Laun bankastjóra: „Þetta rugl getur ekki gengið“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. febrúar 2019 12:45 Ásmundur Einar Daðason, ráðherra félagsmála og barna fór yfir stöðu helstu mála í pólitíkinni á opnum fundi á Hellu í gær. Magnús Hlynur Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra segir ekki eðlilegt að opinberir starfsmenn séu mikið hærri launaðir en forsætisráðherra og efast um leið að það sé meira álag á bankastjóra Landsbankans heldur en forsætisráðherra. Ásmundur Einar hefur verið mjög gagnrýnin á há laun bankastjóra landsins, líkt og forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Á opnum fundi á Hellu í gær fjallaði ráðherra m.a. um laun bankastjóranna og þeirra samfélagslegu ábyrgð þegar laun þeirra eru annars vegar. „Ég hitti forystumenn bankaráða Landsbankans og Íslandsbanka á fundi síðasta sumar og ræddi við þau um það að nú værum við í miðjum kjarsasamningum og að þetta yrði mjög erfiður vetur og menn yrðu að sýna einhverja lágmarks samfélagslega ábyrgð, að þeir hefðu eitthvert skynbragð á samfélagið sem þeir búa í og eru að lána peninga í alla daga. Þetta er öll samfélagsábyrgðin sem þarna hefur verið sýnd“, sagði Ásmundur Einar. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi mætti á fundinn á Hellu með Ásmundi Einari.Ásmundur Einar segir nauðsynlegt að endurskipuleggja gangverkið í bankasýslunni sem skipar í bankaráðin til að koma í veg fyrir ofurlaun bankastjóranna. „Nú ef við segjum sem dæmi að það verði samið um kjarasamninga eftir mánuð eða eitthvað, hvaða vissu höfum við fyrir því að Landsbankinn hækki ekki bara um 30% aftur á næsta ári, við höfum enga vissu fyrir því. Bankasýslan getur auðvitað hent út stjórn bankaráðsins og eitthvað svona. Þetta rugl getur ekki gengið, við náum aldrei neinni sátt í samfélaginu ef að það eru alltaf einhverjir þarna sem telja sig vera á fyrsta farrými og í boði almennings“. En hver eru eðlileg laun bankastjóra að mati ráðherrans? „Það er forsætisráðherra í landinu, er eðlilegt að einhverjir opinberir starfsmenn séu miklu hærri launaðir heldur en hún? Ég efast um að það sé meira álag á bankastjóra Landsbankans heldur en forsætisráðherra. Tökum samtalið um það og myndum þessa keðju hvernig þetta er og ákveðum þá hvað er eðlilegt í þessu, ég held að það sé ekki mitt að ákveða það en þetta er komið úr öllum takti“, segir Ásmundur Einar. Íslenskir bankar Rangárþing ytra Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra segir ekki eðlilegt að opinberir starfsmenn séu mikið hærri launaðir en forsætisráðherra og efast um leið að það sé meira álag á bankastjóra Landsbankans heldur en forsætisráðherra. Ásmundur Einar hefur verið mjög gagnrýnin á há laun bankastjóra landsins, líkt og forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Á opnum fundi á Hellu í gær fjallaði ráðherra m.a. um laun bankastjóranna og þeirra samfélagslegu ábyrgð þegar laun þeirra eru annars vegar. „Ég hitti forystumenn bankaráða Landsbankans og Íslandsbanka á fundi síðasta sumar og ræddi við þau um það að nú værum við í miðjum kjarsasamningum og að þetta yrði mjög erfiður vetur og menn yrðu að sýna einhverja lágmarks samfélagslega ábyrgð, að þeir hefðu eitthvert skynbragð á samfélagið sem þeir búa í og eru að lána peninga í alla daga. Þetta er öll samfélagsábyrgðin sem þarna hefur verið sýnd“, sagði Ásmundur Einar. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi mætti á fundinn á Hellu með Ásmundi Einari.Ásmundur Einar segir nauðsynlegt að endurskipuleggja gangverkið í bankasýslunni sem skipar í bankaráðin til að koma í veg fyrir ofurlaun bankastjóranna. „Nú ef við segjum sem dæmi að það verði samið um kjarasamninga eftir mánuð eða eitthvað, hvaða vissu höfum við fyrir því að Landsbankinn hækki ekki bara um 30% aftur á næsta ári, við höfum enga vissu fyrir því. Bankasýslan getur auðvitað hent út stjórn bankaráðsins og eitthvað svona. Þetta rugl getur ekki gengið, við náum aldrei neinni sátt í samfélaginu ef að það eru alltaf einhverjir þarna sem telja sig vera á fyrsta farrými og í boði almennings“. En hver eru eðlileg laun bankastjóra að mati ráðherrans? „Það er forsætisráðherra í landinu, er eðlilegt að einhverjir opinberir starfsmenn séu miklu hærri launaðir heldur en hún? Ég efast um að það sé meira álag á bankastjóra Landsbankans heldur en forsætisráðherra. Tökum samtalið um það og myndum þessa keðju hvernig þetta er og ákveðum þá hvað er eðlilegt í þessu, ég held að það sé ekki mitt að ákveða það en þetta er komið úr öllum takti“, segir Ásmundur Einar.
Íslenskir bankar Rangárþing ytra Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira