Leikurinn endaði með 2-1 sigri Englandsmeistaranna en Riyad Mahrez skoraði sigurmarkið eftir laglegan einleik og gott skot. Jamie Carragher fór vel yfir sigurmarkið í gær.
Fyrrum enski landsliðsmaðurinn setti á sig snjall gleraugun og setti sig í spor varnarmanna Chelsea og fór yfir hvort þeir hefðu átt að geta skotað Alsír-manninn á leið sinni að markinu.
.@Carra23's VR is back!
Could Chelsea have stopped Riyad Mahrez's winner on Saturday?
Jamie takes a look... pic.twitter.com/Z4UJjUXhHi
— Sky Sports MNF (@SkySportsMNF) November 25, 2019
Carragher segir að það hafi verið ansi erfitt að stoppa Mahrez á þessum stað. Þrátt fyrir að Mahrez vilji mikið fara inn á vinstri fótinn hjá sér hafi svæðið sem Emerson var að verjast á - einfaldlega of stórt.
Alla greiningu Carragher má sjá hér að ofan en hann setur sig einnig í spor Mahrez.