Ríkið fær Dynjanda að gjöf Atli Ísleifsson skrifar 16. september 2019 12:21 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður RARIK, við Dynjanda í dag. umhverfisráðuneytið RARIK hefur fært íslenska ríkinu Dynjanda við Arnarfjörð að gjöf í tilefni af 75 ára lýðveldisafmæli Íslands. Í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu segir að formleg afhending fari fram í dag, á Degi íslenskrar náttúru. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur á móti gjöfinni fyrir hönd ríkisins. Á jörðinni er meðal annars að finna náttúruvættið Dynjanda ásamt vatnasviði fossanna í Dynjandisá. „Dynjandi er meðal hæstu fossa landsins, nær 100 metra hár, og af mörgum talinn ein af fegurstu náttúruperlum Íslands. Hann er einn helsti viðkomustaður ferðamanna á Vestfjörðum. Svæðið við Dynjanda er að mestu ósnortið og einkennist af áhrifum jökla sem hafa sorfið landið og skilið eftir sig einstaklega mikinn fjölda vatna og tjarna á Dynjandisheiði. Vegna sérstöðu þessa mikilfenglega náttúrvættis og tengingar jarðarinnar við fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, ákvað stjórn RARIK að færa ríkissjóði Íslands jörðina Dynjanda að gjöf á lýðveldisafmælinu. Samhliða því sem jörðin var afhent í dag undirrituðu Guðmundur Ingi og Birkir Jón Jónsson, formaður stjórnar RARIK, samkomulag milli ríkisins og RARIK. Markmið þess er að tryggja útivistar- og náttúruverndargildi jarðarinnar og náttúruvættisins Dynjanda. Dynjandi og aðrir fossar í Dynjandisá ásamt umhverfi þeirra voru friðlýst sem náttúruvætti árið 1981 en af hálfu stjórnvalda er nú stefnt að friðlýsingu allrar jarðarinnar,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra að með þessari rausnarlegu gjöf RARIK til þjóðarinnar skipast einstakt tækifæri til að tengja jörðina Dynjanda við Friðlandið í Vatnsfirði og skapa þannig mikilvæg verðmæti fyrir sunnanverða Vestfirði. „Friðlýst svæði á sunnanverðum Vestfjörðum yrðu stærri og samfelldari en nú er, með tilheyrandi tækifærum fyrir þetta stórbrotna svæði – ekki síst þegar samgöngubótum þar verður lokið og hringtenging á Vestfjörðum komin á,“ segir ráðherra. Ísafjarðarbær Umhverfismál Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Erlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
RARIK hefur fært íslenska ríkinu Dynjanda við Arnarfjörð að gjöf í tilefni af 75 ára lýðveldisafmæli Íslands. Í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu segir að formleg afhending fari fram í dag, á Degi íslenskrar náttúru. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur á móti gjöfinni fyrir hönd ríkisins. Á jörðinni er meðal annars að finna náttúruvættið Dynjanda ásamt vatnasviði fossanna í Dynjandisá. „Dynjandi er meðal hæstu fossa landsins, nær 100 metra hár, og af mörgum talinn ein af fegurstu náttúruperlum Íslands. Hann er einn helsti viðkomustaður ferðamanna á Vestfjörðum. Svæðið við Dynjanda er að mestu ósnortið og einkennist af áhrifum jökla sem hafa sorfið landið og skilið eftir sig einstaklega mikinn fjölda vatna og tjarna á Dynjandisheiði. Vegna sérstöðu þessa mikilfenglega náttúrvættis og tengingar jarðarinnar við fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, ákvað stjórn RARIK að færa ríkissjóði Íslands jörðina Dynjanda að gjöf á lýðveldisafmælinu. Samhliða því sem jörðin var afhent í dag undirrituðu Guðmundur Ingi og Birkir Jón Jónsson, formaður stjórnar RARIK, samkomulag milli ríkisins og RARIK. Markmið þess er að tryggja útivistar- og náttúruverndargildi jarðarinnar og náttúruvættisins Dynjanda. Dynjandi og aðrir fossar í Dynjandisá ásamt umhverfi þeirra voru friðlýst sem náttúruvætti árið 1981 en af hálfu stjórnvalda er nú stefnt að friðlýsingu allrar jarðarinnar,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra að með þessari rausnarlegu gjöf RARIK til þjóðarinnar skipast einstakt tækifæri til að tengja jörðina Dynjanda við Friðlandið í Vatnsfirði og skapa þannig mikilvæg verðmæti fyrir sunnanverða Vestfirði. „Friðlýst svæði á sunnanverðum Vestfjörðum yrðu stærri og samfelldari en nú er, með tilheyrandi tækifærum fyrir þetta stórbrotna svæði – ekki síst þegar samgöngubótum þar verður lokið og hringtenging á Vestfjörðum komin á,“ segir ráðherra.
Ísafjarðarbær Umhverfismál Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Erlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira