Þingmenn vilja gefa dreifingu ösku frjálsa hér á landi Birgir Olgeirsson skrifar 30. nóvember 2019 18:30 Tólf þingmenn vilja gefa dreifingu ösku frjálsa hér á landi. Mjög strangar reglur gilda um slíka dreifingu í dag. Verði frumvarpið að lögum yrði að virða óskir hins látna. Í dag eru um 53 prósent útfara á höfuðborgarsvæðinu bálfarir og talið að það hlutfall muni hækka á komandi árum. Lögin um líkbrennslu kveða á um að koma skuli öskunni í duftker sem skylt er að varðveita í kirkjugarði eða löggiltum grafreit. Leita þarf til sýslumanns til að fá að dreifa ösku, en þá aðeins yfir öræfi eða sjó liggi ótvíræð ósk hins látna fyrir. Þessu vill Bryndís Haraldsdóttir breyta og hefur lagt frumvarp þess efnis fyrir Alþingi sem þingmenn úr öllum flokkum nema Miðflokknum styðja. „Ég vil gefa dreifingu ösku frjálsa. Mér finnst eðlilegt að taka þessi lög til endurskoðunar og auka frjálsræði þannig að fólk geti leyft sér að dreifa öskunni á fleiri stöðum og jafnvel merkja staðinn þar sem öskunni er dreift. Það þekkist á Norðurlöndunum í kringum okkur. Öskunni er mögulega dreift í fallegum skógarlundi og fólk getur sett minningarplatta á tré,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Stuðningsmönnum dreift á Old Trafford Hún segir lögin í dag býsna úrelt. Íslendingar ganga harðast fram í reglum í kringum þetta sé litið til Norðurlandanna. „Svo þekkjum við það úr kvikmyndum frá Bandaríkjunum, þar virðast reglurnar ekki vera miklar ef einhverjar. Á Bretlandseyjum hefur gallhörðum stuðningsmönnum verið dreift yfir heimavöll Manchester United, Old Trafford. Þetta er mjög mismunandi milli landa en hér erum við í ansi gömlum og íhaldssömum lagaramma sem ég tel tímabært að breyta.“Verður þá hægt að dreif ösku hvar sem er á Íslandi? „Kannski, en auðvitað verður ösku ekki dreift í garðinum heima hjá þér nema þú leyfir það. Grunnurinn að þessu er að ósk hins látna fái að ráða og auðvitað þarf að gæta virðingar þegar ösku er dreift og það er tekið á því í frumvarpinu.“Mætti geyma ömmu á arinhillunni Í lögunum í dag er bannað að geyma duftker annars staðar en í líkhúsi. „Í frumvarpinu er þetta gefið frjálst þannig að ekki verður gerð krafa um að kerið verði grafið eða dreift, það má líka varðveita öskuna. Við sjáum það auðvitað sums staðar erlendis að það er hefð fyrir að vera með ömmu uppi á arinhillu og samkvæmt frumvarpinu eins og það er í dag yrði það heimilt.“ Alþingi Kirkjugarðar Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Tólf þingmenn vilja gefa dreifingu ösku frjálsa hér á landi. Mjög strangar reglur gilda um slíka dreifingu í dag. Verði frumvarpið að lögum yrði að virða óskir hins látna. Í dag eru um 53 prósent útfara á höfuðborgarsvæðinu bálfarir og talið að það hlutfall muni hækka á komandi árum. Lögin um líkbrennslu kveða á um að koma skuli öskunni í duftker sem skylt er að varðveita í kirkjugarði eða löggiltum grafreit. Leita þarf til sýslumanns til að fá að dreifa ösku, en þá aðeins yfir öræfi eða sjó liggi ótvíræð ósk hins látna fyrir. Þessu vill Bryndís Haraldsdóttir breyta og hefur lagt frumvarp þess efnis fyrir Alþingi sem þingmenn úr öllum flokkum nema Miðflokknum styðja. „Ég vil gefa dreifingu ösku frjálsa. Mér finnst eðlilegt að taka þessi lög til endurskoðunar og auka frjálsræði þannig að fólk geti leyft sér að dreifa öskunni á fleiri stöðum og jafnvel merkja staðinn þar sem öskunni er dreift. Það þekkist á Norðurlöndunum í kringum okkur. Öskunni er mögulega dreift í fallegum skógarlundi og fólk getur sett minningarplatta á tré,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Stuðningsmönnum dreift á Old Trafford Hún segir lögin í dag býsna úrelt. Íslendingar ganga harðast fram í reglum í kringum þetta sé litið til Norðurlandanna. „Svo þekkjum við það úr kvikmyndum frá Bandaríkjunum, þar virðast reglurnar ekki vera miklar ef einhverjar. Á Bretlandseyjum hefur gallhörðum stuðningsmönnum verið dreift yfir heimavöll Manchester United, Old Trafford. Þetta er mjög mismunandi milli landa en hér erum við í ansi gömlum og íhaldssömum lagaramma sem ég tel tímabært að breyta.“Verður þá hægt að dreif ösku hvar sem er á Íslandi? „Kannski, en auðvitað verður ösku ekki dreift í garðinum heima hjá þér nema þú leyfir það. Grunnurinn að þessu er að ósk hins látna fái að ráða og auðvitað þarf að gæta virðingar þegar ösku er dreift og það er tekið á því í frumvarpinu.“Mætti geyma ömmu á arinhillunni Í lögunum í dag er bannað að geyma duftker annars staðar en í líkhúsi. „Í frumvarpinu er þetta gefið frjálst þannig að ekki verður gerð krafa um að kerið verði grafið eða dreift, það má líka varðveita öskuna. Við sjáum það auðvitað sums staðar erlendis að það er hefð fyrir að vera með ömmu uppi á arinhillu og samkvæmt frumvarpinu eins og það er í dag yrði það heimilt.“
Alþingi Kirkjugarðar Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira