Atkvæðagreiðslu frestað: „Ekki séns að Trump verði vikið úr embætti“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2019 09:15 Jerry Nadler og Mitch McConnell. Vísir/AP Atkvæðagreiðslu dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um ákærur gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot var frestað í nótt eftir rúmlega 14 tíma nefndarfund. Jerold Nadler, formaður nefndarinnar, tók þessa ákvörðun óvænt og brugðust Repúblikanar í nefndinni reiðir við þessum fregnum. Repúblikanar höfðu varið öllum deginum í að krefjast breytinga sem var ætlað að binda enda á ákæruferlið. Fundurinn einkenndist af deilum, frammíköllum og móðgunum. Nadler sagði fundinn í gær hafa verið langan og klukkan væri orðin margt. Hann vildi að þingmenn hugsuðu sinn gang og að atkvæðagreiðslan myndi fara fram í dag. Enn er fastlega búist við því að nefndin, þar sem Demókratar eru í meirihluta, muni samþykkja ákærurnar og fulltrúadeildin öll muni greiða atkvæði um þær í næstu viku.Sjá einnig: Ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt og standa í vegi þingsinsEkkert þinghald er vestanhafs í dag og höfðu margir meðlimir nefndarinnar ekki áætlað að vera í þinghúsinu. Einhverjir ætluðu sér í ferðalög, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þegar Nadler tilkynnti frestun atkvæðagreiðslunnar urðu Repúblikanar reiðir, eins og áður hefur komið fram. Douglas A. Collins, leiðtogi Repúblikana í nefndinni, sakaði Demókrata um athyglissýki og sagði einu ástæðuna fyrir frestuninni vera að hann vildi að atkvæðagreiðslunni yrði sjónvarpað um allt landið. Repúblikanar skömmuðust yfir því að Demókratar höfðu svikið samkomulag þeirra á milli um að greiða atkvæði um ákærurnar í gær. Heimildarmenn Washington Post innan Demókrataflokksins segja ekkert slíkt samkomulag hafa verið til staðar. Báðar hliðar hafi þó samþykkt að ljúka fundinum fyrir fimm í gær, að staðartíma.Repúblikanar hafi hins vegar tekið þá ákvörðun að draga úr nefndarfundinum með endalausum breytingartillögum og því hafi fundinum verið frestað og var það gert klukkan 11:15 að kvöldi til. Trump er fjórði forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem stendur frammi fyrir ákærum fyrir embættisbrot og sá fyrsti sem stendur í kosningabaráttu á sama tíma. Demókratar hafa opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Hann er sakaður um að misnota vald sitt og að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Demókratar segja Trump hafa ógnað bæði heillindum kosninga í Bandaríkjunum og þjóðaröryggi en rannsókn hefur nú staðið yfir frá því að í ljós kom að Trump hafði haldið aftur af neyðaraðstoð til Úkraínu. Vitni og aðrir segja það hafa verið gert til að þrýsta á Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. Trump hafði krafið Zelensky um að tilkynna opinberlega að hann ætlaði að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump fyrir kosningarnar á næsta ári. Á því byggir ákæran um að Trump hafi misnotað vald sitt.Sjá einnig: Þingmenn vilja stutt réttarhöldLeiðtogar Repúblikanaflokksins hafa að undanförnu unnið að því að tryggja að enginn þingmaður flokksins gangi til liðs við Demókrata í ákæruferlinu og samkvæmt Politico telja þeir að það hafi tekist. Allar breytingartillögur Repúblikana voru til marks um það felldar eftir flokkslínum. Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, var í viðtali á Fox News í gærkvöldi, þar sem hann staðhæfði að það væri „ekki séns að Trump verði vikið úr embætti“. Réttarhöld gegn Trump munu fara fram í öldungadeildinni og sagðist McConnell vonast til þess að enginn þingmaður hans myndi greiða atkvæði með ákærunum. McConnell sagði einnig að allt sem hann myndi gera varðandi réttarhöldin yrði í samráði við Hvíta húsið og lögmennina sem koma að vörnum Trump. „Það verður enginn munur á stöðu forsetans og stöðu okkar, varðandi það hvernig við munum meðhöndla þetta,“ sagði McConnell um réttarhöldin þar sem öldungadeildarþingmenn eiga að vera nokkurskonar kviðdómendur. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja Trump hafa brotið af sér í starfi Donald Trump fórnaði öryggishagsmunum Bandaríkjanna í eigin hag og rík ástæða er til að ákæra hann fyrir embættisbrot í starfi forseta. 3. desember 2019 19:57 Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23 Starfsmönnum Hvíta hússins geti verið gert að bera vitni Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að starfsmenn Hvíta hússins geti verið neyddir til að bera vitni fyrir þingnefndum í tengslum við málarekstur þingsins gegn forsetanum. 26. nóvember 2019 07:29 Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. 4. desember 2019 21:30 Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. 2. desember 2019 23:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Atkvæðagreiðslu dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um ákærur gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot var frestað í nótt eftir rúmlega 14 tíma nefndarfund. Jerold Nadler, formaður nefndarinnar, tók þessa ákvörðun óvænt og brugðust Repúblikanar í nefndinni reiðir við þessum fregnum. Repúblikanar höfðu varið öllum deginum í að krefjast breytinga sem var ætlað að binda enda á ákæruferlið. Fundurinn einkenndist af deilum, frammíköllum og móðgunum. Nadler sagði fundinn í gær hafa verið langan og klukkan væri orðin margt. Hann vildi að þingmenn hugsuðu sinn gang og að atkvæðagreiðslan myndi fara fram í dag. Enn er fastlega búist við því að nefndin, þar sem Demókratar eru í meirihluta, muni samþykkja ákærurnar og fulltrúadeildin öll muni greiða atkvæði um þær í næstu viku.Sjá einnig: Ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt og standa í vegi þingsinsEkkert þinghald er vestanhafs í dag og höfðu margir meðlimir nefndarinnar ekki áætlað að vera í þinghúsinu. Einhverjir ætluðu sér í ferðalög, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þegar Nadler tilkynnti frestun atkvæðagreiðslunnar urðu Repúblikanar reiðir, eins og áður hefur komið fram. Douglas A. Collins, leiðtogi Repúblikana í nefndinni, sakaði Demókrata um athyglissýki og sagði einu ástæðuna fyrir frestuninni vera að hann vildi að atkvæðagreiðslunni yrði sjónvarpað um allt landið. Repúblikanar skömmuðust yfir því að Demókratar höfðu svikið samkomulag þeirra á milli um að greiða atkvæði um ákærurnar í gær. Heimildarmenn Washington Post innan Demókrataflokksins segja ekkert slíkt samkomulag hafa verið til staðar. Báðar hliðar hafi þó samþykkt að ljúka fundinum fyrir fimm í gær, að staðartíma.Repúblikanar hafi hins vegar tekið þá ákvörðun að draga úr nefndarfundinum með endalausum breytingartillögum og því hafi fundinum verið frestað og var það gert klukkan 11:15 að kvöldi til. Trump er fjórði forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem stendur frammi fyrir ákærum fyrir embættisbrot og sá fyrsti sem stendur í kosningabaráttu á sama tíma. Demókratar hafa opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Hann er sakaður um að misnota vald sitt og að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Demókratar segja Trump hafa ógnað bæði heillindum kosninga í Bandaríkjunum og þjóðaröryggi en rannsókn hefur nú staðið yfir frá því að í ljós kom að Trump hafði haldið aftur af neyðaraðstoð til Úkraínu. Vitni og aðrir segja það hafa verið gert til að þrýsta á Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. Trump hafði krafið Zelensky um að tilkynna opinberlega að hann ætlaði að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump fyrir kosningarnar á næsta ári. Á því byggir ákæran um að Trump hafi misnotað vald sitt.Sjá einnig: Þingmenn vilja stutt réttarhöldLeiðtogar Repúblikanaflokksins hafa að undanförnu unnið að því að tryggja að enginn þingmaður flokksins gangi til liðs við Demókrata í ákæruferlinu og samkvæmt Politico telja þeir að það hafi tekist. Allar breytingartillögur Repúblikana voru til marks um það felldar eftir flokkslínum. Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, var í viðtali á Fox News í gærkvöldi, þar sem hann staðhæfði að það væri „ekki séns að Trump verði vikið úr embætti“. Réttarhöld gegn Trump munu fara fram í öldungadeildinni og sagðist McConnell vonast til þess að enginn þingmaður hans myndi greiða atkvæði með ákærunum. McConnell sagði einnig að allt sem hann myndi gera varðandi réttarhöldin yrði í samráði við Hvíta húsið og lögmennina sem koma að vörnum Trump. „Það verður enginn munur á stöðu forsetans og stöðu okkar, varðandi það hvernig við munum meðhöndla þetta,“ sagði McConnell um réttarhöldin þar sem öldungadeildarþingmenn eiga að vera nokkurskonar kviðdómendur.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja Trump hafa brotið af sér í starfi Donald Trump fórnaði öryggishagsmunum Bandaríkjanna í eigin hag og rík ástæða er til að ákæra hann fyrir embættisbrot í starfi forseta. 3. desember 2019 19:57 Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23 Starfsmönnum Hvíta hússins geti verið gert að bera vitni Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að starfsmenn Hvíta hússins geti verið neyddir til að bera vitni fyrir þingnefndum í tengslum við málarekstur þingsins gegn forsetanum. 26. nóvember 2019 07:29 Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. 4. desember 2019 21:30 Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. 2. desember 2019 23:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Segja Trump hafa brotið af sér í starfi Donald Trump fórnaði öryggishagsmunum Bandaríkjanna í eigin hag og rík ástæða er til að ákæra hann fyrir embættisbrot í starfi forseta. 3. desember 2019 19:57
Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23
Starfsmönnum Hvíta hússins geti verið gert að bera vitni Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að starfsmenn Hvíta hússins geti verið neyddir til að bera vitni fyrir þingnefndum í tengslum við málarekstur þingsins gegn forsetanum. 26. nóvember 2019 07:29
Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. 4. desember 2019 21:30
Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. 2. desember 2019 23:00