Real var bæði orðað við heimsmeistarann Paul Pogba og brasilísku stórstjörnuna Neymar en hvorugir þeirra komu á endanum til Real.
Perez hitti stjórnarmenn Real í gær sem og styrktaraðila liðsins þar sem hann ræddi síðustu leiktíð sem og það sem framundan er.
Florentino Perez explains why Real Madrid didn't sign Paul Pogba, Neymar or Bruno Fernandes https://t.co/9Bdaw0YaHupic.twitter.com/ib0lSPlFrU
— Mirror Football (@MirrorFootball) September 10, 2019
Eden Hazard, Luka Jovic, Ferland Mendy voru á meðal þeirra sem Real keypti í sumar og Perez var ánægður með sumarið.
„Við höfum aldrei eytt svo miklum pening í leikmenn þrátt fyrir að við höfum frábært lið,“ sagði Perez í gær.
Þegar Perez var aðspurður út í Pogba sagði hann að United hafi ekki viljað selja Frakkann og um Neymar sagði Perez að það hafi frekar komið frá fjölmiðlum en félaginu.