7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Atli Ísleifsson skrifar 9. nóvember 2019 18:38 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. vísir/vilhelm Alls verða framlög til ábyrgðarsjóðs launa aukin um 7,6 milljarða króna umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárlögum næsta árs. Atvinnuleysi hefur aukist nokkuð og er það að stórum hluta rakið til falls WOW air.Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. Í greinargerð segir að frávikið, 1,6 prósenta aukning frá gildandi fjárlögum , sé rakin til fárra en stórra útgjaldaliða. Lúta þau að „breyttum hagrænum forsendum og áhrifum sem leiða af töpuðu dómsmáli og áliti umboðsmanns Alþingis í almannatryggingakerfinu.“Fall WOW hefur áhrif Vegna breytinga á útgjaldaskuldbindingum meðal annars vegna atvinnuleysis og hærri fæðingarorlofsgreiðslna eru framlög í Ábyrgðarsjóð launa aukin um 7,6 milljarða króna. Atvinnuleysi stefni í að verða 3,5 prósent á þessu ári samanborið við 2,4 prósent árið 2018 sem að miklu leyti megi rekja til falls WOW air fyrr á árinu. Greiðslur vegna fæðingarorlofs verði rúmlega 1,1 milljarði hærri en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins en aukninguna má helst rekja til þess að hámarksgreiðslur hafi hækkað frá fyrra ári auk þess sem foreldrum sem taka fæðingarorlof hafi fjölgað umfram forsendur fjárlaga, sem og orlofsdögum.Dómur Landsréttar Aðra aukningu, 7,3 milljarðar króna, má rekja til útgjaldaaukningar vegna aldraðra og öryrkja. Vega þar þyngst einskiptisútgjöld vegna dóms Landsréttar um ólögmæti afturvirkrar skerðingar á greiðslum til ellilífeyrisþega vegna greiðslna úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum. Áætluð áhrif þessa dóms nema um 5,4 milljarðar króna. „Bætur voru skertar afturvirkt með lagabreytingu frá árinu 2017 þar sem verið var að leiðrétta mistök sem voru gerð við breytingu á lögum um almannatryggingar árið áður og heimila áttu skerðingu á greiðslum til ellilífeyrisþega afturvirkt um tvo mánuði. Afturvirkni laganna var dæmd ólögmæt og Tryggingastofnun ríkisins gert að greiða til baka skerðinguna ásamt dráttarvöxtum. Alls fengu 29.000 einstaklingar leiðréttingu á greiðslum ellilífeyris fyrir janúar og febrúar 2017, eða sem nemur um 190.000 kr. á hvern ellilífeyrisþega að meðaltali,“ segir í greinagerðinni. Einnig er gert ráð fyrir tæplega 1,5 milljarða aukningu framlaga vegna halla sjúkratryggingaliða á yfirstandandi ári og 790 milljón króna framlagi til samgöngumála vegna ófyrirséðs viðbótarkostnaðar sem Vegagerðin þurfti að greiða vegna nýs Herjólfs. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Alls verða framlög til ábyrgðarsjóðs launa aukin um 7,6 milljarða króna umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárlögum næsta árs. Atvinnuleysi hefur aukist nokkuð og er það að stórum hluta rakið til falls WOW air.Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. Í greinargerð segir að frávikið, 1,6 prósenta aukning frá gildandi fjárlögum , sé rakin til fárra en stórra útgjaldaliða. Lúta þau að „breyttum hagrænum forsendum og áhrifum sem leiða af töpuðu dómsmáli og áliti umboðsmanns Alþingis í almannatryggingakerfinu.“Fall WOW hefur áhrif Vegna breytinga á útgjaldaskuldbindingum meðal annars vegna atvinnuleysis og hærri fæðingarorlofsgreiðslna eru framlög í Ábyrgðarsjóð launa aukin um 7,6 milljarða króna. Atvinnuleysi stefni í að verða 3,5 prósent á þessu ári samanborið við 2,4 prósent árið 2018 sem að miklu leyti megi rekja til falls WOW air fyrr á árinu. Greiðslur vegna fæðingarorlofs verði rúmlega 1,1 milljarði hærri en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins en aukninguna má helst rekja til þess að hámarksgreiðslur hafi hækkað frá fyrra ári auk þess sem foreldrum sem taka fæðingarorlof hafi fjölgað umfram forsendur fjárlaga, sem og orlofsdögum.Dómur Landsréttar Aðra aukningu, 7,3 milljarðar króna, má rekja til útgjaldaaukningar vegna aldraðra og öryrkja. Vega þar þyngst einskiptisútgjöld vegna dóms Landsréttar um ólögmæti afturvirkrar skerðingar á greiðslum til ellilífeyrisþega vegna greiðslna úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum. Áætluð áhrif þessa dóms nema um 5,4 milljarðar króna. „Bætur voru skertar afturvirkt með lagabreytingu frá árinu 2017 þar sem verið var að leiðrétta mistök sem voru gerð við breytingu á lögum um almannatryggingar árið áður og heimila áttu skerðingu á greiðslum til ellilífeyrisþega afturvirkt um tvo mánuði. Afturvirkni laganna var dæmd ólögmæt og Tryggingastofnun ríkisins gert að greiða til baka skerðinguna ásamt dráttarvöxtum. Alls fengu 29.000 einstaklingar leiðréttingu á greiðslum ellilífeyris fyrir janúar og febrúar 2017, eða sem nemur um 190.000 kr. á hvern ellilífeyrisþega að meðaltali,“ segir í greinagerðinni. Einnig er gert ráð fyrir tæplega 1,5 milljarða aukningu framlaga vegna halla sjúkratryggingaliða á yfirstandandi ári og 790 milljón króna framlagi til samgöngumála vegna ófyrirséðs viðbótarkostnaðar sem Vegagerðin þurfti að greiða vegna nýs Herjólfs.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira