamband, samkvæmt samantekt breska ríkisútvarpsins. Í kjölfarið tilkynnti indverska ríkisstjórnin að indverski hluti Kasmír, ríkið sem nefnist Jammu og Kasmír, yrði svipt sjálfstjórn og íbúar þeim sérstöku réttindum sem þeir höfðu fengið. Þannig var sérstök stjórnarskrá svæðisins felld úr gildi og löggjafarvaldið tekið til baka. Þessi umdeilda aðgerð hefur lengi verið á borðinu hjá Narendra Modi og BJP-flokki hans. Var til að mynda á stefnuskrá flokksins fyrir kosningarnar fyrr á árinu. Að mati BJP-liða er hún nauðsynleg til þess að sameina Indverja. Gagnrýnendur hafa hins vegar haldið því fram að Modi geri þetta núna til þess að beina athyglinni frá efnahagsörðugleikum og að til lengri tíma litið sé aðgerðin hugsuð til þess að breyta því að múslimar séu í meirihluta í Jammu og Kasmír. BJP aðhyllist hindúa-þjóðernishyggju og með aðgerðinni er afnuminn sá réttur yfirvalda í Jammu og Kasmír að banna aðkomumönnum að kaupa land. Birtist í Fréttablaðinu Indland Pakistan Tengdar fréttir Spenna í Kasmír Vaxandi spenna er í Kasmír-héraði á landamærum Indlands og Pakistans eftir að indversk stjórnvöld sviptu þann hluta héraðsins sem lýtur þeirra stjórn sérstökum réttindum. Pakistönsk stjórnvöld saka Indverja um að hafa með framferði sínu brotið gegn ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 7. ágúst 2019 08:00 Mótmæltu við sendiráð Indlands á Túngötu Nokkur fjöldi fólks kom saman fyrir utan sendiráð Indlands við Túngötu í höfuðborginni í dag til að mótmæla aðgerðum yfirvalda á Indlandi í Kasmír-héraði. 15. ágúst 2019 15:08 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, nýtti ræðu sína á þjóðhátíðardegi landsins í gær einkum til þess að útskýra ákvörðun sína um að svipta indverska hluta Kasmír sjálfstjórn. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd. Einkum af Pakistönum sem gera, líkt og Indverjar, tilkall til alls Kasmírhéraðs. „Í dag getur hver einasti Indverji stoltur sagt að í Indlandi sé ein þjóð, ein stjórnarskrá,“ sagði Modi og bætti við: „Hið gamla fyrirkomulag í Jammu, Kasmír og Ladakh stuðlaði að spillingu, frændhygli og óréttlæti í garð kvenna, barna, dalíta og ættbálkasamfélaga.“ Þá ræddi Modi einnig um hryðjuverk á svæðinu og sagði Indland áfram ætla að berjast af hörku gegn hverjum þeim sem breiddi út hryðjuverkastarfsemi. Vert er að minnast þess að fyrr á árinu voru hryðjuverkasamtökin JeM sögð hafa gert árás á Pulwama í indverska hluta Kasmír. Indverjar sögðu Pakistana hafa brugðist með því að uppræta ekki starfsemi JeM í pakistanska hluta Kasmír og spennan á milli kjarnorkuveldanna tveggja jókst gríðarlega. Indverjar sögðust hafa gert loftárás á bækistöðvar JeM og hermenn ríkjanna tveggja skutu hverjir að öðrum. Ekki kom þó til stríðs, hvað þá kjarnorkustríðs.Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands.„Hryðjuverkastarfsemi felur í sér stríð gegn mannkyninu. Þess vegna mun Indland afhjúpa hverja þá sem styðja, skýla eða breiða út hryðjuverkastarfsemi,“ sagði Modi. Þótt hann hafi ekki nefnt Pakistan á nafn má leiða líkur að því að grannríkið hafi verið Indverjanum ofarlega í huga. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, lét einnig í sér heyra í gær. Hann gagnrýndi harðlega útgöngubannið sem hefur verið í gildi í nær tvær vikur í indverska Kasmír. „Í tólf daga hefur verið útgöngubann í hinum hernumda indverska hluta Kasmír. Fjöldi hermanna til viðbótar við þá miklu viðveru sem var þar þegar, algjört samskiptabann og fordæmi um þjóðernishreinsanir Modi á múslimum í Gujarat,“ tísti Khan. „Mun heimsbyggðin horfa þegjandi á annað Srebrenica-þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir á múslimum í indverska Kasmír? Ég vil vara alþjóðasamfélagið við þessu. Þetta myndi hafa alvarlegar afleiðingar í múslimaheiminum og leiða af sér róttæknivæðingu og ofbeldi.“Hvað er málið með Kasmír? Það er löng saga. Pakistanar og Indverjar gera hvorir tveggja tilkall til svæðisins alls. Héraðið þykir mikilvægt vegna orku og menningar og er það einnig hernaðarlega mikilvægt sökum staðsetningar. En samkvæmt greiningu The Diplomat er mikilvægi Kasmír helst fólgið í því að úr jöklum svæðisins rennur ferskt vatn, lífsnauðsynlegt fyrir íbúa á þurrum svæðum í Pakistan og á Indlandi. Hvað gerðist í Kasmír? Tugir þúsunda indverskra hermanna voru fluttir til indverska hluta Kasmír í upphafi mánaðar. Skólum var lokað, ferðamönnum gert að yfirgefa svæðið og skorið var á bæði síma- og netsamband, samkvæmt samantekt breska ríkisútvarpsins. Í kjölfarið tilkynnti indverska ríkisstjórnin að indverski hluti Kasmír, ríkið sem nefnist Jammu og Kasmír, yrði svipt sjálfstjórn og íbúar þeim sérstöku réttindum sem þeir höfðu fengið. Þannig var sérstök stjórnarskrá svæðisins felld úr gildi og löggjafarvaldið tekið til baka. Þessi umdeilda aðgerð hefur lengi verið á borðinu hjá Narendra Modi og BJP-flokki hans. Var til að mynda á stefnuskrá flokksins fyrir kosningarnar fyrr á árinu. Að mati BJP-liða er hún nauðsynleg til þess að sameina Indverja. Gagnrýnendur hafa hins vegar haldið því fram að Modi geri þetta núna til þess að beina athyglinni frá efnahagsörðugleikum og að til lengri tíma litið sé aðgerðin hugsuð til þess að breyta því að múslimar séu í meirihluta í Jammu og Kasmír. BJP aðhyllist hindúa-þjóðernishyggju og með aðgerðinni er afnuminn sá réttur yfirvalda í Jammu og Kasmír að banna aðkomumönnum að kaupa land.
Birtist í Fréttablaðinu Indland Pakistan Tengdar fréttir Spenna í Kasmír Vaxandi spenna er í Kasmír-héraði á landamærum Indlands og Pakistans eftir að indversk stjórnvöld sviptu þann hluta héraðsins sem lýtur þeirra stjórn sérstökum réttindum. Pakistönsk stjórnvöld saka Indverja um að hafa með framferði sínu brotið gegn ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 7. ágúst 2019 08:00 Mótmæltu við sendiráð Indlands á Túngötu Nokkur fjöldi fólks kom saman fyrir utan sendiráð Indlands við Túngötu í höfuðborginni í dag til að mótmæla aðgerðum yfirvalda á Indlandi í Kasmír-héraði. 15. ágúst 2019 15:08 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira
Spenna í Kasmír Vaxandi spenna er í Kasmír-héraði á landamærum Indlands og Pakistans eftir að indversk stjórnvöld sviptu þann hluta héraðsins sem lýtur þeirra stjórn sérstökum réttindum. Pakistönsk stjórnvöld saka Indverja um að hafa með framferði sínu brotið gegn ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 7. ágúst 2019 08:00
Mótmæltu við sendiráð Indlands á Túngötu Nokkur fjöldi fólks kom saman fyrir utan sendiráð Indlands við Túngötu í höfuðborginni í dag til að mótmæla aðgerðum yfirvalda á Indlandi í Kasmír-héraði. 15. ágúst 2019 15:08