Fyrsta tap Tottenham á nýja heimavellinum staðreynd Arnar Geir Halldórsson skrifar 27. apríl 2019 13:15 Sigurmarkinu fagnað vísir/getty Tottenham fékk West Ham í heimsókn í Lundúnarslag í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en Tottenham hefði getað farið langt með tryggja sér keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð með sigri á West Ham í dag. Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, var ekkert að hvíla lykilmenn þó framundan sé leikur gegn Ajax í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í miðri viku en þrátt fyrir það var lítið að frétta í sóknarleik Spurs. Leikurinn var markalaus allt þar til á 67.mínútu þegar Michail Antonio skoraði eftir stoðsendingu frá Marko Arnautovic. Fleiri urðu mörkin ekki og fyrsta tap Tottenham á nýjum heimavelli staðreynd. Enski boltinn
Tottenham fékk West Ham í heimsókn í Lundúnarslag í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en Tottenham hefði getað farið langt með tryggja sér keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð með sigri á West Ham í dag. Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, var ekkert að hvíla lykilmenn þó framundan sé leikur gegn Ajax í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í miðri viku en þrátt fyrir það var lítið að frétta í sóknarleik Spurs. Leikurinn var markalaus allt þar til á 67.mínútu þegar Michail Antonio skoraði eftir stoðsendingu frá Marko Arnautovic. Fleiri urðu mörkin ekki og fyrsta tap Tottenham á nýjum heimavelli staðreynd.