Ákæra fyrir grófa hótun Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. júní 2019 07:00 Bensínbrúsa var kastað að húsi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa fyrir tæpu ári kastað brúsa með bensíni að íbúðarhúsi í Reykjavík til að valda konu, starfsmanni Tryggingastofnunar ríkisins, ótta og með því reyna að neyða hana til að leiðrétta og endurgreiða bótagreiðslur til hans. Í ákærunni kemur fram að fyrr þann sama dag hafði maðurinn hótað ótilgreindum starfsmönnum stofnunarinnar líkamsmeiðingum. Maðurinn er einnig ákærður fyrir valdstjórnarbrot vegna tveggja tölvupósta sem hann sendi á vinnunetfang sama nafngreinda starfsmanns Tryggingastofnunar í febrúar síðastliðnum. Í fyrri póstinum var orðsending til starfsmannsins um að hann þyrfti að heimsækja fjölskyldu hennar aftur auk óljósrar hótunar um að siga nafngreindum alþingismanni á hana í því skyni að nauðga henni. Í síðari póstinum sem sendur var degi síðar segir maðurinn að konan og dætur hennar eigi skilið að vera stungnar með skítugri sprautunál. Hann hati þær og viti hvar þær búi. Þá er maðurinn einnig ákærður fyrir brot á fíkniefnalöggjöfinni og vopnalögum en við húsleit fundust 10 haglaskot í náttborði mannsins, sem hefur ekki skotvopnaleyfi. Ákæran er gefin út af héraðssaksóknara.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Reykjavík Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ Sjá meira
Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa fyrir tæpu ári kastað brúsa með bensíni að íbúðarhúsi í Reykjavík til að valda konu, starfsmanni Tryggingastofnunar ríkisins, ótta og með því reyna að neyða hana til að leiðrétta og endurgreiða bótagreiðslur til hans. Í ákærunni kemur fram að fyrr þann sama dag hafði maðurinn hótað ótilgreindum starfsmönnum stofnunarinnar líkamsmeiðingum. Maðurinn er einnig ákærður fyrir valdstjórnarbrot vegna tveggja tölvupósta sem hann sendi á vinnunetfang sama nafngreinda starfsmanns Tryggingastofnunar í febrúar síðastliðnum. Í fyrri póstinum var orðsending til starfsmannsins um að hann þyrfti að heimsækja fjölskyldu hennar aftur auk óljósrar hótunar um að siga nafngreindum alþingismanni á hana í því skyni að nauðga henni. Í síðari póstinum sem sendur var degi síðar segir maðurinn að konan og dætur hennar eigi skilið að vera stungnar með skítugri sprautunál. Hann hati þær og viti hvar þær búi. Þá er maðurinn einnig ákærður fyrir brot á fíkniefnalöggjöfinni og vopnalögum en við húsleit fundust 10 haglaskot í náttborði mannsins, sem hefur ekki skotvopnaleyfi. Ákæran er gefin út af héraðssaksóknara.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Reykjavík Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ Sjá meira