Stefnir í fjórðu kosningarnar á jafnmörgum árum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. september 2019 20:30 Allt frá því Spánverjar kusu sér nýtt þing í lok apríl síðastliðins hafa leiðtogar flokka á þingi reynt að mynda ríkisstjórn. Þrátt fyrir margra mánaða viðræður eru þeir hins vegar hvergi nærri því að ná samkomulagi og þingið hefur fellt tillögur um að Pedro Sanchez, starfandi forsætisráðherra, verði skipaður forsætisráðherra landsins. Spánarkonungur hefur síðustu daga fundað með leiðtogum allra flokka á þingi og að öllu óbreyttu verður þing rofið í næstu viku. Útlit er fyrir fjórðu þingkosningarnar á jafnmörgum árum. „Niðurstaðan er skýr, það er enginn meirihluti í þinginu sem getur myndað ríkisstjórn. Þess vegna liggur það fyrir að endurtaka verður kosningarnar þann 10. nóvember,“ sagði Sanchez í gærkvöldi. Sósíalistaflokkur Sanchez fékk 123 sæti af 350 í neðri deild spænska þingsins eftir kosningarnar í apríl og hefur sá þingstyrkur ekki dugað til þess að mynda stjórn. Hægriflokkarnir, Borgaraflokkurinn og Lýðflokkurinn, eru heldur ekki með meirihluta og ekki myndi duga að fá öfgaíhaldsflokkinn Vox að borðinu. Vinstriflokkurinn Podemos, sem á einna mesta samleið með Sósíalistaflokknum, hefur ekki getað komist að samkomulagi við Sanchez um stjórnarmyndun. Þá hefur ekkert samkomulag náðst við flokka katalónskra sjálfstæðissinna né hægriflokkana. „Við lögðum til framsækna ríkisstjórn sem myndi ekki reiða sig á flokka sjálfstæðissinna. Því miður hafa bæði Lýðflokkurinn og Borgaraflokkurinn, sem vita fullvel að það er enginn þingmeirihluti sem styðst ekki við Sósíalistaflokkinn, komið í veg fyrir þessa embættisveitingu,“ sagði Sanchez aukinheldur. Spánn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Allt frá því Spánverjar kusu sér nýtt þing í lok apríl síðastliðins hafa leiðtogar flokka á þingi reynt að mynda ríkisstjórn. Þrátt fyrir margra mánaða viðræður eru þeir hins vegar hvergi nærri því að ná samkomulagi og þingið hefur fellt tillögur um að Pedro Sanchez, starfandi forsætisráðherra, verði skipaður forsætisráðherra landsins. Spánarkonungur hefur síðustu daga fundað með leiðtogum allra flokka á þingi og að öllu óbreyttu verður þing rofið í næstu viku. Útlit er fyrir fjórðu þingkosningarnar á jafnmörgum árum. „Niðurstaðan er skýr, það er enginn meirihluti í þinginu sem getur myndað ríkisstjórn. Þess vegna liggur það fyrir að endurtaka verður kosningarnar þann 10. nóvember,“ sagði Sanchez í gærkvöldi. Sósíalistaflokkur Sanchez fékk 123 sæti af 350 í neðri deild spænska þingsins eftir kosningarnar í apríl og hefur sá þingstyrkur ekki dugað til þess að mynda stjórn. Hægriflokkarnir, Borgaraflokkurinn og Lýðflokkurinn, eru heldur ekki með meirihluta og ekki myndi duga að fá öfgaíhaldsflokkinn Vox að borðinu. Vinstriflokkurinn Podemos, sem á einna mesta samleið með Sósíalistaflokknum, hefur ekki getað komist að samkomulagi við Sanchez um stjórnarmyndun. Þá hefur ekkert samkomulag náðst við flokka katalónskra sjálfstæðissinna né hægriflokkana. „Við lögðum til framsækna ríkisstjórn sem myndi ekki reiða sig á flokka sjálfstæðissinna. Því miður hafa bæði Lýðflokkurinn og Borgaraflokkurinn, sem vita fullvel að það er enginn þingmeirihluti sem styðst ekki við Sósíalistaflokkinn, komið í veg fyrir þessa embættisveitingu,“ sagði Sanchez aukinheldur.
Spánn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira