Lýsing fyrrum NFL-leikstjórnandans Tony Romo á leik Kansas City og New England er á allra vörum vestanhafs enda spáði hann rétt fyrir um kerfi hvað eftir annað.
Byrjað er að kalla Romo alls konar nöfnum sem enda á Damus enda einstakt innsæi og þekking sem hann sýndi. Strax eftir leik var byrjað að orða hann við þjálfun og CBS svaraði með því að ætla að hækka launin hans.
Lýsingin var svo mögnuð að menn tóku sig til og töldu hversu oft Romo hafði rétt fyrir sér í leiknum. Hann hafði ansi oft rétt fyrir sér.
Romo spáði 15 sinnum fyrir hvaða kerfi yrði spilað í leiknum og hann hafði tólf sinnum rétt fyrir sér og einu sinni hafði hann nokkurn veginn rétt fyrir sér. Hann klikkaði aðeins tvisvar.
Sérstaklega var Romo naskur á að giska á kerfi Patriots enda fylgst lengi með Tom Brady.
Hversu oft hafði Romo rétt fyrir sér?

Tengdar fréttir

Romo las leik New England eins og opna bók
Frammistaða fyrrum NFL-leikstjórnandans Tony Romo í lýsingu á leik Kansas City og New England um liðna helgi hefur vakið mikla athygli.