Johnson kynnir nýjar Brexit-tillögur á næstu dögum Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2019 08:00 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Getty Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun á næstu dögum kynna nýjar Brexit-tillögur stjórnar sinnar fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Stjórnvöld á Írlandi hafa þegar sagt nýjar tillögur Bretlandsstjórnar um tilhögun á landamærum Norður-Írlands og Írlands ekki vera grundvöll til viðræðna. Johnson mun kynna tillögurnar að loknu flokksþingi Íhaldsflokksins sem fram fer þessa dagana. Írski ríkisfjölmiðillinn RTE greindi frá því í gær að tillögur stjórnar Johnson feli meðal annars í sér lausn um sérstakt írskt efnahagssvæði, með tollasvæði beggja vegna landamæranna. Tollahliðin yrðu að finna nokkrum kílómetrum norðan og sunnan við landamærin. Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, segir ekki vera hægt að taka tillögurnar alvarlega og að bæði Norður-Írland og Írland „eigi betra skilið“. Breska blaðið Times hefur einnig greint frá því að Johnson hafi skorað á ESB að koma í veg fyrir frekari frestun á útgöngu Bretlands úr ESB. Tilhögunin á landamæri Norður-Írlands og Írlands hefur verið helsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Bretlands og ESB um útgönguna. Er henni ætlað að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands við útgöngu Bretlands úr ESB. Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Segir Johnson reyna að skapa óeirðir og læti Keir Starmer, skugga- útgöngumálaráðherra, segir að Boris Johnson sé að reyna að skapa eins mikla úlfúð og læti og hægt er til þess að komast hjá því að sækja um útgöngufrest til Evrópusambandsins. 30. september 2019 07:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun á næstu dögum kynna nýjar Brexit-tillögur stjórnar sinnar fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Stjórnvöld á Írlandi hafa þegar sagt nýjar tillögur Bretlandsstjórnar um tilhögun á landamærum Norður-Írlands og Írlands ekki vera grundvöll til viðræðna. Johnson mun kynna tillögurnar að loknu flokksþingi Íhaldsflokksins sem fram fer þessa dagana. Írski ríkisfjölmiðillinn RTE greindi frá því í gær að tillögur stjórnar Johnson feli meðal annars í sér lausn um sérstakt írskt efnahagssvæði, með tollasvæði beggja vegna landamæranna. Tollahliðin yrðu að finna nokkrum kílómetrum norðan og sunnan við landamærin. Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, segir ekki vera hægt að taka tillögurnar alvarlega og að bæði Norður-Írland og Írland „eigi betra skilið“. Breska blaðið Times hefur einnig greint frá því að Johnson hafi skorað á ESB að koma í veg fyrir frekari frestun á útgöngu Bretlands úr ESB. Tilhögunin á landamæri Norður-Írlands og Írlands hefur verið helsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Bretlands og ESB um útgönguna. Er henni ætlað að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands við útgöngu Bretlands úr ESB.
Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Segir Johnson reyna að skapa óeirðir og læti Keir Starmer, skugga- útgöngumálaráðherra, segir að Boris Johnson sé að reyna að skapa eins mikla úlfúð og læti og hægt er til þess að komast hjá því að sækja um útgöngufrest til Evrópusambandsins. 30. september 2019 07:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Segir Johnson reyna að skapa óeirðir og læti Keir Starmer, skugga- útgöngumálaráðherra, segir að Boris Johnson sé að reyna að skapa eins mikla úlfúð og læti og hægt er til þess að komast hjá því að sækja um útgöngufrest til Evrópusambandsins. 30. september 2019 07:00