Fótbolti

Arnór Sig: Við sýndum gæði

Arnar Geir Halldórsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa
Þessi ungi piltur að stimpla sig af krafti inn í íslenska landsliðið
Þessi ungi piltur að stimpla sig af krafti inn í íslenska landsliðið vísir/skjáskot
„Við endum með 19 stig sem er fínt og náðum í þessi þrjú stig sem var markmiðið í dag. Þetta var kannski ekki eins öruggt og við vildum en samt sem áður þrjú stig,“ sagði ungstirnið Arnór Sigurðsson eftir 1-2 sigur Íslands á Moldóvu í undankeppni EM 2020.

Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, hrósaði liði sínu fyrir flott mörk og Arnór var sammála því.

„Það var einnar snertingar fótbolti þar sem við fundum svæðin og við þekkjum vel inn á hvorn annan. Við sýndum gæði og það skilaði tveimur mörkum.“

„Það var fínt að fá tækifæri í byrjunarliðinu. Við vorum svolítið lengi í gang og ég sjálfur líka. En við áttum fínar sóknir og fínar opnanir svo það er alveg margt jákvætt en líka eitthvað sem við getum lagað,“ segir Arnór sem sagði Moldóvana hafa verið harða í horn að taka.

„Þeir voru harðir og hentu sér í allar tæklingar en við létum þá ekki pirra okkur sem var mikilvægt,“ sagði Arnór sem stakk sjálfur við fæti í leikslok. Ástæðan fyrir því ökklameiðsli.

„Þetta var sami ökkli og ég er búinn að vera að ströggla með svo hann fór þegar á leið en þetta er í góðu lagi,“ sagði Arnór.

Klippa: Viðtal við Arnór Sigurðsson
 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×