Brýnt að taka á kennitöluflakki með skilvirkum hætti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2019 14:21 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, skipaði starfshópinn. Fréttablaðið/eyþór Samstarfshópur félags- og barnamálaráðherra um undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði segir brýnasta verkefnið að taka á kennitöluflakki á skilvirkan hátt. Leggja verði til grundvallar sameiginlegar tillögur Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands svo og tillögur ríkisskattstjóra. Þetta kemur fram í skýrslu sem samstarfshópurinn skilaði í dag og kynnt var á blaðamannafundi. Fjallað er um aðgerðirnar hér að neðan miðað við framsetningu í samantekt í skýrslunni þar sem tillögunum er raðað í mikilvægisröð. Í tillögunum er meðal annars kveðið á um heimild til að setja forsvarsmenn fyrirtækja í tímabundið bann við þátttöku í stjórnun félaga með takmarkaða ábyrgð við tilteknar aðstæður, svokallað atvinnurekstrarbann, og auk þess er skerpt á fjölmörgum öðrum atriðum. Þá er lagt til að koma upp föstum samráðshópi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem beri ábyrgð á sameiginlegri stefnumótun um aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði.Fyrirbyggja alvarleg eða ítrekuð brot á starfsmönnum Lagt er til að þau stjórnvöld sem fara með valdheimildir á vinnumarkaði, lögregla, ríkisskattstjóri, vinnueftirlitið og Vinnumálastofnun, geri með sér formlegt samkomulag um skipulagt samstarf gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði. Þessir aðilar verði í reglulegu samstarfi og samráði við aðila vinnumarkaðarins um stöðumat, greiningu og sameiginlegt vinustaðaeftirlit. Þá verði útfært hvernig megi fyrirbyggja alvarleg og/eða ítrekuð brot gegn starfsmönnum með því að útvíkka refsiábyrgð lögaðila og fyrirsvarsmanna. Auk þess verði stjórnvöldum veittar lagaheimildir til að taka á brotastarfsemi, meðal annars með þvingunarúrræðum og stjórnvaldsviðurlögum. Í lög um opinber innkaup verði sett skylda til keðjuábyrgðar.Skýr rammi fyrir starfsnám og sjálfboðaliða Tekið er á starfsnámi og sjálfboðaliðastarfsemi í tillögunum og lagt til að komið verði í veg fyrir brotastarfsemi á vinnumarkaði undir þeim formerkjum. Markaður verði skýr rammi um hvað skuli heimilað undir þeim formerkjum. Kortlagðar verði með skipulegum hætti þær lagaheimildir sem stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa til að skiptast á gögnum og upplýsingum og gefin út handbók fyrir starfsmenn um sameiginlegan vettvang. Veittar verði viðbótarlagaheimildir eins og tilefni kunna að verða til. Tryggð verði viðeigandi aðstoð og vernd fyrir fórnarlömb vinnumansals og nauðungarvinnu. Aðgerðaráæltun gegn mansali liggi fyrir og að henni sé framfylgt. Endurskoðuð verði skilgriening á mansali, sett í lög bann við nauðungarvinnu og refsiákvæði til að tryggja skilvirka framkvæmd. Bætt verði verulega upplýsingagjöf til erlendra starfsmanna, til að mynda með stofnun ráðgjafarstofu og aukinni upplýsingagjöf á vefnum. Einnig verði skipulögð upplýsingagjöf til atvinnurekenda um starfskjör.ASÍ fagnar tillögunum „Brotastarfsemi á borð við kennitöluflakk og mansal er óásættanleg meinsemd á íslenskum vinnumarkaði. Slík háttsemi hefur alvarleg og víðtæk áhrif fyrir launafólk, atvinnulífið og samfélagið allt og veldur bæði persónulegu og samfélagslegu tjóni,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. „ASÍ hefur á undanförnum árum opinberað margar ljótar sögur af glæpastarfsemi á vinnumarkaði en á sama tíma gagnrýnt andvaraleysi og ótrúlegt langlundargeð stjórnvalda gagnvart slíkum brotum.“ Alþýðusamband Íslands fagnar því sérstaklega niðurstöðu starfshóps aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda sem var algjörlega einróma í sínum tillögum. Í þeirri vinnu hlutu tillögur ASÍ um úrbætur mikinn hljómgrunn. „Áralöng barátta ASÍ gegn athæfi svindlarana virðist því hafa skilað árangri.“ Félagsmál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Samstarfshópur félags- og barnamálaráðherra um undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði segir brýnasta verkefnið að taka á kennitöluflakki á skilvirkan hátt. Leggja verði til grundvallar sameiginlegar tillögur Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands svo og tillögur ríkisskattstjóra. Þetta kemur fram í skýrslu sem samstarfshópurinn skilaði í dag og kynnt var á blaðamannafundi. Fjallað er um aðgerðirnar hér að neðan miðað við framsetningu í samantekt í skýrslunni þar sem tillögunum er raðað í mikilvægisröð. Í tillögunum er meðal annars kveðið á um heimild til að setja forsvarsmenn fyrirtækja í tímabundið bann við þátttöku í stjórnun félaga með takmarkaða ábyrgð við tilteknar aðstæður, svokallað atvinnurekstrarbann, og auk þess er skerpt á fjölmörgum öðrum atriðum. Þá er lagt til að koma upp föstum samráðshópi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem beri ábyrgð á sameiginlegri stefnumótun um aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði.Fyrirbyggja alvarleg eða ítrekuð brot á starfsmönnum Lagt er til að þau stjórnvöld sem fara með valdheimildir á vinnumarkaði, lögregla, ríkisskattstjóri, vinnueftirlitið og Vinnumálastofnun, geri með sér formlegt samkomulag um skipulagt samstarf gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði. Þessir aðilar verði í reglulegu samstarfi og samráði við aðila vinnumarkaðarins um stöðumat, greiningu og sameiginlegt vinustaðaeftirlit. Þá verði útfært hvernig megi fyrirbyggja alvarleg og/eða ítrekuð brot gegn starfsmönnum með því að útvíkka refsiábyrgð lögaðila og fyrirsvarsmanna. Auk þess verði stjórnvöldum veittar lagaheimildir til að taka á brotastarfsemi, meðal annars með þvingunarúrræðum og stjórnvaldsviðurlögum. Í lög um opinber innkaup verði sett skylda til keðjuábyrgðar.Skýr rammi fyrir starfsnám og sjálfboðaliða Tekið er á starfsnámi og sjálfboðaliðastarfsemi í tillögunum og lagt til að komið verði í veg fyrir brotastarfsemi á vinnumarkaði undir þeim formerkjum. Markaður verði skýr rammi um hvað skuli heimilað undir þeim formerkjum. Kortlagðar verði með skipulegum hætti þær lagaheimildir sem stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa til að skiptast á gögnum og upplýsingum og gefin út handbók fyrir starfsmenn um sameiginlegan vettvang. Veittar verði viðbótarlagaheimildir eins og tilefni kunna að verða til. Tryggð verði viðeigandi aðstoð og vernd fyrir fórnarlömb vinnumansals og nauðungarvinnu. Aðgerðaráæltun gegn mansali liggi fyrir og að henni sé framfylgt. Endurskoðuð verði skilgriening á mansali, sett í lög bann við nauðungarvinnu og refsiákvæði til að tryggja skilvirka framkvæmd. Bætt verði verulega upplýsingagjöf til erlendra starfsmanna, til að mynda með stofnun ráðgjafarstofu og aukinni upplýsingagjöf á vefnum. Einnig verði skipulögð upplýsingagjöf til atvinnurekenda um starfskjör.ASÍ fagnar tillögunum „Brotastarfsemi á borð við kennitöluflakk og mansal er óásættanleg meinsemd á íslenskum vinnumarkaði. Slík háttsemi hefur alvarleg og víðtæk áhrif fyrir launafólk, atvinnulífið og samfélagið allt og veldur bæði persónulegu og samfélagslegu tjóni,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. „ASÍ hefur á undanförnum árum opinberað margar ljótar sögur af glæpastarfsemi á vinnumarkaði en á sama tíma gagnrýnt andvaraleysi og ótrúlegt langlundargeð stjórnvalda gagnvart slíkum brotum.“ Alþýðusamband Íslands fagnar því sérstaklega niðurstöðu starfshóps aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda sem var algjörlega einróma í sínum tillögum. Í þeirri vinnu hlutu tillögur ASÍ um úrbætur mikinn hljómgrunn. „Áralöng barátta ASÍ gegn athæfi svindlarana virðist því hafa skilað árangri.“
Félagsmál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira