Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hefur látið til skarar skríða á Spáni en árið 2017 lýstu samtökin yfir ábyrgð á árásum í Barcelona og Cambrils þar sem 14 létu lífið. Í Barcelona var sendiferðabíl ekið á gangandi vegfarendur á fjölförnustu verslunargötu borgarinnar, Römblunni.
Í Cambrils keyrðu árásarmenn inn í mannfjölda og réðust að fólki vopnaðir hnífum.
Við leit á heimili mannsins í Parla fundust efni sem hægt er að nota til sprengjugerðar auk leiðbeininga. Þá fannst einnig listi yfir möguleg skotmörk mannsins. Rannsókn á málinu stendur yfir.