Barcelona er komið í úrslitaleikinn á heimsmeistarakeppni félagsliða þegar liðið vann tíu marka sigur á Al Wehda frá Sádi-Arabíu, 34-24.
Börsungar voru heillum horfnir í fyrri hálfleik. Sádi-Arabarnir voru sterkari og skoruðu heil sextán mörk í fyrri hálfleik. Þeir leiddu 16-13 í hálfleik.
Spánverjirnir þéttu vörnina í síðari hálfleik og héldu Al Wehda í fimm mörkum lengi vel framan af leiknum. Börsungar höfðu svo að lokum betur, 34-24.
Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk úr níu skotum en markahæstur Börsunga var Luka Cindric sem skoraði sjö mörk úr sjö skotum.
Úrslitaleikurinn fer fram á laugardaginn.
Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk er Bergrischer gerði 24-24 jafntefli við Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.
Bergrischer er með þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina en þetta var fyrsta stig Melsungen í deildinni þetta árið.
Alexander Petersson skoraði eitt mark er Rhein-Neckar Löwen tapaði á útivelli, 30-27, gegn ríkjandi meisturunum í Flensburg. Ljónin er með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina.
Aðalsteinn Eyjólfsson stýrði Erlangen til sigurs í fyrsta leik þeirra í deildinni þetta tímabilið en lokatölur urðu 27-21 sigur Erlangen.

