Kaepernick vill enn spila í NFL-deildinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. febrúar 2019 23:30 Kaepernick er kominn inn úr kuldanum. vísir/getty Þar sem leikstjórnandinn Colin Kaepernick hefur náð samkomulagi við NFL-deildina eftir langar og harðar deilur er hann loksins farinn að hugsa um að spila aftur í deildinni. Kaepernick náði nokkuð óvænt sáttum við deildina um helgina. Það sem er kannski enn óvæntara er að ekki var neitt gefið upp um sáttina og málsaðilar munu ekki tjá sig frekar um hana. Þó er nokkuð víst að NFL-deildin þurfti að galopna veskið til þess að þagga niður í fyrrum leikstjórnanda San Francisco 49ers. Strax daginn eftir sagði lögfræðingur hans að Kaepernick vildi komast aftur í deildina. Það sem meira er þá taldi hann upp líkleg lið fyrir skjólstæðing sinn. Þau eru Carolina Panthers og New England Patriots. Hjá Panthers myndi Kaepernick hitta Eric Reid sem einnig stóð í deilum við deildina og gekk frá sínu máli á sama tíma og leikstjórnandinn. Ekkert er heldur gefið upp um hans sátt. Kaepernick hætti í deildinni eftir tímabilið 2017 og ekkert félag samdi við hann eftir það. Þá fór hann í mál og sakaði eigendur liðanna um að hafa ákveðið sín á milli að halda honum utan deildarinnar. Ástæðan sú að Kaepernick stóð fyrir mótmælum fyrir leiki með því að fara niður á hné meðan þjóðsöngurinn var leikinn. Með því vildi hann mótmæla misrétti í Bandaríkjunum. NFL Tengdar fréttir Kaepernick hrósaði leikmönnum fyrir að fara niður á hné Fyrsti stóri leikdagurinn í NFL-deildinni var í gær og margt áhugavert í gangi. Þar á meðal mótmæli leikmanna meðan þjóðsöngurinn er leikinn en þau eru ekki hætt þó svo eigendur liðanna reyni að koma í veg fyrir þau. 10. september 2018 12:30 Kaepernick búinn að leysa ágreininginn við eigendur í NFL Colin Kaepernick hefur náð samkomulagi í kvörtun sinni gegn eigendum liða í NFL deildinni. 16. febrúar 2019 08:00 Fyrsta klappstýran sem fer niður á hné Lætin í kringum bandaríska þjóðsönginn og NFL-deildina tóku nýja og óvænta stefnu í nótt er klappstýra ákvað að styðja mótmælin í fyrsta sinn. 2. nóvember 2018 23:30 Fór á hausinn eftir mótmælaaðgerðir gegn Nike og Kaepernick Eigandi íþróttabúðar í Colorado-fylki, hefur neyðst til þess að skella í lás eftir rúmlega 20 ára rekstur. Hann tók afstöðu gegn Nike og Colin Kaepernick og það varð honum að falli. 14. febrúar 2019 23:30 Mest lesið „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Körfubolti Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Fótbolti Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Körfubolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Körfubolti Fleiri fréttir „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Frábær leikur Andra dugði ekki til Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Píla festist í fæti keppanda Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Welbeck skaut Brighton áfram Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli FH-ingar bikarmeistarar og Erna Sóley með mótsmet Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Dagskráin í dag: Spennandi leikir á Englandi, stórleikur í NBA og íslenskur körfubolti Sjá meira
Þar sem leikstjórnandinn Colin Kaepernick hefur náð samkomulagi við NFL-deildina eftir langar og harðar deilur er hann loksins farinn að hugsa um að spila aftur í deildinni. Kaepernick náði nokkuð óvænt sáttum við deildina um helgina. Það sem er kannski enn óvæntara er að ekki var neitt gefið upp um sáttina og málsaðilar munu ekki tjá sig frekar um hana. Þó er nokkuð víst að NFL-deildin þurfti að galopna veskið til þess að þagga niður í fyrrum leikstjórnanda San Francisco 49ers. Strax daginn eftir sagði lögfræðingur hans að Kaepernick vildi komast aftur í deildina. Það sem meira er þá taldi hann upp líkleg lið fyrir skjólstæðing sinn. Þau eru Carolina Panthers og New England Patriots. Hjá Panthers myndi Kaepernick hitta Eric Reid sem einnig stóð í deilum við deildina og gekk frá sínu máli á sama tíma og leikstjórnandinn. Ekkert er heldur gefið upp um hans sátt. Kaepernick hætti í deildinni eftir tímabilið 2017 og ekkert félag samdi við hann eftir það. Þá fór hann í mál og sakaði eigendur liðanna um að hafa ákveðið sín á milli að halda honum utan deildarinnar. Ástæðan sú að Kaepernick stóð fyrir mótmælum fyrir leiki með því að fara niður á hné meðan þjóðsöngurinn var leikinn. Með því vildi hann mótmæla misrétti í Bandaríkjunum.
NFL Tengdar fréttir Kaepernick hrósaði leikmönnum fyrir að fara niður á hné Fyrsti stóri leikdagurinn í NFL-deildinni var í gær og margt áhugavert í gangi. Þar á meðal mótmæli leikmanna meðan þjóðsöngurinn er leikinn en þau eru ekki hætt þó svo eigendur liðanna reyni að koma í veg fyrir þau. 10. september 2018 12:30 Kaepernick búinn að leysa ágreininginn við eigendur í NFL Colin Kaepernick hefur náð samkomulagi í kvörtun sinni gegn eigendum liða í NFL deildinni. 16. febrúar 2019 08:00 Fyrsta klappstýran sem fer niður á hné Lætin í kringum bandaríska þjóðsönginn og NFL-deildina tóku nýja og óvænta stefnu í nótt er klappstýra ákvað að styðja mótmælin í fyrsta sinn. 2. nóvember 2018 23:30 Fór á hausinn eftir mótmælaaðgerðir gegn Nike og Kaepernick Eigandi íþróttabúðar í Colorado-fylki, hefur neyðst til þess að skella í lás eftir rúmlega 20 ára rekstur. Hann tók afstöðu gegn Nike og Colin Kaepernick og það varð honum að falli. 14. febrúar 2019 23:30 Mest lesið „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Körfubolti Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Fótbolti Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Körfubolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Körfubolti Fleiri fréttir „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Frábær leikur Andra dugði ekki til Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Píla festist í fæti keppanda Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Welbeck skaut Brighton áfram Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli FH-ingar bikarmeistarar og Erna Sóley með mótsmet Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Dagskráin í dag: Spennandi leikir á Englandi, stórleikur í NBA og íslenskur körfubolti Sjá meira
Kaepernick hrósaði leikmönnum fyrir að fara niður á hné Fyrsti stóri leikdagurinn í NFL-deildinni var í gær og margt áhugavert í gangi. Þar á meðal mótmæli leikmanna meðan þjóðsöngurinn er leikinn en þau eru ekki hætt þó svo eigendur liðanna reyni að koma í veg fyrir þau. 10. september 2018 12:30
Kaepernick búinn að leysa ágreininginn við eigendur í NFL Colin Kaepernick hefur náð samkomulagi í kvörtun sinni gegn eigendum liða í NFL deildinni. 16. febrúar 2019 08:00
Fyrsta klappstýran sem fer niður á hné Lætin í kringum bandaríska þjóðsönginn og NFL-deildina tóku nýja og óvænta stefnu í nótt er klappstýra ákvað að styðja mótmælin í fyrsta sinn. 2. nóvember 2018 23:30
Fór á hausinn eftir mótmælaaðgerðir gegn Nike og Kaepernick Eigandi íþróttabúðar í Colorado-fylki, hefur neyðst til þess að skella í lás eftir rúmlega 20 ára rekstur. Hann tók afstöðu gegn Nike og Colin Kaepernick og það varð honum að falli. 14. febrúar 2019 23:30