ASÍ segir að fasteignagjöld hækki umfram lífskjarasamninga í sumum hverfum í nokkrum sveitarfélögum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. desember 2019 16:13 Auður Alfa, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, hefur safnað gögnum um verðhækkanir á gjaldskrám hjá ríki og borg. Fasteignagjöld í sumum hverfum í Reykjavík, í Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri hækka langt umfram markmið lífskjarasamninganna á næsta ári samkvæmt upplýsingum frá verðlagseftirliti ASÍ. Verkefnastjóri þess segir þessar hækkanir vega þungt á almenning. Verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands hefur undanfarið safnað saman upplýsingum um gjaldskrárhækkanir hjá ríki og sveitarfélögum fyrir næsta ár. Þetta er meðal annars gert í tengslum við lífskjarasamninganna sem gerðir voru síðasta vor þar sem ríkið skuldbatt sig til að hækka ekki gjaldskrár sínar um meira en 2,5 prósentustig á næsta ári. Þá sendi Samband sveitarfélaga tilmæli til sveitarfélaga um sambærilega nálgun. Auður Alfa Ólafsdóttir verkefnastjóri Verðlagseftirlits ASÍ segir að einhverjar upplýsingar eigi enn eftir að berast. „Nú þegar er hins vegar komið í ljós að álagningarprósenta fasteignaskatts stendur í stað hjá Reykjavíkurborg. Í sumum hverfum hækkar fasteignamat langt umfram 2,5% og hækkanir á fasteignagjöldum verða eftir því sem stangast á við markmið lífskjarasamninganna. Þá verða hækkanir á fasteignamati í sumum hverfum í Hafnafirði, Kópavogi og Akureyri sem hefur svo þau áhrif að fasteignagjöld þar hækka umfram 2,5%,“ segir Auður. Hún segir að fasteignagjöldin séu stór hluti af þeim opinberu gjöldum sem leggjast á almenning því og vegi hækkanir eins og þessar þungt. „Það eru mörg sveitarfélög sem tóku þessi tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga til sín og héldu aftur að hækkunum á gjaldskrám. Svo erum við að sjá að einhver sveitarfélög tóku þetta ekki til sín,“ segir Auður. Hún gagnrýnir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi sagt að tilmæli sín hafi ekki gilt um fasteignagjöld. „Svo gaf Samband íslenskra sveitarfélaga það út rétt fyrir jól að tilmæli þeirra giltu ekki um fasteignagjöld sveitarfélaga. Það er mjög furðulegt því hækkanir á fasteignagjöldum vegna miklu þyngra en hækkanir á almennum gjaldskrám,“ segir Auður. Auður segir að ASÍ birti niðurstöðu sína um hækkanir hjá sveitarfélögum og ríkinu í byrjun janúar. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogi verða fasteignagjöld lækkuð úr 2,2% í 2,15% um áramótin og þá lækkar holræsisgjald nokkuð. Auður segir þrátt fyrir það nægi það ekki til að lækka fasteignagjöldin til samræmis við lífskjarasamninganna í sumum hverfum sveitarfélagsins. Ástæðan sé að fasteignamatið í þeim hækki sem hækki síðan fasteignagjöldin. Húsnæðismál Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Sjá meira
Fasteignagjöld í sumum hverfum í Reykjavík, í Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri hækka langt umfram markmið lífskjarasamninganna á næsta ári samkvæmt upplýsingum frá verðlagseftirliti ASÍ. Verkefnastjóri þess segir þessar hækkanir vega þungt á almenning. Verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands hefur undanfarið safnað saman upplýsingum um gjaldskrárhækkanir hjá ríki og sveitarfélögum fyrir næsta ár. Þetta er meðal annars gert í tengslum við lífskjarasamninganna sem gerðir voru síðasta vor þar sem ríkið skuldbatt sig til að hækka ekki gjaldskrár sínar um meira en 2,5 prósentustig á næsta ári. Þá sendi Samband sveitarfélaga tilmæli til sveitarfélaga um sambærilega nálgun. Auður Alfa Ólafsdóttir verkefnastjóri Verðlagseftirlits ASÍ segir að einhverjar upplýsingar eigi enn eftir að berast. „Nú þegar er hins vegar komið í ljós að álagningarprósenta fasteignaskatts stendur í stað hjá Reykjavíkurborg. Í sumum hverfum hækkar fasteignamat langt umfram 2,5% og hækkanir á fasteignagjöldum verða eftir því sem stangast á við markmið lífskjarasamninganna. Þá verða hækkanir á fasteignamati í sumum hverfum í Hafnafirði, Kópavogi og Akureyri sem hefur svo þau áhrif að fasteignagjöld þar hækka umfram 2,5%,“ segir Auður. Hún segir að fasteignagjöldin séu stór hluti af þeim opinberu gjöldum sem leggjast á almenning því og vegi hækkanir eins og þessar þungt. „Það eru mörg sveitarfélög sem tóku þessi tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga til sín og héldu aftur að hækkunum á gjaldskrám. Svo erum við að sjá að einhver sveitarfélög tóku þetta ekki til sín,“ segir Auður. Hún gagnrýnir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi sagt að tilmæli sín hafi ekki gilt um fasteignagjöld. „Svo gaf Samband íslenskra sveitarfélaga það út rétt fyrir jól að tilmæli þeirra giltu ekki um fasteignagjöld sveitarfélaga. Það er mjög furðulegt því hækkanir á fasteignagjöldum vegna miklu þyngra en hækkanir á almennum gjaldskrám,“ segir Auður. Auður segir að ASÍ birti niðurstöðu sína um hækkanir hjá sveitarfélögum og ríkinu í byrjun janúar. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogi verða fasteignagjöld lækkuð úr 2,2% í 2,15% um áramótin og þá lækkar holræsisgjald nokkuð. Auður segir þrátt fyrir það nægi það ekki til að lækka fasteignagjöldin til samræmis við lífskjarasamninganna í sumum hverfum sveitarfélagsins. Ástæðan sé að fasteignamatið í þeim hækki sem hækki síðan fasteignagjöldin.
Húsnæðismál Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Sjá meira