Búist er við aftakaveðri á Írlandi í kvöld þegar hitabeltisstormurinn Lorenzo gengur á land. Vindhviðum allt að 36 metrum á sekúndu er spáð og bæði sjávarflóðum og mikilli úrkomu sömuleiðis.
Áður en stormurinn náði til Írlands gekk hann yfir Asóreyjar sem annars stigs fellibylur. Áður hafði hann sett met sem öflugasti stormur þessa heimshluta. Á Asórreyjum olli Lorenzo stórtjóni á mannvirkjum en engar fregnir hafa borist af manntjóni.
