Hafði trúð með í för þegar hann var rekinn úr vinnunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. september 2019 18:44 Josh og Joe á „góðri stundu.“ Skjáskot Nýsjálenski auglýsingahöfundurinn Josh Thompson lenti á dögunum í því að vera sagt upp störfum, eins og kemur jú fyrir æði marga. Hann tók þó heldur öðruvísi á málunum en margir aðrir myndu gera þegar hann var boðaðu á fund yfirmanna sinna. Hann tók trúð með sér á fundin þar sem hann var látinn fara. Mannauðsdeild fyrirtækisins sem Thompson starfaði hjá, FCB New Zealand, hafði boðað Thompson á fund og hvatti hann til þess að taka „stuðningsmanneskju“ með sér á fundinn, en það er lögbundinn réttur fólks í Nýja-Sjálandi. Thompson fór strax að gruna að á fundinum yrði honum sagt upp.Í samtali við BBC um málið sagði Thompson: „Ég fékk tölvupóst og í honum stóð: „Sæll Josh, við viljum funda með þér til þess að ræða stöðu þína innan fyrirtækisins.“ Ég fann í raun bara á mér að þetta yrði uppsagnarfundur. Þannig að ég ákvað að reyna að gera gott úr aðstæðunum.“ Trúðurinn Joe fylgdi því Thompson á fundinn, og útbjó þar blöðrudýr af ýmsum toga á meðan yfirmenn Thompsons ræddu við hann. Joe var þó nokkrum sinnum beðinn um að láta af blöðrudýragerð sinni, þar sem sú iðja getur oft framkallað mikinn hávaða. „Maður lifandi, þvílíkur hávaði,“ hefur BBC eftir Thompson. Þegar Thompson voru síðan færðar fregnir af uppsögn hans brást trúðurinn við á viðeigandi hátt. „Hann kinkaði niðurlútur kolli eins og fréttunum væri beint að honum sjálfum. Atvinnumennska af fínustu sort,“ sagði Thompson. Thompson segist mæla með því að ráða trúð til þess að koma með sér á uppsagnarfund, eigi það þess kost. „Ef þið eigið fjölskyldu, vini, stjúpforeldra eða börn, endilega takið þau með. En ef það er trúður á laus, sérstaklega hann Joe, þá mæli ég hiklaust með því að taka hann með.“ Nýja-Sjáland Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Eva flutt inn í verðlaunahús Kára Lífið Fleiri fréttir Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Sjá meira
Nýsjálenski auglýsingahöfundurinn Josh Thompson lenti á dögunum í því að vera sagt upp störfum, eins og kemur jú fyrir æði marga. Hann tók þó heldur öðruvísi á málunum en margir aðrir myndu gera þegar hann var boðaðu á fund yfirmanna sinna. Hann tók trúð með sér á fundin þar sem hann var látinn fara. Mannauðsdeild fyrirtækisins sem Thompson starfaði hjá, FCB New Zealand, hafði boðað Thompson á fund og hvatti hann til þess að taka „stuðningsmanneskju“ með sér á fundinn, en það er lögbundinn réttur fólks í Nýja-Sjálandi. Thompson fór strax að gruna að á fundinum yrði honum sagt upp.Í samtali við BBC um málið sagði Thompson: „Ég fékk tölvupóst og í honum stóð: „Sæll Josh, við viljum funda með þér til þess að ræða stöðu þína innan fyrirtækisins.“ Ég fann í raun bara á mér að þetta yrði uppsagnarfundur. Þannig að ég ákvað að reyna að gera gott úr aðstæðunum.“ Trúðurinn Joe fylgdi því Thompson á fundinn, og útbjó þar blöðrudýr af ýmsum toga á meðan yfirmenn Thompsons ræddu við hann. Joe var þó nokkrum sinnum beðinn um að láta af blöðrudýragerð sinni, þar sem sú iðja getur oft framkallað mikinn hávaða. „Maður lifandi, þvílíkur hávaði,“ hefur BBC eftir Thompson. Þegar Thompson voru síðan færðar fregnir af uppsögn hans brást trúðurinn við á viðeigandi hátt. „Hann kinkaði niðurlútur kolli eins og fréttunum væri beint að honum sjálfum. Atvinnumennska af fínustu sort,“ sagði Thompson. Thompson segist mæla með því að ráða trúð til þess að koma með sér á uppsagnarfund, eigi það þess kost. „Ef þið eigið fjölskyldu, vini, stjúpforeldra eða börn, endilega takið þau með. En ef það er trúður á laus, sérstaklega hann Joe, þá mæli ég hiklaust með því að taka hann með.“
Nýja-Sjáland Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Eva flutt inn í verðlaunahús Kára Lífið Fleiri fréttir Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Sjá meira