Meiri líkur á því að Englendingar fái að halda HM í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2019 09:30 Englendingar urðu heimsmeistarar í fyrsta og eina skiptið þegar þeir héldu HM síðast árið 1966. Getty/Rolls Press/Popperfoto Það ríkir nú aukin bjartsýni á það í herbúðum bresku knattspyrnusambandandanna að stærsta keppni fótboltaheimsins snúi aftur „heim“ eftir 64 ára fjarveru. Englendingar misstu af því að halda HM 2018 sem eins og flestir vita fór fram í Rússlandi og kom það mörgum á óvart. Reyndar ekki eins mörgum og þegar HM 2022 endaði í Katar. Enska sambandið hafði tjaldað miklu til í framboði sínu fyrir HM 2018 og sat eftir með sárt ennið. Nú ætla Englendingar sér að fá HM 2030 undir sameiginlegu framboði Breta og Íra.British and Irish chances of 2030 World Cup bid made more ‘credible’ https://t.co/Mb54qGg8nw — Guardian sport (@guardian_sport) December 1, 2019Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins heitir Noel Mooney og hann var mjög jákvæður þegar hann ræddi möguleika breska framboðsins á að hreppa HM 2030. Bretland og Írland kynntu framboð sitt um helgina þegar dregið var í riðla fyrir EM 2020. Þar munu England, Skotland og Írland öll hýsa leiki eins og níu önnur lönd í Evrópu enda verður EM alls staðar á næsta ári. „Við höfum fengið jákvæð viðbrögð og það eina rétta er að láta verða að þessu. Við erum komnir á fulla ferð með enska sambandið í fararbroddi. Kynningin var mjög góð. Það er góður möguleiki fyrir okkur að setja fram trúverðugt tilboð og vonandi vinnum við. Það kæmi mér mjög á óvart ef menn hefðu ekki trú á þessu framboði Bretlands og Írlands,“ sagði Noel Mooney við blaðamann Times. Breska framboðið býr líka að því að það fékk flottan stuðning frá Aleksander Ceferin, forset UEFA, sem sagði að það væri kominn tími á það að heimsmeistarakeppnin færi aftur til Englands í fyrsta sinn frá árinu 1966. Þetta verður hins vegar ekki eina framboðið því Suður-Ameríkuþjóðirnar Argentína, Úrúgvæ, Síle og Paragvæ vilja fá að halda keppnina saman. Fyrsta HM fór einmitt fram í Úrúgvæ árið 1930 eða nákvæmlega hundrað árum á undan þessari keppni. Framboð frá Marokkó með nágrönnum sínum í Alsír og Túnis sem og framboð frá Balkanskagaþjóðunum Búlgaríu, Grikklandi, Rúmeníu og Serbíu eru líka í samkeppni við Breta og Íra. Næsta HM fer fram í Katar 2022 og þá verður HM 2026 í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkíó. HM 2022 í Katar Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Sjá meira
Það ríkir nú aukin bjartsýni á það í herbúðum bresku knattspyrnusambandandanna að stærsta keppni fótboltaheimsins snúi aftur „heim“ eftir 64 ára fjarveru. Englendingar misstu af því að halda HM 2018 sem eins og flestir vita fór fram í Rússlandi og kom það mörgum á óvart. Reyndar ekki eins mörgum og þegar HM 2022 endaði í Katar. Enska sambandið hafði tjaldað miklu til í framboði sínu fyrir HM 2018 og sat eftir með sárt ennið. Nú ætla Englendingar sér að fá HM 2030 undir sameiginlegu framboði Breta og Íra.British and Irish chances of 2030 World Cup bid made more ‘credible’ https://t.co/Mb54qGg8nw — Guardian sport (@guardian_sport) December 1, 2019Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins heitir Noel Mooney og hann var mjög jákvæður þegar hann ræddi möguleika breska framboðsins á að hreppa HM 2030. Bretland og Írland kynntu framboð sitt um helgina þegar dregið var í riðla fyrir EM 2020. Þar munu England, Skotland og Írland öll hýsa leiki eins og níu önnur lönd í Evrópu enda verður EM alls staðar á næsta ári. „Við höfum fengið jákvæð viðbrögð og það eina rétta er að láta verða að þessu. Við erum komnir á fulla ferð með enska sambandið í fararbroddi. Kynningin var mjög góð. Það er góður möguleiki fyrir okkur að setja fram trúverðugt tilboð og vonandi vinnum við. Það kæmi mér mjög á óvart ef menn hefðu ekki trú á þessu framboði Bretlands og Írlands,“ sagði Noel Mooney við blaðamann Times. Breska framboðið býr líka að því að það fékk flottan stuðning frá Aleksander Ceferin, forset UEFA, sem sagði að það væri kominn tími á það að heimsmeistarakeppnin færi aftur til Englands í fyrsta sinn frá árinu 1966. Þetta verður hins vegar ekki eina framboðið því Suður-Ameríkuþjóðirnar Argentína, Úrúgvæ, Síle og Paragvæ vilja fá að halda keppnina saman. Fyrsta HM fór einmitt fram í Úrúgvæ árið 1930 eða nákvæmlega hundrað árum á undan þessari keppni. Framboð frá Marokkó með nágrönnum sínum í Alsír og Túnis sem og framboð frá Balkanskagaþjóðunum Búlgaríu, Grikklandi, Rúmeníu og Serbíu eru líka í samkeppni við Breta og Íra. Næsta HM fer fram í Katar 2022 og þá verður HM 2026 í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkíó.
HM 2022 í Katar Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Sjá meira