Netanjahú samþykkir að boða til formannskosninga innan Líkúd Andri Eysteinsson skrifar 24. nóvember 2019 22:58 Staða Netanjahú innan Líkúd hefur jafnan verið betri. Getty/Amir Levy Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og leiðtogi Líkud-flokksins, samþykkti í gær kröfu andstæðinga sinna innan flokksins og hefur boðað til formannskjörs innan sex vikna. Times of Israel greinir frá. Andstæðingar Netanjahú, með Gideon Sa‘ar fremstan í flokki hafa þrýst á flokksforystu Líkúd eftir að Ríkissaksóknari Ísrael tilkynnti á dögunum að forsætisráðherrann yrði ákærður fyrir spillingu í þremur mismunandi málum. Þó hafði Sa‘ar lengur kallað eftir formannskjöri en stjórnarkreppa hefur ríkt í Ísrael frá kosningum í September en hvorki Netanjahú né andstæðingi hans, Benny Gantz tókst að mynda ríkisstjórn. Í kjölfar kosninganna hóf Sa‘ar að kalla eftir því að stokkað yrði upp í æðstu stöðum innan stjórnarflokksins Líkúd sem hefur undir stjórn Netanjahú setið í ríkisstjórn frá árinu 2009. Netanjahú hefur þó hingað til hafnað þeim tillögum Sa‘ar. En með væntanlegum ákærum gegn honum hefur Netanjahú snúist hugur og gæti svo orðið að nýr formaður flokksins verði kjörinn. Netanjahú tók sjálfur við embætti af Aríel Sharon árið 2005 þegar sá síðarnefndi stofnaði Kadima flokkinn. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær innan þessara sex vikna kosningarnar fara fram. Samkvæmt ísraelskum stjórnskipunarlögum eru þó eingöngu sextán dagar til stefnu áður en að boðað verður til þingkosninga á nýjan leik. Andstæðingar forsætisráðherrans hafa kallað eftir því að nýr formaður verði kjörinn innan þess tíma. Ísrael Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og leiðtogi Líkud-flokksins, samþykkti í gær kröfu andstæðinga sinna innan flokksins og hefur boðað til formannskjörs innan sex vikna. Times of Israel greinir frá. Andstæðingar Netanjahú, með Gideon Sa‘ar fremstan í flokki hafa þrýst á flokksforystu Líkúd eftir að Ríkissaksóknari Ísrael tilkynnti á dögunum að forsætisráðherrann yrði ákærður fyrir spillingu í þremur mismunandi málum. Þó hafði Sa‘ar lengur kallað eftir formannskjöri en stjórnarkreppa hefur ríkt í Ísrael frá kosningum í September en hvorki Netanjahú né andstæðingi hans, Benny Gantz tókst að mynda ríkisstjórn. Í kjölfar kosninganna hóf Sa‘ar að kalla eftir því að stokkað yrði upp í æðstu stöðum innan stjórnarflokksins Líkúd sem hefur undir stjórn Netanjahú setið í ríkisstjórn frá árinu 2009. Netanjahú hefur þó hingað til hafnað þeim tillögum Sa‘ar. En með væntanlegum ákærum gegn honum hefur Netanjahú snúist hugur og gæti svo orðið að nýr formaður flokksins verði kjörinn. Netanjahú tók sjálfur við embætti af Aríel Sharon árið 2005 þegar sá síðarnefndi stofnaði Kadima flokkinn. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær innan þessara sex vikna kosningarnar fara fram. Samkvæmt ísraelskum stjórnskipunarlögum eru þó eingöngu sextán dagar til stefnu áður en að boðað verður til þingkosninga á nýjan leik. Andstæðingar forsætisráðherrans hafa kallað eftir því að nýr formaður verði kjörinn innan þess tíma.
Ísrael Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira