Laun bankastjóra: „Þetta rugl getur ekki gengið“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. febrúar 2019 12:45 Ásmundur Einar Daðason, ráðherra félagsmála og barna fór yfir stöðu helstu mála í pólitíkinni á opnum fundi á Hellu í gær. Magnús Hlynur Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra segir ekki eðlilegt að opinberir starfsmenn séu mikið hærri launaðir en forsætisráðherra og efast um leið að það sé meira álag á bankastjóra Landsbankans heldur en forsætisráðherra. Ásmundur Einar hefur verið mjög gagnrýnin á há laun bankastjóra landsins, líkt og forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Á opnum fundi á Hellu í gær fjallaði ráðherra m.a. um laun bankastjóranna og þeirra samfélagslegu ábyrgð þegar laun þeirra eru annars vegar. „Ég hitti forystumenn bankaráða Landsbankans og Íslandsbanka á fundi síðasta sumar og ræddi við þau um það að nú værum við í miðjum kjarsasamningum og að þetta yrði mjög erfiður vetur og menn yrðu að sýna einhverja lágmarks samfélagslega ábyrgð, að þeir hefðu eitthvert skynbragð á samfélagið sem þeir búa í og eru að lána peninga í alla daga. Þetta er öll samfélagsábyrgðin sem þarna hefur verið sýnd“, sagði Ásmundur Einar. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi mætti á fundinn á Hellu með Ásmundi Einari.Ásmundur Einar segir nauðsynlegt að endurskipuleggja gangverkið í bankasýslunni sem skipar í bankaráðin til að koma í veg fyrir ofurlaun bankastjóranna. „Nú ef við segjum sem dæmi að það verði samið um kjarasamninga eftir mánuð eða eitthvað, hvaða vissu höfum við fyrir því að Landsbankinn hækki ekki bara um 30% aftur á næsta ári, við höfum enga vissu fyrir því. Bankasýslan getur auðvitað hent út stjórn bankaráðsins og eitthvað svona. Þetta rugl getur ekki gengið, við náum aldrei neinni sátt í samfélaginu ef að það eru alltaf einhverjir þarna sem telja sig vera á fyrsta farrými og í boði almennings“. En hver eru eðlileg laun bankastjóra að mati ráðherrans? „Það er forsætisráðherra í landinu, er eðlilegt að einhverjir opinberir starfsmenn séu miklu hærri launaðir heldur en hún? Ég efast um að það sé meira álag á bankastjóra Landsbankans heldur en forsætisráðherra. Tökum samtalið um það og myndum þessa keðju hvernig þetta er og ákveðum þá hvað er eðlilegt í þessu, ég held að það sé ekki mitt að ákveða það en þetta er komið úr öllum takti“, segir Ásmundur Einar. Íslenskir bankar Rangárþing ytra Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra segir ekki eðlilegt að opinberir starfsmenn séu mikið hærri launaðir en forsætisráðherra og efast um leið að það sé meira álag á bankastjóra Landsbankans heldur en forsætisráðherra. Ásmundur Einar hefur verið mjög gagnrýnin á há laun bankastjóra landsins, líkt og forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Á opnum fundi á Hellu í gær fjallaði ráðherra m.a. um laun bankastjóranna og þeirra samfélagslegu ábyrgð þegar laun þeirra eru annars vegar. „Ég hitti forystumenn bankaráða Landsbankans og Íslandsbanka á fundi síðasta sumar og ræddi við þau um það að nú værum við í miðjum kjarsasamningum og að þetta yrði mjög erfiður vetur og menn yrðu að sýna einhverja lágmarks samfélagslega ábyrgð, að þeir hefðu eitthvert skynbragð á samfélagið sem þeir búa í og eru að lána peninga í alla daga. Þetta er öll samfélagsábyrgðin sem þarna hefur verið sýnd“, sagði Ásmundur Einar. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi mætti á fundinn á Hellu með Ásmundi Einari.Ásmundur Einar segir nauðsynlegt að endurskipuleggja gangverkið í bankasýslunni sem skipar í bankaráðin til að koma í veg fyrir ofurlaun bankastjóranna. „Nú ef við segjum sem dæmi að það verði samið um kjarasamninga eftir mánuð eða eitthvað, hvaða vissu höfum við fyrir því að Landsbankinn hækki ekki bara um 30% aftur á næsta ári, við höfum enga vissu fyrir því. Bankasýslan getur auðvitað hent út stjórn bankaráðsins og eitthvað svona. Þetta rugl getur ekki gengið, við náum aldrei neinni sátt í samfélaginu ef að það eru alltaf einhverjir þarna sem telja sig vera á fyrsta farrými og í boði almennings“. En hver eru eðlileg laun bankastjóra að mati ráðherrans? „Það er forsætisráðherra í landinu, er eðlilegt að einhverjir opinberir starfsmenn séu miklu hærri launaðir heldur en hún? Ég efast um að það sé meira álag á bankastjóra Landsbankans heldur en forsætisráðherra. Tökum samtalið um það og myndum þessa keðju hvernig þetta er og ákveðum þá hvað er eðlilegt í þessu, ég held að það sé ekki mitt að ákveða það en þetta er komið úr öllum takti“, segir Ásmundur Einar.
Íslenskir bankar Rangárþing ytra Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira