James Harden gerði sér lítið fyrir og skoraði 50 stig í NBA körfuboltanum í nótt þegar lið hans, Houston Rockets, bar sigurorð af Sacramento Kings með 119 stigum gegn 108. Að auki gaf hann 10 stoðsendingar og tók 11 fráköst. Rockets að berjast um efstu sæti Vesturdeildarinnar og er búið að tryggja sig inn í úrslitakeppnina.
Það er hins vegar hörð barátta um síðustu sætin í úrslitakeppnina í Austurdeildinni og Brooklyn Nets vann mikilvægan sigur í þeirri baráttu þegar þeir unnu Boston Celtics í nótt en Celtics er þegar búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.
D´Angelo Russell var stigahæstur í liði Nets með 29 stig auk þess að gefa 10 stoðsendingar en Gordon Hayward minnti á sig í liði Celtics með 19 stig af bekknum.
Úrslit næturinnar
New York Knicks 92-100 Miami Heat
Los Angeles Clippers 132-108 Cleveland Cavaliers
Brooklyn Nets 110-96 Boston Celtics
Houston Rockets 119-108 Sacramento Kings
Detroit Pistons 99-90 Portland Trail Blazers
Indiana Pacers 116-121 Orlando Magic
Chicago Bulls 101-124 Toronto Raptors
Minnesota Timberwolves 109-118 Philadelphia 76ers
Phoenix Suns 115-120 Memphis Grizzlies
Körfubolti