Drottningin sögð hafa haft óbeit á hraðakstri prinsins Birgir Olgeirsson skrifar 24. janúar 2019 10:05 Elísabet Englandsdrottning ræðir hér við Filipp prins. Vísir/Getty Breskir fjölmiðlar eru enn að velta sér upp úr akstri Filippusar prins eftir að hann lenti í árekstri á fimmtudag í síðustu viku. Þar hafnaði Land Rover Freelander-jeppi hans á KIA-bifreið með þeim afleiðingum að ökumaður og farþegi KIA-bílsins slösuðust en Filippus slapp ómeiddur.Í tímaritinu People er rætt við ævisagnaritarann Ingrid Seward, höfund bókarinnar My Husband and I sem fjallaði um hjónaband Elísabetar Englandsdrottningar og Filippusar, hertogans af Edinborg. Seward er spurð hvað Elísabet hafi mögulega sagt við hinn 97 ára gamla eiginmann sinn eftir að hann lenti í þessu slysi. „Ég er viss um að hún hafi beðið hann um að hætta,“ segir Seward þegar hún reynir að geta til um hvað drottningin hefur sagt við prinsinn eftir áreksturinn. „Hann mun hlusta, en hvort hann geri eitthvað í því veit ég ekki,“ segir Seward. Þau hafa verið saman í 71 ár en í grein People er fjallað um dálæti prinsins á hraðskreiðum bílum. Hann keypti sér til dæmis nýjan sportbíl í ágúst 1947, þremur mánuðum áður en þau gengu í hjónaband, er haft eftir Seward í People. „Hann keyrði alltaf mjög hratt og hún hataði það og hann átti það til að segja: „Ef þér líkar ekki við það, getur þú farið út.“ Emma Fairweather var farþegi í bílnum sem Filippus prins ók á en hún hefur kvartað undan því að hafa ekki fengið afsökunarbeiðni frá prinsinum eða drottningunni. Tengiliður lögreglunnar við konungsfjölskylduna segist þó hafa sett sig í samband við Fairweather og skilað kveðju frá hjónunum.Breska dagblaðið Express ræðir við James Brookes, sem er sérfræðingur þegar kemur að málefnum konungsfjölskyldunnar, en hann vil meina að það sé of snemmt fyrir hertogann að biðjast afsökunar vegna þess að rannsókn lögreglunnar á tildrögum slyssins stendur enn yfir. Það að biðjast afsökunar væri ávísun á sekt í augum almennings. Ef það kemur hins vegar í ljós að hann ber ábyrgð á árekstrinum þá megi búast við afsökunarbeiðni. Vitni á vettvangi sagði við fjölmiðla að það hefði heyrt prinsinn segja við lögreglu að hann hefði blindast af sólinni rétt fyrir áreksturinn. Emma Fairweather dró þá útskýringu í efa því lágskýjað var þegar áreksturinn varð. Bretland England Kóngafólk Tengdar fréttir Filippus prins slapp ómeiddur úr bílslysi Filippus prins, hertoginn af Edinborg og eiginmaður Elísabetar II Bretadrottningar, lenti í bílslysi í gær nálægt Sandringham-höll drottningarinnar. 18. janúar 2019 07:44 Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“ Prinsinn myndaður einn í nýjum Land Rover og án sætisbeltis tveimur dögum eftir áreksturinn. 19. janúar 2019 23:45 Munu ekki veita Filippusi prins afslátt við rannsókn bílslyss Drottningamaðurinn slapp ómeiddur frá bílslysi á fimmtudaginn. 19. janúar 2019 19:21 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Breskir fjölmiðlar eru enn að velta sér upp úr akstri Filippusar prins eftir að hann lenti í árekstri á fimmtudag í síðustu viku. Þar hafnaði Land Rover Freelander-jeppi hans á KIA-bifreið með þeim afleiðingum að ökumaður og farþegi KIA-bílsins slösuðust en Filippus slapp ómeiddur.Í tímaritinu People er rætt við ævisagnaritarann Ingrid Seward, höfund bókarinnar My Husband and I sem fjallaði um hjónaband Elísabetar Englandsdrottningar og Filippusar, hertogans af Edinborg. Seward er spurð hvað Elísabet hafi mögulega sagt við hinn 97 ára gamla eiginmann sinn eftir að hann lenti í þessu slysi. „Ég er viss um að hún hafi beðið hann um að hætta,“ segir Seward þegar hún reynir að geta til um hvað drottningin hefur sagt við prinsinn eftir áreksturinn. „Hann mun hlusta, en hvort hann geri eitthvað í því veit ég ekki,“ segir Seward. Þau hafa verið saman í 71 ár en í grein People er fjallað um dálæti prinsins á hraðskreiðum bílum. Hann keypti sér til dæmis nýjan sportbíl í ágúst 1947, þremur mánuðum áður en þau gengu í hjónaband, er haft eftir Seward í People. „Hann keyrði alltaf mjög hratt og hún hataði það og hann átti það til að segja: „Ef þér líkar ekki við það, getur þú farið út.“ Emma Fairweather var farþegi í bílnum sem Filippus prins ók á en hún hefur kvartað undan því að hafa ekki fengið afsökunarbeiðni frá prinsinum eða drottningunni. Tengiliður lögreglunnar við konungsfjölskylduna segist þó hafa sett sig í samband við Fairweather og skilað kveðju frá hjónunum.Breska dagblaðið Express ræðir við James Brookes, sem er sérfræðingur þegar kemur að málefnum konungsfjölskyldunnar, en hann vil meina að það sé of snemmt fyrir hertogann að biðjast afsökunar vegna þess að rannsókn lögreglunnar á tildrögum slyssins stendur enn yfir. Það að biðjast afsökunar væri ávísun á sekt í augum almennings. Ef það kemur hins vegar í ljós að hann ber ábyrgð á árekstrinum þá megi búast við afsökunarbeiðni. Vitni á vettvangi sagði við fjölmiðla að það hefði heyrt prinsinn segja við lögreglu að hann hefði blindast af sólinni rétt fyrir áreksturinn. Emma Fairweather dró þá útskýringu í efa því lágskýjað var þegar áreksturinn varð.
Bretland England Kóngafólk Tengdar fréttir Filippus prins slapp ómeiddur úr bílslysi Filippus prins, hertoginn af Edinborg og eiginmaður Elísabetar II Bretadrottningar, lenti í bílslysi í gær nálægt Sandringham-höll drottningarinnar. 18. janúar 2019 07:44 Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“ Prinsinn myndaður einn í nýjum Land Rover og án sætisbeltis tveimur dögum eftir áreksturinn. 19. janúar 2019 23:45 Munu ekki veita Filippusi prins afslátt við rannsókn bílslyss Drottningamaðurinn slapp ómeiddur frá bílslysi á fimmtudaginn. 19. janúar 2019 19:21 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Filippus prins slapp ómeiddur úr bílslysi Filippus prins, hertoginn af Edinborg og eiginmaður Elísabetar II Bretadrottningar, lenti í bílslysi í gær nálægt Sandringham-höll drottningarinnar. 18. janúar 2019 07:44
Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“ Prinsinn myndaður einn í nýjum Land Rover og án sætisbeltis tveimur dögum eftir áreksturinn. 19. janúar 2019 23:45
Munu ekki veita Filippusi prins afslátt við rannsókn bílslyss Drottningamaðurinn slapp ómeiddur frá bílslysi á fimmtudaginn. 19. janúar 2019 19:21