Líkið sem fannst er af Noru Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 14:08 Nora ásamt móður sinni, Meabh Quoirin. Facebook Lögregla í Malasíu hefur staðfest að líkið sem fannst í dag við leit að hinni 15 ára Noru Quoirin, írskum táningi með þroskaskerðingu sem hvarf úr fjölskyldufríi í landinu í byrjun ágúst, sé af stúlkunni. Fjölskylda hennar bar kennsl á líkið í dag. Fjölskylda Noru hafði aðeins dvalið í Malasíu í tæpan sólarhring áður en stúlkan hvarf af hótelherbergi sínu þann 4. ágúst síðastliðinn. Fyrirhugað var tveggja vikna fjölskyldufrí í bænum Seremban, nærri regnskógunum við borgarmörk Kuala Lumpur. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir að Noru síðan hún hvarf. Um 350 manns komu að leitinni þar sem m.a. var notast við upptökur af rödd móður stúlkunnar.Ekki í neinum fötum Í dag var greint frá því að lík af hvítri konu hefði fundist í um tveggja kílómetra fjarlægð frá hótelinu þar sem fjölskyldan dvaldi. Ekki fékkst staðfest að líkið væri af Noru fyrr en fjölskylda hennar bar kennsl á það nú síðdegis. Líkið verður krufið á morgun, að því er fram kemur í breskum fjölmiðlum. Mazlan Mansor, aðstoðarlögreglustjóri hjá malasísku lögreglunni, sagði á blaðamannafundi í dag að lík Noru hefði fundist við læk á „bröttu svæði“. Stúlkan hafi jafnframt ekki verið í neinum fötum þegar hún fannst látin. Fjölskylda Noru gaf það út í síðustu viku að hún væri sannfærð um að henni hefði verið rænt en lögregla hefur rannsakað málið sem mannshvarf, þ.e. án aðkomu ætlaðra mannræningja. Í síðustu viku hétu foreldrar Noru tíu þúsund pundum, tæplega 1,5 milljónum íslenskra króna, í fundarlaun fyrir hvern þann sem fyndi dóttur þeirra. Bretland Malasía Tengdar fréttir Fundu lík við leitina að Noru Lögregla í Malasíu fann í dag lík við leit að hinni 15 ára Noru Quoirin, breskum táningi með þroskaskerðingu sem saknað hefur verið síðan í byrjun ágúst. 13. ágúst 2019 10:36 Fjölskyldan sannfærð um að stúlkunni hafi verið rænt Nora Quoirin hvarf af hótelherbergi sínu um síðastliðna helgi. 8. ágúst 2019 18:27 Bresk stúlka hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu Ekkert er vitað um afdrif hinnar fimmtán ára gömlu Noru Quoirin sem hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu. 4. ágúst 2019 17:58 Hvarf stúlkunnar ekki rannsakað sem mannrán Hvarf hinnar fimmtán ára gömlu Noru Quoirin í Malasíu er rannsakað sem mannshvarf en ekki mannrán að sögn lögreglu. 5. ágúst 2019 11:11 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Lögregla í Malasíu hefur staðfest að líkið sem fannst í dag við leit að hinni 15 ára Noru Quoirin, írskum táningi með þroskaskerðingu sem hvarf úr fjölskyldufríi í landinu í byrjun ágúst, sé af stúlkunni. Fjölskylda hennar bar kennsl á líkið í dag. Fjölskylda Noru hafði aðeins dvalið í Malasíu í tæpan sólarhring áður en stúlkan hvarf af hótelherbergi sínu þann 4. ágúst síðastliðinn. Fyrirhugað var tveggja vikna fjölskyldufrí í bænum Seremban, nærri regnskógunum við borgarmörk Kuala Lumpur. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir að Noru síðan hún hvarf. Um 350 manns komu að leitinni þar sem m.a. var notast við upptökur af rödd móður stúlkunnar.Ekki í neinum fötum Í dag var greint frá því að lík af hvítri konu hefði fundist í um tveggja kílómetra fjarlægð frá hótelinu þar sem fjölskyldan dvaldi. Ekki fékkst staðfest að líkið væri af Noru fyrr en fjölskylda hennar bar kennsl á það nú síðdegis. Líkið verður krufið á morgun, að því er fram kemur í breskum fjölmiðlum. Mazlan Mansor, aðstoðarlögreglustjóri hjá malasísku lögreglunni, sagði á blaðamannafundi í dag að lík Noru hefði fundist við læk á „bröttu svæði“. Stúlkan hafi jafnframt ekki verið í neinum fötum þegar hún fannst látin. Fjölskylda Noru gaf það út í síðustu viku að hún væri sannfærð um að henni hefði verið rænt en lögregla hefur rannsakað málið sem mannshvarf, þ.e. án aðkomu ætlaðra mannræningja. Í síðustu viku hétu foreldrar Noru tíu þúsund pundum, tæplega 1,5 milljónum íslenskra króna, í fundarlaun fyrir hvern þann sem fyndi dóttur þeirra.
Bretland Malasía Tengdar fréttir Fundu lík við leitina að Noru Lögregla í Malasíu fann í dag lík við leit að hinni 15 ára Noru Quoirin, breskum táningi með þroskaskerðingu sem saknað hefur verið síðan í byrjun ágúst. 13. ágúst 2019 10:36 Fjölskyldan sannfærð um að stúlkunni hafi verið rænt Nora Quoirin hvarf af hótelherbergi sínu um síðastliðna helgi. 8. ágúst 2019 18:27 Bresk stúlka hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu Ekkert er vitað um afdrif hinnar fimmtán ára gömlu Noru Quoirin sem hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu. 4. ágúst 2019 17:58 Hvarf stúlkunnar ekki rannsakað sem mannrán Hvarf hinnar fimmtán ára gömlu Noru Quoirin í Malasíu er rannsakað sem mannshvarf en ekki mannrán að sögn lögreglu. 5. ágúst 2019 11:11 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Fundu lík við leitina að Noru Lögregla í Malasíu fann í dag lík við leit að hinni 15 ára Noru Quoirin, breskum táningi með þroskaskerðingu sem saknað hefur verið síðan í byrjun ágúst. 13. ágúst 2019 10:36
Fjölskyldan sannfærð um að stúlkunni hafi verið rænt Nora Quoirin hvarf af hótelherbergi sínu um síðastliðna helgi. 8. ágúst 2019 18:27
Bresk stúlka hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu Ekkert er vitað um afdrif hinnar fimmtán ára gömlu Noru Quoirin sem hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu. 4. ágúst 2019 17:58
Hvarf stúlkunnar ekki rannsakað sem mannrán Hvarf hinnar fimmtán ára gömlu Noru Quoirin í Malasíu er rannsakað sem mannshvarf en ekki mannrán að sögn lögreglu. 5. ágúst 2019 11:11