Dauðbrá þegar sérsveitarmenn með riffla komu inn á staðinn Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 24. febrúar 2019 23:15 Ísak segir lögreglumenn hafa leitað á manninum í dyragættinni á Dubliners. Myndin er tekin af staðnum í kvöld. Vísir/Jói K. Barþjónn á barnum Dubliners segir að sér hafi brugðið verulega þegar vopnaðir sérsveitarmenn handtóku mann á staðnum í kvöld. Maðurinn sýndi af sér ógnandi framkomu við starfsfólk Radison Blu 1919-hótelsins í Pósthússtræti fyrr í kvöld, flúði undan lögreglu og í kjölfarið upphófst nokkuð umfangsmikil leit í miðborginni.Sjá einnig: Sýndi ógnandi framkomu á Radisson í miðbænumÍ tilkynningu sem lögregla sendi frá sér vegna málsins kemur fram að tilkynnt hafi verið um manninn um klukkan 19:30 í kvöld en hann flúði af hótelinu þegar lögregla var kölluð til. Umfangsmikil leit lögreglu að manninum hófst í kjölfarið og var hann handtekinn skömmu síðar á barnum Dubliners, þar sem hann hafði leitað skjóls. Þá tók sérsveit ríkislögreglustjóra þátt í aðgerðinni í kvöld.Ekki vanur að sjá þetta í Reykjavík Ísak Ernir Fragapane, barþjónn á Dubliners, segir í samtali við fréttastofu að honum hafi brugðið þegar sérsveitarmenn komu inn á staðinn í kvöld enda sé slíkt ekki algeng sjón hér á landi. „Ég, „honestly“ [hreinskilnislega], eins og ég segi, ég veit ekki hvað gæinn gerði. Ég veit ekki almennilega hvað var í gangi, mér dauðbrá. Maður er ekki vanur að sjá þetta í Reykjavík, sérsveitina og riffla og svoleiðis, þannig að það voru pínu óþægindi.“ Að sögn Ísaks var rólegt á staðnum þegar maðurinn kom inn. Þá varð Ísak ekki strax ljóst að maðurinn væri á flótta undan lögreglu. „Hann virðist vera að leita að einhverju en hann er þá örugglega að leita að felustað, sagði lögreglan. En já, hann labbar og er alveg að skoða sig um og eitthvað. Ég ætlaði ekkert að skipta mér af honum,“ segir Ísak.Maðurinn hafði uppi ógnandi tilburði við starfsfólk Radison Blu 1919-hótelsins í Pósthússtræti fyrr í kvöld.Vísir/Jói K.Kemur hann inn þegar hann er var við að lögreglan er komin að leita að honum?„Já, ég sá hann aldrei koma inn en hann var á grúfu þarna við hurðina þegar þeir koma þannig að þetta gerist bara í dyragættinni.“ Þar hafi lögreglumenn leitað á manninum og spurt hvort hann væri vopnaður. Fram kom í tilkynningu frá lögreglu að engin vopn hafi fundist á manninum. „Að hann er lagður niður í jörðina, járnaður, leitað á honum. Þeir voru eitthvað að spyrja hann hvort hann væri með sprautunálar, hvort hann væri vopnaður. Ég veit ekki hvort hann var með eitthvað á sér.“Engum vísað út Í fyrstu frétt Fréttablaðsins af málinu kom fram samkvæmt heimildum að gestum Dubliners hefði verið vísað út af staðnum. Aðspurður segir Ísak það ekki rétt. „Alls ekki, alls ekki. Allir kúnnar, þeir sem sátu inni, þeir sátu bara. Það voru einhverjir tveir sem stóðu upp og reyndu að kíkja en lögreglan skipti sér ekkert af neinum. Ræddu ekkert við mig, gæinn var bara sóttur og farið með hann út.“ Maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, hefur áður komið við sögu lögreglu og gistir nú fangageymslu þar til unnt verður að ræða við hann. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Sýndi ógnandi framkomu á Radisson í miðbænum Fjölmennt lið lögreglu sást að störfum í miðbæ Reykjavíkur við Radisson Blu-hótel í Pósthússtræti í kvöld. 24. febrúar 2019 21:13 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Barþjónn á barnum Dubliners segir að sér hafi brugðið verulega þegar vopnaðir sérsveitarmenn handtóku mann á staðnum í kvöld. Maðurinn sýndi af sér ógnandi framkomu við starfsfólk Radison Blu 1919-hótelsins í Pósthússtræti fyrr í kvöld, flúði undan lögreglu og í kjölfarið upphófst nokkuð umfangsmikil leit í miðborginni.Sjá einnig: Sýndi ógnandi framkomu á Radisson í miðbænumÍ tilkynningu sem lögregla sendi frá sér vegna málsins kemur fram að tilkynnt hafi verið um manninn um klukkan 19:30 í kvöld en hann flúði af hótelinu þegar lögregla var kölluð til. Umfangsmikil leit lögreglu að manninum hófst í kjölfarið og var hann handtekinn skömmu síðar á barnum Dubliners, þar sem hann hafði leitað skjóls. Þá tók sérsveit ríkislögreglustjóra þátt í aðgerðinni í kvöld.Ekki vanur að sjá þetta í Reykjavík Ísak Ernir Fragapane, barþjónn á Dubliners, segir í samtali við fréttastofu að honum hafi brugðið þegar sérsveitarmenn komu inn á staðinn í kvöld enda sé slíkt ekki algeng sjón hér á landi. „Ég, „honestly“ [hreinskilnislega], eins og ég segi, ég veit ekki hvað gæinn gerði. Ég veit ekki almennilega hvað var í gangi, mér dauðbrá. Maður er ekki vanur að sjá þetta í Reykjavík, sérsveitina og riffla og svoleiðis, þannig að það voru pínu óþægindi.“ Að sögn Ísaks var rólegt á staðnum þegar maðurinn kom inn. Þá varð Ísak ekki strax ljóst að maðurinn væri á flótta undan lögreglu. „Hann virðist vera að leita að einhverju en hann er þá örugglega að leita að felustað, sagði lögreglan. En já, hann labbar og er alveg að skoða sig um og eitthvað. Ég ætlaði ekkert að skipta mér af honum,“ segir Ísak.Maðurinn hafði uppi ógnandi tilburði við starfsfólk Radison Blu 1919-hótelsins í Pósthússtræti fyrr í kvöld.Vísir/Jói K.Kemur hann inn þegar hann er var við að lögreglan er komin að leita að honum?„Já, ég sá hann aldrei koma inn en hann var á grúfu þarna við hurðina þegar þeir koma þannig að þetta gerist bara í dyragættinni.“ Þar hafi lögreglumenn leitað á manninum og spurt hvort hann væri vopnaður. Fram kom í tilkynningu frá lögreglu að engin vopn hafi fundist á manninum. „Að hann er lagður niður í jörðina, járnaður, leitað á honum. Þeir voru eitthvað að spyrja hann hvort hann væri með sprautunálar, hvort hann væri vopnaður. Ég veit ekki hvort hann var með eitthvað á sér.“Engum vísað út Í fyrstu frétt Fréttablaðsins af málinu kom fram samkvæmt heimildum að gestum Dubliners hefði verið vísað út af staðnum. Aðspurður segir Ísak það ekki rétt. „Alls ekki, alls ekki. Allir kúnnar, þeir sem sátu inni, þeir sátu bara. Það voru einhverjir tveir sem stóðu upp og reyndu að kíkja en lögreglan skipti sér ekkert af neinum. Ræddu ekkert við mig, gæinn var bara sóttur og farið með hann út.“ Maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, hefur áður komið við sögu lögreglu og gistir nú fangageymslu þar til unnt verður að ræða við hann.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Sýndi ógnandi framkomu á Radisson í miðbænum Fjölmennt lið lögreglu sást að störfum í miðbæ Reykjavíkur við Radisson Blu-hótel í Pósthússtræti í kvöld. 24. febrúar 2019 21:13 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Sýndi ógnandi framkomu á Radisson í miðbænum Fjölmennt lið lögreglu sást að störfum í miðbæ Reykjavíkur við Radisson Blu-hótel í Pósthússtræti í kvöld. 24. febrúar 2019 21:13