Brynjar sakar stjórnvöld um aðför að dómsvaldinu Heimir Már Pétursson skrifar 9. október 2019 12:36 Brynjar, sem er lögmaður, var eini stjórnarþingmaðurinn fyrir utan forsætisráðherra sem tók þátt í umræðunum og gekk mjög hart fram í gagnrýni sinni á frumvarp forsætisráðherra og raunar allan málatilbúnað stjórnvalda gagnvart fyrrverandi sakborningum og dómstólum undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnvöld um aðför að dómsvaldinu í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bætur til sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á Alþingi í gær og sagði málsmeðferðina fullkomið hneyksli. Enginn stjórnarþingmaður kom forsætisráðherra til varnar í umræðunum sem klökknaði undir lok hennar í gærkvöldi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi um heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar árið 2017 þar sem allir sakborningar nema Erla Bolladóttir í Guðmundar- og Geirfinnsmálum voru sýknaðir. Í frumvarpinu felst viðurkenning á bótaskyldu ríkisins og tími gefinn fram í júní á næsta ári að ná samningum við sakborninga um bætur. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagðist telja að málið fæli í sér hættulegt fordæmi. Það væri dómstóla að skera úr um bætur til fyrrverandi sakborninga. Brynjar, sem er lögfræðingur, var eini stjórnarþingmaðurinn fyrir utan forsætisráðherra sem tók þátt í umræðunum og gekk mjög hart fram í gagnrýni sinni á frumvarp forsætisráðherra og raunar allan málatilbúnað stjórnvalda gagnvart fyrrverandi sakborningum og dómstólum undanfarin ár. „Þetta er raunverulega algerlega með ólíkindum og ég lít á alla þessa málsmeðferð sem aðför að dómsvaldinu í landinu. Hvað sem okkur kann að finnast um það. Það er ekki alltaf sem maður er sammála niðurstöðu dómstóla. En að stjórnmálamenn séu almennt á þeirri vegferð að taka fram fyrir hendur á þeim; ákveða að taka upp mál, ákveða að krefjast sýknu og koma svo og ákveða að greiða þeim bætur umfram allt sem lög gera ráð fyrir og hafa hingað til ekki gert ráð fyrir. Þessi málsmeðferð er fullkomið hneyksli að mínu viti,“ sagði Brynjar.Forsætisráðherra beygði af í lokaræðu Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem einnig er lögmaður tók undir flest það sem Brynjar sagði varðandi lögfræðilega hlið málsins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar gagnrýndu flestir málatilbúnað forsætisráðherra en Margrét Tryggvadóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar lýsti sig þó sammála forsætisráðherra um að þörf væri á að leggja frumvarpið fram. „Ég er ekki viss um að það sé lögfræðilega nauðsynlegt. En ég held að það sé nauðsynlegt fyrir íslensk stjórnvöld til að bjarga andlitinu,“ sagði Margrét. Hörð gagnrýni margra þingmanna hafði greinilega mikil áhrif á forsætisráðherra sem sagðist vera að fara að ráðleggingum helstu sérfræðinga sem komið hefðu að málinu fyrir hönd stjórnvalda. Katrín klökknaði undir lok síðustu ræðu sinnar og eftir að hún var sest í sæti sitt mátti sjá hana þerra tár af hvarmi og augljóst að málatilbúnaður þingmanna olli henni geðshræringu. „Hér er ekki verið að biðja háttvirta þingmenn að taka þátt í efnislegri umræðu um inntak máls eða fara hér í einhver yfirboð á fjárhæðum. Það er ekki ætlunin með þessu frumvarpi og mér þykir það leitt ef háttvirtir þingmenn gera mér það upp hér,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Dómstólar Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 18:37 „Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ „Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 20:30 Forsætisráðherra klökknaði í pontu eftir átök á Alþingi Það er óhætt að segja að umræður hafi orðið tilfinningaríkar á Alþingi í kvöld um frumvarp forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur til sakborninga og aðstandenda í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 9. október 2019 01:19 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnvöld um aðför að dómsvaldinu í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bætur til sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á Alþingi í gær og sagði málsmeðferðina fullkomið hneyksli. Enginn stjórnarþingmaður kom forsætisráðherra til varnar í umræðunum sem klökknaði undir lok hennar í gærkvöldi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi um heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar árið 2017 þar sem allir sakborningar nema Erla Bolladóttir í Guðmundar- og Geirfinnsmálum voru sýknaðir. Í frumvarpinu felst viðurkenning á bótaskyldu ríkisins og tími gefinn fram í júní á næsta ári að ná samningum við sakborninga um bætur. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagðist telja að málið fæli í sér hættulegt fordæmi. Það væri dómstóla að skera úr um bætur til fyrrverandi sakborninga. Brynjar, sem er lögfræðingur, var eini stjórnarþingmaðurinn fyrir utan forsætisráðherra sem tók þátt í umræðunum og gekk mjög hart fram í gagnrýni sinni á frumvarp forsætisráðherra og raunar allan málatilbúnað stjórnvalda gagnvart fyrrverandi sakborningum og dómstólum undanfarin ár. „Þetta er raunverulega algerlega með ólíkindum og ég lít á alla þessa málsmeðferð sem aðför að dómsvaldinu í landinu. Hvað sem okkur kann að finnast um það. Það er ekki alltaf sem maður er sammála niðurstöðu dómstóla. En að stjórnmálamenn séu almennt á þeirri vegferð að taka fram fyrir hendur á þeim; ákveða að taka upp mál, ákveða að krefjast sýknu og koma svo og ákveða að greiða þeim bætur umfram allt sem lög gera ráð fyrir og hafa hingað til ekki gert ráð fyrir. Þessi málsmeðferð er fullkomið hneyksli að mínu viti,“ sagði Brynjar.Forsætisráðherra beygði af í lokaræðu Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem einnig er lögmaður tók undir flest það sem Brynjar sagði varðandi lögfræðilega hlið málsins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar gagnrýndu flestir málatilbúnað forsætisráðherra en Margrét Tryggvadóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar lýsti sig þó sammála forsætisráðherra um að þörf væri á að leggja frumvarpið fram. „Ég er ekki viss um að það sé lögfræðilega nauðsynlegt. En ég held að það sé nauðsynlegt fyrir íslensk stjórnvöld til að bjarga andlitinu,“ sagði Margrét. Hörð gagnrýni margra þingmanna hafði greinilega mikil áhrif á forsætisráðherra sem sagðist vera að fara að ráðleggingum helstu sérfræðinga sem komið hefðu að málinu fyrir hönd stjórnvalda. Katrín klökknaði undir lok síðustu ræðu sinnar og eftir að hún var sest í sæti sitt mátti sjá hana þerra tár af hvarmi og augljóst að málatilbúnaður þingmanna olli henni geðshræringu. „Hér er ekki verið að biðja háttvirta þingmenn að taka þátt í efnislegri umræðu um inntak máls eða fara hér í einhver yfirboð á fjárhæðum. Það er ekki ætlunin með þessu frumvarpi og mér þykir það leitt ef háttvirtir þingmenn gera mér það upp hér,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Dómstólar Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 18:37 „Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ „Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 20:30 Forsætisráðherra klökknaði í pontu eftir átök á Alþingi Það er óhætt að segja að umræður hafi orðið tilfinningaríkar á Alþingi í kvöld um frumvarp forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur til sakborninga og aðstandenda í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 9. október 2019 01:19 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
„Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 18:37
„Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ „Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 20:30
Forsætisráðherra klökknaði í pontu eftir átök á Alþingi Það er óhætt að segja að umræður hafi orðið tilfinningaríkar á Alþingi í kvöld um frumvarp forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur til sakborninga og aðstandenda í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 9. október 2019 01:19
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent