Yfirmaður peningaþvættisdeildar DNB sagði upp störfum í haust Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 15:15 Norski bankinn DNB lokaði á viðskipti við félag tengt Samherja í maí í fyrra vegna gruns um að félagið væri notað til að stunda peningaþvætti. Vísir/EPA Roar Østby, sem var yfirmaður peningaþvættisdeildar norska bankans DNS, sagði upp störfum í haust. Annar starfsmaður deildarinnar, Hege Hagen, fékk stöðuhækkun og tók við sem yfirmaður. Frá þessu er greint á vef norska viðskiptamiðilsins Dagens Næringsliv en eins og fram kom í umfjöllun Stundarinnar um Samherjaskjölin í liðinni viku lokaði DNB á viðskipti við félag tengt Samherja í maí í fyrra vegna gruns um að félagið væri notað til að stunda peningaþvætti. Upplýsingafulltrúi DNB, Thomas Midteide, þvertekur fyrir að starfslok Østby tengist máli Samherja hjá bankanum. Hann hafi sjálfur óskað eftir því að láta af störfum eftir mörg ár í peningaþvættisdeildinni. Í frétt Stundarinnar segir hins vegar að það sé ljóst að DNB hafi haft upplýsingar um Samherjamálið þegar Østby ákvað að segja upp störfum í haust.9,1 milljarður króna í gegnum félagið Fyrrnefnt félag, Cape Cod FS, sem DNB lokaði á viðskipti við var staðsett á Marshall-eyjum. Bankinn lokaði á viðskiptin vegna þess að hann taldi óvíst hvert raunverulegt eignarhald félagsins væri. Þar af leiðandi væri grunur um að félagið væri notað til að þvætta peninga. Alls fóru 9,1 milljarður króna í gegnum Cape Cod FS en Samherji notaði það til að greiða laun sjómanna fyrirtækisins í Afríku frá árinu 2010. Félög Samherja millifærðu fjármunina inn á reikninga félagsins og var sama upphæð svo millifærð af reikningunum. Að því er segir í frétt Stundarinnar voru millifærslurnar af reikningunum aðallega launagreiðslur til Austur-Evrópubúa. Alls lokaði DNB fimm bankareikningum vegna hættu á verið væri að þvætta peninga í gegnum þá. Í frétt Dagens Næringsliv er fundið að því að bankinn hafi ekki tilkynnt um brotthvarf Østby og að nýr yfirmaður hafi tekið við peningaþvættisdeildinni með stuttum fyrirvara. Er upplýsingafulltrúi DNB spurður út í hvers vegna þetta hafi ekki verið tilkynnt. „Við auglýsum svona venjulega ekki í fjölmiðlum. Það eru yfir 1000 millistjórnendur hjá DNB. Fjármálaeftirlitinu og öðrum viðeigandi yfirvöldum hefur auðvitað verið tilkynnt um þetta,“ segir Midteide. Fram kemur í frétt Dagens Næringsliv að Østby hafi ekki svarað fyrirspurnum miðilsins vegna málsins. Noregur Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Norðmenn fjalla um þátt DNB í Samherjamálinu Samherjamálið hefur vakið mikla athygli í Noregi. Fjölmiðlar í landinu hafa undanfarna daga fjallað um ásakanir um að Samherji hafi greitt mútur í gegnum norska ríkisbankann DNB. 15. nóvember 2019 18:30 Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Roar Østby, sem var yfirmaður peningaþvættisdeildar norska bankans DNS, sagði upp störfum í haust. Annar starfsmaður deildarinnar, Hege Hagen, fékk stöðuhækkun og tók við sem yfirmaður. Frá þessu er greint á vef norska viðskiptamiðilsins Dagens Næringsliv en eins og fram kom í umfjöllun Stundarinnar um Samherjaskjölin í liðinni viku lokaði DNB á viðskipti við félag tengt Samherja í maí í fyrra vegna gruns um að félagið væri notað til að stunda peningaþvætti. Upplýsingafulltrúi DNB, Thomas Midteide, þvertekur fyrir að starfslok Østby tengist máli Samherja hjá bankanum. Hann hafi sjálfur óskað eftir því að láta af störfum eftir mörg ár í peningaþvættisdeildinni. Í frétt Stundarinnar segir hins vegar að það sé ljóst að DNB hafi haft upplýsingar um Samherjamálið þegar Østby ákvað að segja upp störfum í haust.9,1 milljarður króna í gegnum félagið Fyrrnefnt félag, Cape Cod FS, sem DNB lokaði á viðskipti við var staðsett á Marshall-eyjum. Bankinn lokaði á viðskiptin vegna þess að hann taldi óvíst hvert raunverulegt eignarhald félagsins væri. Þar af leiðandi væri grunur um að félagið væri notað til að þvætta peninga. Alls fóru 9,1 milljarður króna í gegnum Cape Cod FS en Samherji notaði það til að greiða laun sjómanna fyrirtækisins í Afríku frá árinu 2010. Félög Samherja millifærðu fjármunina inn á reikninga félagsins og var sama upphæð svo millifærð af reikningunum. Að því er segir í frétt Stundarinnar voru millifærslurnar af reikningunum aðallega launagreiðslur til Austur-Evrópubúa. Alls lokaði DNB fimm bankareikningum vegna hættu á verið væri að þvætta peninga í gegnum þá. Í frétt Dagens Næringsliv er fundið að því að bankinn hafi ekki tilkynnt um brotthvarf Østby og að nýr yfirmaður hafi tekið við peningaþvættisdeildinni með stuttum fyrirvara. Er upplýsingafulltrúi DNB spurður út í hvers vegna þetta hafi ekki verið tilkynnt. „Við auglýsum svona venjulega ekki í fjölmiðlum. Það eru yfir 1000 millistjórnendur hjá DNB. Fjármálaeftirlitinu og öðrum viðeigandi yfirvöldum hefur auðvitað verið tilkynnt um þetta,“ segir Midteide. Fram kemur í frétt Dagens Næringsliv að Østby hafi ekki svarað fyrirspurnum miðilsins vegna málsins.
Noregur Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Norðmenn fjalla um þátt DNB í Samherjamálinu Samherjamálið hefur vakið mikla athygli í Noregi. Fjölmiðlar í landinu hafa undanfarna daga fjallað um ásakanir um að Samherji hafi greitt mútur í gegnum norska ríkisbankann DNB. 15. nóvember 2019 18:30 Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30
Norðmenn fjalla um þátt DNB í Samherjamálinu Samherjamálið hefur vakið mikla athygli í Noregi. Fjölmiðlar í landinu hafa undanfarna daga fjallað um ásakanir um að Samherji hafi greitt mútur í gegnum norska ríkisbankann DNB. 15. nóvember 2019 18:30
Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01