Hjartaaðgerðum frestað þrjátíu og tvisvar sinnum á árinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. júlí 2019 19:00 Hjartaaðgerðum á Landspítalanum hefur verið frestað þrjátíu og tvisvar sinnum á árinu vegna plássleysis á gjörgæslu. Aðstoðarmaður landlæknis segir ástandið ólíðandi enda geti frestun slíkra aðgerða verið lífsógnandi og aukið sálrænt álag á sjúklinga. Þá hafa hjúkrunarfræðingar þurft að taka á sig talsverða aukavinnu til að bregðast við ástandinu. Fyrr í vikunni var greint frá því að hópur sjúklinga á hjarta- og lungnadeild Landspítalans hefði beðið í allt að fjörutíu daga eftir því að komast í hjartaskurðaðgerð. Yfirlæknir á deildinni sagði í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að ástandið væru óviðunandi. Biðtíminn væri talsvert lengri en öruggt er talið. Ástæða biðarinnar er skortur á gjörgæslurýmum en það stafar aðallega af því að það vantar gjörgæsluhjúkrunarfræðinga. Á árinu hefur hjartaaðgerðum verið frestað þrjátíu og tvisvar sinnum og hefur meðalbiðtíminn verið tveir og hálfur mánuður. Á sama tíma í fyrra var hafði sama fjölda aðgerða verið frestað, en gjörgæslurýmin voru þá færri, eða sex en ekki sjö. Kjartann Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður LandlæknisÞá hefur ástandið verið sérstaklega slæmt í sumar og hefur aðgerðum sama sjúklings ítrekað verið frestað. „Sem er auðvitað fullkomlega ólíðandi. Við vitum það að frestum hjartaaðgerða getur í vissum tilvikum verið lífsógnandi og um leið er þetta eitthvað sem eykur á sálrænt álag þessara sjúklinga sem nú þegar er töluvert mikið,“ segir Kjartann Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis. Spítalinn hefur virkjað aðgerðaráætlun vegna ástandsins og hafa gjörgæsluhjúkrunarfræðingar þurft að taka á sig mikla aukavinnu. „Í byrjun vikunnar voru átta sjúklingar að bíða eftir aðgerð og við sjáum fram á það að í lok vikunnar verði þeir þrír,“ segir Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítalans og bætir við að auk þeirra séu um tuttugu sjúklingar á biðlista. „Hjúkrunarfræðingarnir hjá okkur hafa tekið á sig mikla yfirvinnu og eru þá að bæta því ofan á starfshlutfall sitt,“ segir Vigdís. Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs LandspítalansSkjáskot/Stöð 2Þeir séu því undir miklu álagi. „Þess vegna finnst okkur líka mikilvægt að allir fái sitt sumarfrí og komist í fjórar vikur í sitt sumarfrí,“ segir Vigdís. Kjartan Hreinn segir að grípa þurfi til fjölþættra aðgerða vegna ástandsins sem embættið líti alvarlegum augum. Þar á meðal þurfi að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga. „Við þurfum líka að vera meðvituð um það að þegar hjúkrunarfræðingurinn kemur til starfa að þá sé hann á sanngjörnum kjörum og hafi boðlegu húsnæði. .Þetta er stórt og mikið mál sem hefur fjölmarga snertifleti og þess vegna þarf samhent átak margra aðila til að finna lausn á þessu. Það er ekki auðvelt og þetta mun taka tíma en það er vinna í gangi á ýmsum stigum sem miðar að því að vinna bug á þessum mönnunarvanda," segir Kjartan Hreinn. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Taka á sig aukavinnu til að bregðast við alvarlegu ástandi Fólk hefur þurft að bíða hátt í fjörutíu daga eftir hjartaskurðaðgerð vegna skorts á gjörgæslurýmum. 25. júlí 2019 13:10 Hátt í fjörutíu daga bið eftir aðgerð: „Þetta er bara glatað, óviðunandi ástand“ Sjúklingar á lungna- og hjartadeild Landspítalans hafa þurft að bíða á legudeild spítalans eftir því að komast í aðgerð í hátt í fjörutíu daga. 23. júlí 2019 20:30 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Sjá meira
Hjartaaðgerðum á Landspítalanum hefur verið frestað þrjátíu og tvisvar sinnum á árinu vegna plássleysis á gjörgæslu. Aðstoðarmaður landlæknis segir ástandið ólíðandi enda geti frestun slíkra aðgerða verið lífsógnandi og aukið sálrænt álag á sjúklinga. Þá hafa hjúkrunarfræðingar þurft að taka á sig talsverða aukavinnu til að bregðast við ástandinu. Fyrr í vikunni var greint frá því að hópur sjúklinga á hjarta- og lungnadeild Landspítalans hefði beðið í allt að fjörutíu daga eftir því að komast í hjartaskurðaðgerð. Yfirlæknir á deildinni sagði í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að ástandið væru óviðunandi. Biðtíminn væri talsvert lengri en öruggt er talið. Ástæða biðarinnar er skortur á gjörgæslurýmum en það stafar aðallega af því að það vantar gjörgæsluhjúkrunarfræðinga. Á árinu hefur hjartaaðgerðum verið frestað þrjátíu og tvisvar sinnum og hefur meðalbiðtíminn verið tveir og hálfur mánuður. Á sama tíma í fyrra var hafði sama fjölda aðgerða verið frestað, en gjörgæslurýmin voru þá færri, eða sex en ekki sjö. Kjartann Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður LandlæknisÞá hefur ástandið verið sérstaklega slæmt í sumar og hefur aðgerðum sama sjúklings ítrekað verið frestað. „Sem er auðvitað fullkomlega ólíðandi. Við vitum það að frestum hjartaaðgerða getur í vissum tilvikum verið lífsógnandi og um leið er þetta eitthvað sem eykur á sálrænt álag þessara sjúklinga sem nú þegar er töluvert mikið,“ segir Kjartann Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis. Spítalinn hefur virkjað aðgerðaráætlun vegna ástandsins og hafa gjörgæsluhjúkrunarfræðingar þurft að taka á sig mikla aukavinnu. „Í byrjun vikunnar voru átta sjúklingar að bíða eftir aðgerð og við sjáum fram á það að í lok vikunnar verði þeir þrír,“ segir Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítalans og bætir við að auk þeirra séu um tuttugu sjúklingar á biðlista. „Hjúkrunarfræðingarnir hjá okkur hafa tekið á sig mikla yfirvinnu og eru þá að bæta því ofan á starfshlutfall sitt,“ segir Vigdís. Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs LandspítalansSkjáskot/Stöð 2Þeir séu því undir miklu álagi. „Þess vegna finnst okkur líka mikilvægt að allir fái sitt sumarfrí og komist í fjórar vikur í sitt sumarfrí,“ segir Vigdís. Kjartan Hreinn segir að grípa þurfi til fjölþættra aðgerða vegna ástandsins sem embættið líti alvarlegum augum. Þar á meðal þurfi að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga. „Við þurfum líka að vera meðvituð um það að þegar hjúkrunarfræðingurinn kemur til starfa að þá sé hann á sanngjörnum kjörum og hafi boðlegu húsnæði. .Þetta er stórt og mikið mál sem hefur fjölmarga snertifleti og þess vegna þarf samhent átak margra aðila til að finna lausn á þessu. Það er ekki auðvelt og þetta mun taka tíma en það er vinna í gangi á ýmsum stigum sem miðar að því að vinna bug á þessum mönnunarvanda," segir Kjartan Hreinn.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Taka á sig aukavinnu til að bregðast við alvarlegu ástandi Fólk hefur þurft að bíða hátt í fjörutíu daga eftir hjartaskurðaðgerð vegna skorts á gjörgæslurýmum. 25. júlí 2019 13:10 Hátt í fjörutíu daga bið eftir aðgerð: „Þetta er bara glatað, óviðunandi ástand“ Sjúklingar á lungna- og hjartadeild Landspítalans hafa þurft að bíða á legudeild spítalans eftir því að komast í aðgerð í hátt í fjörutíu daga. 23. júlí 2019 20:30 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Sjá meira
Taka á sig aukavinnu til að bregðast við alvarlegu ástandi Fólk hefur þurft að bíða hátt í fjörutíu daga eftir hjartaskurðaðgerð vegna skorts á gjörgæslurýmum. 25. júlí 2019 13:10
Hátt í fjörutíu daga bið eftir aðgerð: „Þetta er bara glatað, óviðunandi ástand“ Sjúklingar á lungna- og hjartadeild Landspítalans hafa þurft að bíða á legudeild spítalans eftir því að komast í aðgerð í hátt í fjörutíu daga. 23. júlí 2019 20:30