Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2019 09:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Jose Luis Magana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. Í tísti sagði forsetinn að Bandaríkin teldu sig vita hverjir hefðu framkvæmt umrædda árás og þeir væru til í slaginn, yrði það sannreynt. Þó væri verið að bíða eftir upplýsingum frá Sádi-Arabíu. Aðrir embættismenn hafa sakað Íran um árásina en Trump tók það ekki fram í tísti sínu.Olíuverð hefur tekið stökk í kjölfar árásarinnar. Sádar hafa þó staðhæft að birgðir þeirra muni halda sölugetu þeirra uppi á meðan viðgerðir fara fram. Sérfræðingar segja þó að viðgerðir gætu tekið marga mánuði.Sjá einnig: Olíuverð snarhækkaði í AsíuHútar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en embættismenn í Bandaríkjunum, sem rætt hafa við fjölmiðla ytra segja umfang árásarinnar gefa til kynna að Hútar hafi ekki getað gert hana. Þá segja þeir árásina hafa komið úr norðri eða norðvestri en Jemen, þar sem Hútar eiga í átökum við fylkingar studdar af Sádi-Arabíu er suður af konungsríkinu.Stefnan gefur í skyn að árásin hafi komið frá Íran eða Írak, þar sem Íranar eru umsvifamiklir og hefur Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, rætt við Adil Abdul-Mahdi, forsætisráðherra Írak, í kjölfar árásarinnar. Samkvæmt AP fréttaveitunni neitar hann því að árásin hafi verið framkvæmd frá Írak.Gervihnattarmyndir gefa til kynna að árásin hafi komið úr norðri eða norðvestri.AP/Ríkisstjórn BNA/Digital GlobeÍranar hafa lengi verið sakaðir um að sjá Hútum um ýmiskonar vopn og þar á meðal langdrægar eldflaugar sem skotið hefur verið frá Jemen og að Sádi-Arabíu. Yfirvöld Íran þvertaka þó fyrir að hafa komið að árásinni. Bandaríkin birtu í gær gervihnattarmyndir sem sýna umfang árásanna og að minnst sautján skotmörg hafi orðið fyrir skemmdum. Talið er að fjöldi dróna hafi verið notaður til árásarinnar og mögulega einhverjar eldflaugar líka. Sérfræðingar sem blaðamenn AP ræddu við segja gervihnattarmyndir sýna að miklar skemmdir hafi verið unnar á mikilvægum búnaði í vinnslustöðinni og svo virðist sem hún hafi verið skipulögð til að valda sem mestum skaða. Endurbyggja þurfi hluta stöðvarinnar og viðmælandi AP sagði að sá tími sem viðgerðir stæðu yfir yrði mældur í mánuðum. Mikil spenna hefur ríkt á milli Íran og Bandaríkjanna og Sádi-Arabíu á undanförnum mánuðum eftir að Trump sleit kjarnorkusamkomulaginu svokallaða við Íran og beitti aftur viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn ríkinu. Íranar hafa í kjölfarið verið sakaðir um dularfullar árásir á olíuflutningaskip og að hamla ferðir slíkra skipa um Persaflóa. Þá skutu Íranar niður bandarískan dróna í sumar. Í kjölfar þess skipulögðu yfirvöld Bandaríkjanna árásir á Íran og lýsti Trump því yfir að hann hefði hætt við þær tíu mínútum áður en af þeim átti að verða. Bandaríkin Írak Íran Jemen Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50 Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44 Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48 Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. Í tísti sagði forsetinn að Bandaríkin teldu sig vita hverjir hefðu framkvæmt umrædda árás og þeir væru til í slaginn, yrði það sannreynt. Þó væri verið að bíða eftir upplýsingum frá Sádi-Arabíu. Aðrir embættismenn hafa sakað Íran um árásina en Trump tók það ekki fram í tísti sínu.Olíuverð hefur tekið stökk í kjölfar árásarinnar. Sádar hafa þó staðhæft að birgðir þeirra muni halda sölugetu þeirra uppi á meðan viðgerðir fara fram. Sérfræðingar segja þó að viðgerðir gætu tekið marga mánuði.Sjá einnig: Olíuverð snarhækkaði í AsíuHútar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en embættismenn í Bandaríkjunum, sem rætt hafa við fjölmiðla ytra segja umfang árásarinnar gefa til kynna að Hútar hafi ekki getað gert hana. Þá segja þeir árásina hafa komið úr norðri eða norðvestri en Jemen, þar sem Hútar eiga í átökum við fylkingar studdar af Sádi-Arabíu er suður af konungsríkinu.Stefnan gefur í skyn að árásin hafi komið frá Íran eða Írak, þar sem Íranar eru umsvifamiklir og hefur Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, rætt við Adil Abdul-Mahdi, forsætisráðherra Írak, í kjölfar árásarinnar. Samkvæmt AP fréttaveitunni neitar hann því að árásin hafi verið framkvæmd frá Írak.Gervihnattarmyndir gefa til kynna að árásin hafi komið úr norðri eða norðvestri.AP/Ríkisstjórn BNA/Digital GlobeÍranar hafa lengi verið sakaðir um að sjá Hútum um ýmiskonar vopn og þar á meðal langdrægar eldflaugar sem skotið hefur verið frá Jemen og að Sádi-Arabíu. Yfirvöld Íran þvertaka þó fyrir að hafa komið að árásinni. Bandaríkin birtu í gær gervihnattarmyndir sem sýna umfang árásanna og að minnst sautján skotmörg hafi orðið fyrir skemmdum. Talið er að fjöldi dróna hafi verið notaður til árásarinnar og mögulega einhverjar eldflaugar líka. Sérfræðingar sem blaðamenn AP ræddu við segja gervihnattarmyndir sýna að miklar skemmdir hafi verið unnar á mikilvægum búnaði í vinnslustöðinni og svo virðist sem hún hafi verið skipulögð til að valda sem mestum skaða. Endurbyggja þurfi hluta stöðvarinnar og viðmælandi AP sagði að sá tími sem viðgerðir stæðu yfir yrði mældur í mánuðum. Mikil spenna hefur ríkt á milli Íran og Bandaríkjanna og Sádi-Arabíu á undanförnum mánuðum eftir að Trump sleit kjarnorkusamkomulaginu svokallaða við Íran og beitti aftur viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn ríkinu. Íranar hafa í kjölfarið verið sakaðir um dularfullar árásir á olíuflutningaskip og að hamla ferðir slíkra skipa um Persaflóa. Þá skutu Íranar niður bandarískan dróna í sumar. Í kjölfar þess skipulögðu yfirvöld Bandaríkjanna árásir á Íran og lýsti Trump því yfir að hann hefði hætt við þær tíu mínútum áður en af þeim átti að verða.
Bandaríkin Írak Íran Jemen Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50 Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44 Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48 Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira
Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50
Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44
Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48
Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44