Heyr heyr hrópuðu þingkonur eftir ræðu Miðflokksmanns Jakob Bjarnar skrifar 30. janúar 2019 16:23 Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins flutti nú fyrir stundu ræðu á þingi þar sem hann fordæmdi kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi.Birgir Þórarinsson.aðsend mynd„Háttvirtir þingmenn, stöndum saman!“ Þannig lauk Birgir ræðu sinni á Alþingi og við kváðu húrrahróp í salnum, eða að hætti þingheims: „Heyr, heyr!“ En áður hafði Birgir hvatt til þess að kynferðislegri áreitni yrði útrýmt af þinginu. Birgir vakti athygli í dag fyrir að gera skýran greinarmun á sér og svo öðrum þingmönnum Miðflokksins, sem einmitt eru nú flestir hverjir kenndir við Klaustur bar eftir að upptökur sem meðal annars þykja óræk sönnun fyrir megnri kvenfyrirlitningu, voru opinberaðar. Birgir vill að boðað verði til flokksráðsfundar vegna þeirrar stöðu sem upp er komin og telur stöðu Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar ekki geta verið þá sömu, eftir sem áður. Björn Ingi Hrafnsson, sem rekur vefmiðilinn Viljann, sagði í Facebookfærslu að rökrétt ályktun sem draga mætti af þessu væri sú að Birgir vildi styrkja stöðu sína innan flokksins. En, það var ekki á Birgi að heyra að þar hengi á spýtunni. Því í ræðu Birgis kom fram að hann hafi verið viðstaddur ráðstefnu Evrópuráðsins nýverið. Þar voru einnig Rósa Björk Brynjólfsdóttir VG og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírötum. Þar var boðað sérstakt átak gegn kynferðislegu ofbeldi á þjóðþingum undir slagorðinu: Not in my Parliament. Greinilegt er að Birgir var innblásinn eftir þá ferð og lyfti hann skilti með slagorðinu á og vildi að forseti Alþingis gengi í að láta prenta hliðstæð spjöld á íslensku.Birgir lyfti spjaldi sem hann vill að Steingrímur láti prenta í íslenskri útgáfu: Ekki í okkar þingheimi!Birgir vitnaði í rannsókn sem var gerð á vegum Evrópuráðsins, meðal 80 þingkvenna í 45 löndum sem fjallaði um kynferðislegt ofbeldi og áreitni. „Niðurstöðurnar eru sláandi. Daglega verða þingkonur í Evrópu fyrir kynferðislegu ofbeldi. Rúmlega 40 prósent af þingkonum í þjóðþingum Evrópu hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni, og í 70 prósent tilfella eru gerendurnir karlkyns þingmenn. Helmingur þingkvenna hefur orðið fyrir kynferðislegum athugasemdum þar sem mikill meirihluti gerenda eru karlkyns þingmenn,“ sagði Birgir meðal annars í ræðu sinni sem féll í afar vel í kramið, ekki síst meðal kvenna í þingmannaliðinu. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Birgir segir ekki rétt að Gunnar Bragi og Bergþór gangi að embættum sínum vísum Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins segir ekkert til í fullyrðingum um að hann hugsi sér til hreyfings úr flokknum vegna endurkomu Klaustur tvímenningana á þing. 30. janúar 2019 12:30 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins flutti nú fyrir stundu ræðu á þingi þar sem hann fordæmdi kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi.Birgir Þórarinsson.aðsend mynd„Háttvirtir þingmenn, stöndum saman!“ Þannig lauk Birgir ræðu sinni á Alþingi og við kváðu húrrahróp í salnum, eða að hætti þingheims: „Heyr, heyr!“ En áður hafði Birgir hvatt til þess að kynferðislegri áreitni yrði útrýmt af þinginu. Birgir vakti athygli í dag fyrir að gera skýran greinarmun á sér og svo öðrum þingmönnum Miðflokksins, sem einmitt eru nú flestir hverjir kenndir við Klaustur bar eftir að upptökur sem meðal annars þykja óræk sönnun fyrir megnri kvenfyrirlitningu, voru opinberaðar. Birgir vill að boðað verði til flokksráðsfundar vegna þeirrar stöðu sem upp er komin og telur stöðu Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar ekki geta verið þá sömu, eftir sem áður. Björn Ingi Hrafnsson, sem rekur vefmiðilinn Viljann, sagði í Facebookfærslu að rökrétt ályktun sem draga mætti af þessu væri sú að Birgir vildi styrkja stöðu sína innan flokksins. En, það var ekki á Birgi að heyra að þar hengi á spýtunni. Því í ræðu Birgis kom fram að hann hafi verið viðstaddur ráðstefnu Evrópuráðsins nýverið. Þar voru einnig Rósa Björk Brynjólfsdóttir VG og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírötum. Þar var boðað sérstakt átak gegn kynferðislegu ofbeldi á þjóðþingum undir slagorðinu: Not in my Parliament. Greinilegt er að Birgir var innblásinn eftir þá ferð og lyfti hann skilti með slagorðinu á og vildi að forseti Alþingis gengi í að láta prenta hliðstæð spjöld á íslensku.Birgir lyfti spjaldi sem hann vill að Steingrímur láti prenta í íslenskri útgáfu: Ekki í okkar þingheimi!Birgir vitnaði í rannsókn sem var gerð á vegum Evrópuráðsins, meðal 80 þingkvenna í 45 löndum sem fjallaði um kynferðislegt ofbeldi og áreitni. „Niðurstöðurnar eru sláandi. Daglega verða þingkonur í Evrópu fyrir kynferðislegu ofbeldi. Rúmlega 40 prósent af þingkonum í þjóðþingum Evrópu hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni, og í 70 prósent tilfella eru gerendurnir karlkyns þingmenn. Helmingur þingkvenna hefur orðið fyrir kynferðislegum athugasemdum þar sem mikill meirihluti gerenda eru karlkyns þingmenn,“ sagði Birgir meðal annars í ræðu sinni sem féll í afar vel í kramið, ekki síst meðal kvenna í þingmannaliðinu.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Birgir segir ekki rétt að Gunnar Bragi og Bergþór gangi að embættum sínum vísum Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins segir ekkert til í fullyrðingum um að hann hugsi sér til hreyfings úr flokknum vegna endurkomu Klaustur tvímenningana á þing. 30. janúar 2019 12:30 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
Birgir segir ekki rétt að Gunnar Bragi og Bergþór gangi að embættum sínum vísum Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins segir ekkert til í fullyrðingum um að hann hugsi sér til hreyfings úr flokknum vegna endurkomu Klaustur tvímenningana á þing. 30. janúar 2019 12:30