Fótbolti

Sjáðu mörkin níu sem Håland skoraði gegn Hondúras

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Håland tekur sjálfu með áhorfendum eftir leikinn gegn Hondúras.
Håland tekur sjálfu með áhorfendum eftir leikinn gegn Hondúras. vísir/getty
Erling Braut Håland, 18 ára framherji Red Bull Salzburg, skoraði níu mörk þegar Noregur kjöldró Hondúras, 12-0, í C-riðli á heimsmeistaramóti U-20 í Póllandi í gær.

Håland sló þar með met Brasilíumannsins Adaíltons sem skoraði sex mörk í einum og sama leiknum á HM U-20 ára 1997.

Håland skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik og fimm í þeim seinni. Markasúpuna sem Håland bauð upp á má sjá hér fyrir neðan.





Håland er sonur Alf-Inge Håland sem lék með Nottingham Forest, Leeds United og Manchester City á Englandi á sínum tíma.

Sonurinn skoraði tólf mörk fyrir Molde í norsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hann hefur skorað eitt mark í fjórum leikjum fyrir Red Bull Salzburg.

Håland hefur leikið og skorað fyrir öll yngri landslið Noregs og þess verður væntanlega ekki langt að bíða að Lars Lagerbäck velji hann í A-landsliðið. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×