Lífstíðar og fimmtán ára fangelsi fyrir að myrða Önu Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2019 17:34 Ana Kriégel var 14 ára þegar hún var myrt á yfirgefnum bóndabæ í Dublin. Tveir táningspiltar hafa verið dæmdir til fimmtán ára fangelsisvistar annars vegar og lífstíðarfangelsis hins vegar fyrir að myrða hina fjórtán ára gömlu Önu Kriégel á hrottalegan hátt í Írlandi í fyrra. Þá voru drengirnir þrettán ára gamlir en þeir eru yngstu aðilar sem hafa verið dæmdir fyrir morð á Írlandi. Málið hefur vakið mikla athygli og óhug á meðal almennings í landinu enda morðinu ekki lýst á annan hátt en hrottalegu. Þeir löðuðu Önu í gildru með því að nýta sér þá staðreynd að hún var skotin í öðrum þeirra. Annar þeirra fór með hana á yfirgefin bóndabæ í Dublin þar sem hinn beið. Hann hafði undirbúið sig fyrir það að myrða Önu. Lögreglu grunaði að Ana hefði verið slegin í jörðina með priki um leið og hún kom inn í herbergið á bóndabænum þar sem hún fannst kviknakin nokkrum dögum síðar. Síðan var talið að hún hefði verið slegin fjórum sinnum með steini. Hún hafði verið barin illa, henni nauðgað og hún kyrkt.Sjá einnig: Leiddi Önu á yfirgefinn bóndabæ þar sem annar strákur misnotaði hana og myrtiPiltarnir voru sakfelldir í sumar en refsing þeirra var ekki ákveðin í dag. Upprunalega átti það ferli að taka fjórar vikur en dómarinn gaf sér lengri tíma vegna sálfræðimats sem drengirnir, sem nú eru fimmtán ára gamli, fóru í. Vegna aldurs þeirra hafa nöfn þeirra ekki verið gefin upp. Í frétt Guardian kemur fram að sá sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi gæti fengið reynslulausn eftir tólf ár og hinn eftir átta ár.Dómarinn sagði í dag að mögulega gætu piltarnir verið tiltölulega ungir enn þegar þeir geta losnað úr fangelsi. Þannig fengu þeir mögulega tækifæri til að byggja líf sitt upp á jákvæðan máta. „Munið þið nýta það? Þið eigið möguleika á framtíð og öðru tækifæri, einhverju sem þið neituðuð Önu á grimmilegan máta,“ sagði dómarinn. Írland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Tveir táningspiltar hafa verið dæmdir til fimmtán ára fangelsisvistar annars vegar og lífstíðarfangelsis hins vegar fyrir að myrða hina fjórtán ára gömlu Önu Kriégel á hrottalegan hátt í Írlandi í fyrra. Þá voru drengirnir þrettán ára gamlir en þeir eru yngstu aðilar sem hafa verið dæmdir fyrir morð á Írlandi. Málið hefur vakið mikla athygli og óhug á meðal almennings í landinu enda morðinu ekki lýst á annan hátt en hrottalegu. Þeir löðuðu Önu í gildru með því að nýta sér þá staðreynd að hún var skotin í öðrum þeirra. Annar þeirra fór með hana á yfirgefin bóndabæ í Dublin þar sem hinn beið. Hann hafði undirbúið sig fyrir það að myrða Önu. Lögreglu grunaði að Ana hefði verið slegin í jörðina með priki um leið og hún kom inn í herbergið á bóndabænum þar sem hún fannst kviknakin nokkrum dögum síðar. Síðan var talið að hún hefði verið slegin fjórum sinnum með steini. Hún hafði verið barin illa, henni nauðgað og hún kyrkt.Sjá einnig: Leiddi Önu á yfirgefinn bóndabæ þar sem annar strákur misnotaði hana og myrtiPiltarnir voru sakfelldir í sumar en refsing þeirra var ekki ákveðin í dag. Upprunalega átti það ferli að taka fjórar vikur en dómarinn gaf sér lengri tíma vegna sálfræðimats sem drengirnir, sem nú eru fimmtán ára gamli, fóru í. Vegna aldurs þeirra hafa nöfn þeirra ekki verið gefin upp. Í frétt Guardian kemur fram að sá sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi gæti fengið reynslulausn eftir tólf ár og hinn eftir átta ár.Dómarinn sagði í dag að mögulega gætu piltarnir verið tiltölulega ungir enn þegar þeir geta losnað úr fangelsi. Þannig fengu þeir mögulega tækifæri til að byggja líf sitt upp á jákvæðan máta. „Munið þið nýta það? Þið eigið möguleika á framtíð og öðru tækifæri, einhverju sem þið neituðuð Önu á grimmilegan máta,“ sagði dómarinn.
Írland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira