Fyrrverandi leiðtogi Pakistans, hershöfðinginn Pervez Musharraf, var í morgun dæmdur til dauða í höfuðborginni Islamabad.
Musharraf var sakfelldur fyrir landráð en ásakanirnar á hendur honum voru fyrst settar fram árið 2013.
Musharraf komst til valda í landinu árið 1999 með aðstoð hersins og hann var forseti Pakistans á árunum 2001 til 2008.
Hann var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna þar sem hann dvelur nú í Dúbaí en þangað fékk hann að fara til að sækja sér læknisaðstoð árið 2016.
Landráð á hann að hafa framið árið 2007 þegar hann afnam stjórnarskrá Pakistans og setti neyðarlög sem áttu að gera það að verkum að hann gæti setið lengur á forsetastóli.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)