Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sér Jakob Bjarnar skrifar 2. september 2019 11:18 Kveikt var á blysi á Austurvelli á meðan atkvæðagreiðslunni stóð. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er einn þeirra þingmanna sem gerði grein fyrir atkvæði sínu við atkvæðagreiðslu á Alþingi um tillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, um innleiðingu á Orkupakka 3. Orkupakkinn var samþykktur rétt í þessu með 46 atkvæðum en 13 sögðu nei.Katrín Jakobsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu áður en hún sagði já.Vísir/VilhelmHún sagði málið vel undirbúið af hálfu stjórnvalda, það væri fullrætt og að hún styddi málið. Hún beindi þá orðum sínum að þeim sem hafa haft sig helst í frammi í andstöðu við málinu og hét á þá sem lýst hafa yfir áhyggjum af Orkupakkanum að láta sig þá það varða að tekin verði afstaða til nýrrar stjórnarskrár þar sem tryggt er, og kveðið skýrt á um að auðlindir Íslands séu í eigu þjóðarinnar.Óánægjan skein af þessum gesti á þingpalli Alþingis sem valdi miðputtann til að lýsa líðan sinni vegna niðurstöðunnar af þriðja orkupakkanum.Vísir/VilhelmMiðflokksmenn allir gerðu grein fyrir sínu atkvæði, töldu það hið versta. Þorsteinn Sæmundsson, þingflokksformaður flokksins, var til dæmis þungorður vitnaði í Sóleyjarkvæði eftir Jóhannes frá Kötlum og sagði í framhaldi af því að hann segði nei við því að Ísland yrði ambátt í feigðarsölum. Þingmenn Miðflokksins fullyrtu margir að þjóðin öll væru á móti málinu.Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skar sig úr og greiddi einn Sjálfstæðismanna atkvæði gegn málinu.Vísir/VilhelmÁsmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins vitnaði einnig í ljóð þrungið af ættjarðarást, hann skar sig úr og greiddi atkvæði gegn Orkupakkanum. Hlaut hann klapp fyrir í órólegum gestum á þingpöllum. Flokksbróðir hans, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sagði öllum spurningum í málinu svarað. Nema einni, hvers vegna Miðflokkurinn tæki þessa línu frá Miðflokknum í Noregi? Það væri ekki í þágu Íslands.Lögregla þurfti að hafa afskipti af fólki á þingpöllunum sem lét ófriðsamlega.Vísir/VilhelmGunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins sagði þá á móti að hann væri Þjóðrembingur, ef það að vera þjóðrembingur þýddi að vilja standa vörð um hagsmuni Íslands. Tillagan var samþykkt með 46 atkvæðum. 13 sögðu nei. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Bein útsending: Atkvæði loks greidd um þriðja orkupakkann Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi í dag. Búist er við því að innleiðingin verði samþykkt. 2. september 2019 10:17 Þingmenn sakaðir um landráð Mikill hiti á þingpöllum við afgreiðslu Orkupakkamálsins. 2. september 2019 10:48 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er einn þeirra þingmanna sem gerði grein fyrir atkvæði sínu við atkvæðagreiðslu á Alþingi um tillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, um innleiðingu á Orkupakka 3. Orkupakkinn var samþykktur rétt í þessu með 46 atkvæðum en 13 sögðu nei.Katrín Jakobsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu áður en hún sagði já.Vísir/VilhelmHún sagði málið vel undirbúið af hálfu stjórnvalda, það væri fullrætt og að hún styddi málið. Hún beindi þá orðum sínum að þeim sem hafa haft sig helst í frammi í andstöðu við málinu og hét á þá sem lýst hafa yfir áhyggjum af Orkupakkanum að láta sig þá það varða að tekin verði afstaða til nýrrar stjórnarskrár þar sem tryggt er, og kveðið skýrt á um að auðlindir Íslands séu í eigu þjóðarinnar.Óánægjan skein af þessum gesti á þingpalli Alþingis sem valdi miðputtann til að lýsa líðan sinni vegna niðurstöðunnar af þriðja orkupakkanum.Vísir/VilhelmMiðflokksmenn allir gerðu grein fyrir sínu atkvæði, töldu það hið versta. Þorsteinn Sæmundsson, þingflokksformaður flokksins, var til dæmis þungorður vitnaði í Sóleyjarkvæði eftir Jóhannes frá Kötlum og sagði í framhaldi af því að hann segði nei við því að Ísland yrði ambátt í feigðarsölum. Þingmenn Miðflokksins fullyrtu margir að þjóðin öll væru á móti málinu.Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skar sig úr og greiddi einn Sjálfstæðismanna atkvæði gegn málinu.Vísir/VilhelmÁsmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins vitnaði einnig í ljóð þrungið af ættjarðarást, hann skar sig úr og greiddi atkvæði gegn Orkupakkanum. Hlaut hann klapp fyrir í órólegum gestum á þingpöllum. Flokksbróðir hans, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sagði öllum spurningum í málinu svarað. Nema einni, hvers vegna Miðflokkurinn tæki þessa línu frá Miðflokknum í Noregi? Það væri ekki í þágu Íslands.Lögregla þurfti að hafa afskipti af fólki á þingpöllunum sem lét ófriðsamlega.Vísir/VilhelmGunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins sagði þá á móti að hann væri Þjóðrembingur, ef það að vera þjóðrembingur þýddi að vilja standa vörð um hagsmuni Íslands. Tillagan var samþykkt með 46 atkvæðum. 13 sögðu nei.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Bein útsending: Atkvæði loks greidd um þriðja orkupakkann Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi í dag. Búist er við því að innleiðingin verði samþykkt. 2. september 2019 10:17 Þingmenn sakaðir um landráð Mikill hiti á þingpöllum við afgreiðslu Orkupakkamálsins. 2. september 2019 10:48 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Sjá meira
Bein útsending: Atkvæði loks greidd um þriðja orkupakkann Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi í dag. Búist er við því að innleiðingin verði samþykkt. 2. september 2019 10:17
Þingmenn sakaðir um landráð Mikill hiti á þingpöllum við afgreiðslu Orkupakkamálsins. 2. september 2019 10:48