Rostungur sökkti gúmbát rússneska norðurflotans Kristján Már Unnarsson skrifar 29. september 2019 10:21 Rostungar eru stórar skepnur. Brimlar verða yfir tonn að þyngd og algengt að skögultennurnar nái yfir 50 sentímetra lengd. Vísir/getty Sjóliðar rússneska norðurflotans og leiðangursmenn frá rússneska landfræðifélaginu voru hætt komnir þegar rostungur réðst á bát þeirra og sökkti þegar þeir reyndu landtöku á eyju í Norður-Íshafi. Norski fréttamiðillinn The Barents Observer sagði frá málinu og vitnaði í rússneska miðla, sem þó segja óljóst frá atvikum. Rússneski norðurflotinn hafði tekið að sér að koma vísindaleiðangri landfræðifélagins til Frans Jósefslands, sem er rússneskur eyjaklasi austur af Svalbarða. Dráttarbátur hersins sigldi að einni eyjunni en síðan var ætlunin að ferja mannskapinn í land í gúmmíbát.Rússneski norðurflotinn birti þessa mynd úr leiðangrinum til Frans Jósefslands.Mynd/Norðurflotinn.Heimildum ber ekki saman um hvort það hafi verið einn eða fleiri rostungar sem réðust á bátinn. Sagt er að þarna hafi verið rostungsurtur sem sennilega hafi óttast um kópa sína. „Báturinn sökk, en það tókst að koma í veg fyrir harmleik, þökk sé skjótum viðbrögðum sjóliðsforingjans. Allir um borð náðu örugglega í land,“ segir í fréttatilkynningu frá Landfræðifélaginu. Norðurflotinn segir einnig frá sama leiðangri en minnist aðeins stuttlega á að „..við lendingu við Cape Heller þurfti hópur vísindamanna að flýja rostungsurtu sem réðst á leiðangursbát þegar hún varði kóp sinn“. Ekkert er minnst á það í frásögn sjóhersins að báturinn hafi sökkið, aðeins sagt að tekist hafi að forðast alvarleg vandræði „..þökk sé skýrum og vel samræmdum aðgerðum liðsmanna Norðurflotans, sem gátu náð bátnum frá dýrunum án þess að valda þeim skaða“.Rostungar sjást reglulega við Ísland, eins og þessi sem fjölskylda gekk fram á í Ófeigsfirði á Ströndum sumarið 2008. Pilturinn heitir Mikael Róbertsson og var þá níu ára.Mynd/ÁgústaRostungar sjást af og til við strendur Íslands. Tímamótarannsókn, sem Stöð 2 fjallaði um í fyrra, bendir þó til að sérstakur stofn rostunga hafi áður verið á Íslandi en stofninn hafi horfið fljótlega eftir landnám. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um íslenska rostungastofninn: Dýr Landnemarnir Norðurslóðir Rússland Tengdar fréttir Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00 Séríslenskur rostungsstofn sem dó út við landnám Hópur vísindamanna frá Íslandi, Danmörku og Hollandi hefur í fyrsta sinn staðfest með erfðarannsóknum og aldursgreiningu á beinaleifum rostunga að á Íslandi lifði sérstakur íslenskur rostungsstofn sem varð útdauður um landnám fyrir um 1100 árum. 13. september 2019 13:14 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira
Sjóliðar rússneska norðurflotans og leiðangursmenn frá rússneska landfræðifélaginu voru hætt komnir þegar rostungur réðst á bát þeirra og sökkti þegar þeir reyndu landtöku á eyju í Norður-Íshafi. Norski fréttamiðillinn The Barents Observer sagði frá málinu og vitnaði í rússneska miðla, sem þó segja óljóst frá atvikum. Rússneski norðurflotinn hafði tekið að sér að koma vísindaleiðangri landfræðifélagins til Frans Jósefslands, sem er rússneskur eyjaklasi austur af Svalbarða. Dráttarbátur hersins sigldi að einni eyjunni en síðan var ætlunin að ferja mannskapinn í land í gúmmíbát.Rússneski norðurflotinn birti þessa mynd úr leiðangrinum til Frans Jósefslands.Mynd/Norðurflotinn.Heimildum ber ekki saman um hvort það hafi verið einn eða fleiri rostungar sem réðust á bátinn. Sagt er að þarna hafi verið rostungsurtur sem sennilega hafi óttast um kópa sína. „Báturinn sökk, en það tókst að koma í veg fyrir harmleik, þökk sé skjótum viðbrögðum sjóliðsforingjans. Allir um borð náðu örugglega í land,“ segir í fréttatilkynningu frá Landfræðifélaginu. Norðurflotinn segir einnig frá sama leiðangri en minnist aðeins stuttlega á að „..við lendingu við Cape Heller þurfti hópur vísindamanna að flýja rostungsurtu sem réðst á leiðangursbát þegar hún varði kóp sinn“. Ekkert er minnst á það í frásögn sjóhersins að báturinn hafi sökkið, aðeins sagt að tekist hafi að forðast alvarleg vandræði „..þökk sé skýrum og vel samræmdum aðgerðum liðsmanna Norðurflotans, sem gátu náð bátnum frá dýrunum án þess að valda þeim skaða“.Rostungar sjást reglulega við Ísland, eins og þessi sem fjölskylda gekk fram á í Ófeigsfirði á Ströndum sumarið 2008. Pilturinn heitir Mikael Róbertsson og var þá níu ára.Mynd/ÁgústaRostungar sjást af og til við strendur Íslands. Tímamótarannsókn, sem Stöð 2 fjallaði um í fyrra, bendir þó til að sérstakur stofn rostunga hafi áður verið á Íslandi en stofninn hafi horfið fljótlega eftir landnám. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um íslenska rostungastofninn:
Dýr Landnemarnir Norðurslóðir Rússland Tengdar fréttir Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00 Séríslenskur rostungsstofn sem dó út við landnám Hópur vísindamanna frá Íslandi, Danmörku og Hollandi hefur í fyrsta sinn staðfest með erfðarannsóknum og aldursgreiningu á beinaleifum rostunga að á Íslandi lifði sérstakur íslenskur rostungsstofn sem varð útdauður um landnám fyrir um 1100 árum. 13. september 2019 13:14 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira
Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00
Séríslenskur rostungsstofn sem dó út við landnám Hópur vísindamanna frá Íslandi, Danmörku og Hollandi hefur í fyrsta sinn staðfest með erfðarannsóknum og aldursgreiningu á beinaleifum rostunga að á Íslandi lifði sérstakur íslenskur rostungsstofn sem varð útdauður um landnám fyrir um 1100 árum. 13. september 2019 13:14